Fréttablaðið - 14.01.2017, Side 12
Viðskipti Íslenskt fyrirtæki hefur
hannað forrit til að finna fólk á sam-
félagsmiðlum sem getur auglýst vörur
með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið
kallar fólkið áhrifavalda og flokkar
þá, sem undir frumskilgreiningu fyrir-
tækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og
markhópsins sem fólkið nær til.
Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað
árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni.
Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið
forritarar sem komu í gagnið leitar-
forriti sem gengur sjálfvirkt allan
sólarhringinn og finnur fólk sem hefur
nægilega stóran fylgjendahóp á sam-
félagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að
forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í
heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar
um milljón manns á skrá sem falla
að skilyrðum fyrirtækisins. Þar af eru
ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við
erum að miða við að þú hafir yfir eitt
þúsund fylgjendur á Instagram. Það er
samt ekki nóg að vera með mjög marga
fylgjendur því við leitum að fólki sem
er búið að byggja upp sterk tengsl við
sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi.
Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í
mikilvægisröð eftir því hversu stóran
markhóp hver og einn hefur. Í stuttu
máli virkar það þannig að Ghostlamp
fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem
skipuleggja herferð. Sem dæmi má
nefna að fyrirtækið hefur auglýst úti-
vistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghost-
lamp samband við það fólk sem passar
við vöruna og býður því að auglýsa
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra
Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá.
Hvað eiga áhrifa-
valdar sammerkt?
l Að leggja mikla vinnu í sam-
félagsmiðla sína
l Tíðar birtingar á til dæmis
Instagram
l Birta fyndið efni, áhugavert,
persónulegt og óvenjulegt
l Birta efnið sitt á ákveðnum
tímum sólarhrings sem eru
líklegastir til að vekja mikil við-
brögð
l Myndir í bláum tónum eru mun
líklegri til að fá mikil viðbrögð
en myndir í gulum eða brún-
leitum tónum
l 60 til 70 prósent áhrifavalda hjá
Ghostlamp eru konur
Jón Bragi hafnar því að um duldar
auglýsingar sé að ræða meðal annars
vegna þess að efninu sé ekki ritstýrt
af Ghostlamp heldur sé fólki í sjálfs-
vald sett hvað það birtir á samfélags-
miðlunum.
Í leiðbeiningum Neytendastofu
um auðþekkjanlegar auglýsingar
kemur fram að duldar auglýsingar séu
bannaðar samkvæmt lögum um eftir-
lit með viðskiptaháttum og markaðs-
setningu. Þar segir að í stuttu máli
sé auglýsing hvers konar tilkynning
sem miðlað er gegn endurgjaldi og
felur í sér kynningu á ímynd, vöru eða
þjónustu. Þá segir að lögin gildi bæði
um fjölmiðla og einstaklinga. „Lögin
gilda um þig ef þú færð greiðslu eða
annað endurgjald gegn því að skrifa
um eða dreifa upplýsingum um vörur
eða þjónustu fyrirtækja á vefsíðum
eða samfélagsmiðlum.“
Sumir áhrifavaldar Ghostlamp
virðast vilja baktryggja sig með þetta
og merkja auglýsingar með einum
eða öðrum hætti, til dæmis með
myllumerkinu #ad en þá stendur ad
fyrir advertisement, eða auglýsing.
✿ Herferðir á instagram sem
Ghostlamp hefur staðið fyrir
hana gegn gjaldi. Jón Bragi hafnar því
að um duldar auglýsingar sé að ræða.
„Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar.
Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifa-
fólkið fær bara tilboð um að taka þátt
og við gefum því algjört listrænt frelsi
á það hvernig það tjáir sig um vörur
og þjónustu og þar af leiðandi er þetta
ekki auglýsing sem slík.“
Innan skamms heldur Jón Bragi
utan til að skipuleggja stóra herferð
með alþjóðlegum risavörumerkjum
sem þó má ekki greina frá strax vegna
samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið
að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum
með þarlendum áhrifavöldum.
„Þú getur fengið allt að 50 þúsund
krónur fyrir herferð sem tekur þig
einn dag að framkvæma. Fyrirtækin
fá alvöru fólk til að vera talsmenn
vörunnar sinnar og þeir búa til frábært
efni til að kynna vöruna. Það fólk fær
svo bara borgað eftir því hversu áhrifa-
ríkt það er.“ snaeros@frettabladid.is
Ísbúð / Ísgerð – Til sölu
Af sérstökum ástæðum er til sölu einkahlutafélag sem
rekur ísbúð með eigin framleiðslu, miðsvæðis í Reykjavík.
Öll aðstaða er mjög góð og gert er ráð
fyrir kaffisölu og tilheyrandi.
Miklir möguleikar fyrir duglega aðila.
Nánari upplýsingar í síma: 896 0240.
Össur leitar að íbúð til langtímaleigu
á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning
nálægt Grjóthálsi væri kostur.
Íbúðin þarf að vera í góðu standi og
með a.m.k. 4 svefnherbergjum.
Upplýsingar sendist á netfangið:
egunnlaugsdottir@ossur.com
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja.
Hjá félaginu starfa um 2800 manns í 20 löndum.
Gildi félagsins eru: Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki.
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Gunnþóra Ólafsdóttir
Jón Gauti Jónsson
Hvað einkennir góð útivistarsvæði? Hvernig má bæta
aðstöðu til útivistar? Hvernig hefur útivist áhrif á
skipulag? Reykjavík býr yfir margskonar útivistar-
svæðum sem vefja sig inn í byggðina og umhverfis
hana og setja mark sitt á yfirbragð borgarinnar.
Vel útfærð græn svæði, garðar og göngustígar auka
lífsgæði, hvetja til útivistar og stuðla að bættri lýðheilsu.
Ný rannsókn sýnir að markviss útivist hefur marktækt
betri áhrif á heilsuna en líkamsrækt innandyra.
Fram koma á fundinum: Hjálmar Sveinsson, formaður
umhverfis- og skipulagsráðs, Gunnþóra Ólafsdóttir
mannvistarlandfræðingur, Áslaug Traustadóttir
landslagsarkitekt og Jón Gauti Jónsson, skólastjóri
Fjallaskólans.
Fundurinn er í kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum
þriðjudaginn 17. janúar, kl. 20.
Allir velkomnir. Heitt á könnunni.
Áslaug Traustadóttir
Útivist í borgarumhverfi
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni
BORGIN – HEIMKYNNI OKKAR um þróun og mótun borgarinnar.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Þriðjudaginn 17. janúar kl. 20 á Kjarvalsstöðum
Hjálmar Sveinsson
Hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða
Við leitum að fólki
sem er búið að
byggja upp sterk tengsl við
sinn fylgjendahóp.
Jón Bragi Gíslason,
stofnandi
Ghostlamp
1 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
4
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
F
2
-1
5
E
4
1
B
F
2
-1
4
A
8
1
B
F
2
-1
3
6
C
1
B
F
2
-1
2
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K