Fréttablaðið - 14.01.2017, Side 51
Þjóðskrá Íslands leitar að öflugum liðsmönnum
Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að varðveita og miðla upplýsingum um einstaklinga og eignir.
Framtíðarsýn okkar er að vera fyrirmyndarvinnustaður, fremst á sviði rafrænna lausna og
upplýsingaveita sem innviðir samfélagsins reiða sig á.
Hjá Þjóðskrá Íslands starfa yfir 100 öflugir starfsmenn á tveimur starfsstöðvum, í Reykjavík
og á Akureyri. Áhersla er lögð á jákvæðan starfsanda og góða vinnuaðstöðu.
Gildi Þjóðskrár Íslands eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki.
Almannaskráningardeild er 14 manna deild sem sér um skráningu
og upplýsingagjöf úr þjóðskrá. Þar eru skráðar allar upplýsingar
um lífsferil einstaklinga. Rétt skráning í þjóðskrá er grunnur allra
réttinda einstaklinga í samfélaginu. Starfið felst í daglegri stjórnun
og eftirliti með skráningu í þjóðskrá, útgáfu vottorða og gerð og
þróun gæðaferla og verklagsreglna.
Deildarstjóri almannaskráningar. Reykjavík Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
• Marktæk stjórnunarreynsla
• Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og
gerð verkferla
• Góð færni í að greina og finna lausnir til úrbóta
• Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð tölvufærni og geta til að tileinka sér nýja tölvutækni
• Góð kunnátta í íslensku og hæfni til að miðla
upplýsingum í rituðu og töluðu máli
• Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu
Norðurlandamáli æskileg
• Þekking á umhverfi upplýsingaöryggis er kostur
Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og vera
lausnamiðaður.
Um er að ræða starf á stjórnsýslusviði sem felst m.a. í úrlausn
lögfræðilegra viðfangsefna á fag- og framleiðslusviðum Þjóðskrár
Íslands s.s. á sviði fasteignaskráningar og skráningar í þjóðskrá.
Starfið felur í sér málsmeðferð vegna stjórnsýslumála er varða
verkefni stofnunarinnar, ráðgjöf innan sem utan stofnunar
og samskipti og þjónustu við önnur stjórnvöld, sveitarfélög
og almenning. Í starfinu getur einnig falist gerð gæðaferla,
verklagsreglna og ritun umsagna við lagafrumvörp og
reglugerðardrög.
Lögfræðingur. Reykjavík Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu
• Góð almenn tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni
• Góð kunnátta í íslensku og hæfni til að miðla
upplýsingum í rituðu og töluðu máli
• Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu
Norðurlandamáli æskileg
• Þekking og reynsla tengd starfsemi Þjóðskrár Íslands, s.s. á
sviði eignaréttar og persónuréttar er kostur
• Reynsla af gerð lagafrumvarpa er kostur
• Þekking á umhverfi gæðastjórnunar upplýsingaöryggis er kostur
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera ríka
þjónustulund, hefur sýnt fram á framúrskarandi
hæfni í mannlegum samskiptum og hefur metnað
fyrir verkefnum hverju sinni. Viðkomandi þarf að vera
vandvirkur, hafa mikla skipulagshæfileika og getu til
að leysa verkefni sjálfstætt og í teymisvinnu.
Helstu verkefni eru yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, skráning
og skoðun mannvirkja, útreikningur fasteignamats og
brunabótamats, skráning landfræðilegra upplýsinga, vinnsla
í sérhæfðum tölvukerfum, samskipti við fasteignaeigendur
og sveitarfélög auk gæða- og þróunarstarfs.
Starfsmenn á fasteignaskrársvið.
Reykjavík og Akureyri
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi, til að mynda iðnmeistari,
byggingafræðingur, verkfræðingur, landfræðingur
• Reynsla af matsstörfum eða fasteignasölu er kostur
• Reynsla af útreikningi byggingarkostnaðar er æskileg
• Æskilegt að hafa lokið námskeiði í gerð
eignaskiptayfirlýsinga
• Reynsla af landupplýsingakerfum
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
• Talnaglöggur
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
• Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu
Norðurlandamáli æskileg
Leitað er að einstaklingi sem hefur góða
skipulagshæfileika, sýnir frumkvæði, nákvæmni og
hraða í vinnubrögðum og hefur ríka þjónustulund.
www.skra.is - www.island.is
Nánari upplýsingar um störfin má finna á www.skra.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2017.
Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um
auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
SKÖPUNARGLEÐI ÁREIÐANLEIKI VIRÐING
www.skra.is
www.island.is
Þjónustuver Þjóðskrár Íslands sér um afgreiðslu og upplýsingagjöf
til viðskiptavina stofnunarinnar. Afgreiðslur stofnunarinnar eru
staðsettar í Reykjavík og á Akureyri og símaver á Akureyri. Starfið
felst í daglegri verkstjórn þjónustuvera. Í starfinu felst m.a. að
tryggja framúrskarandi þjónustu í framlínu ÞÍ og annast gerð
verklagsreglna þjónustuvers. Einnig felst í starfinu umsjón með
vinnslu bakvinnsluverkefna sem falin eru þjónustuveri.
Deildarstjóri Þjónustuvers. Reykjavík Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
• Marktæk stjórnunarreynsla
• Reynsla af rekstri þjónustuvers æskileg
• Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og
gerð verkferla
• Góð færni í að greina og finna lausnir til úrbóta
• Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð tölvufærni og geta til að tileinka sér nýja
tölvutækni
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
• Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu
Norðurlandamáli æskileg
• Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og vera
lausnamiðaður.
Verkefnastjóri. Reykjavík
Um er að ræða starf á sviði rafrænnar stjórnsýslu.
Meginverkefni sviðsins snúa að þróun og rekstri
hugbúnaðar undir merkjum upplýsinga- og
þjónustuveitunnar Ísland.is. Starfið er fjölbreytt og felst
meðal annars í að greina ný þróunarverkefni og stýra þeim,
veita ráðgjöf til ráðuneyta, stofnana, þjónustuveitenda og
notenda, ásamt því að bregðast við rekstrarvandamálum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Próf á háskólastigi, tölvunarfræði eða önnur
háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
upplýsingatækniverkefna
• Frumkvæði, metnaður og nákvæm vinnubrögð
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
• Góð kunnátta í íslensku og ensku og hæfni til að miðla
upplýsingum í rituðu og töluðu máli
Leitað er að traustum einstaklingi sem tekur
ábyrgð á verkefnum, heldur þeim á áætlun og
fylgir þeim eftir til loka. Viðkomandi þarf að hafa
skipulagshæfileika, vera lausnamiðaður og geta
unnið eftir skilgreindum gæða- og öryggisferlum.
1
4
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
F
2
-7
3
B
4
1
B
F
2
-7
2
7
8
1
B
F
2
-7
1
3
C
1
B
F
2
-7
0
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K