Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 21
Ari Ptíll Kristinsson: Smíð. Lególeikur. Endurvinnsla.
11
ir, Kristján Árnason og Halldóra Björt Ewen hafa unnið að auk margra
starfsmanna á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sjá t.d.
Hönnu Óladóttur (2007), Kristján Árnason (2006) og Halldóru Björtu
Ewen og Tore Kristiansen (2006). í athugununum hefur mátt sjá að
fólk hneigist til að gera býsna skýran greinarmun á málsniðum og að
margir hafa þá tilfinningu að aðkomuorð eigi ekki heima í formlegu
máli. Þar má nefna vandað ritað mál og útvarpsfréttir. Hlutverkaskipt-
ing nýyrða og tökuorða/aðkomuorða virðist því tengd því málsniði
eða þeim stíl sem fólk notar hverju sinni. í þessu sambandi er þó auð-
vitað ljóst að gera verður greinarmun á því sem fólk segir sem sína
skoðun í rannsóknarviðtölum og svo því sem fólk gerir í raun þegar
það beitir málinu. En það litla, sem fyrir liggur úr megindlegum rann-
sóknum á breytilegu orðavali í töluðum og rituðum textum, styrkir
vissulega þá útbreiddu skoðun að orðaval skiptist m.a. eftir þeim lín-
um sem hér var lýst (sjá t.d. Ástu Svavarsdóttur 2007:39).
Breytilegt orðaval eftir aðstæðum er alþekkt fyrirbæri í tungumál-
um heims og er gjarna talað um að orð hafi mismunandi stilgildi.
Þannig er ekkert óvenjulegt við það að orðaval sé mismunandi eftir
því hvort málið er notað við formlegar aðstæður eða óformlegar. Það
er því líklega hvorki skrýtið né skaðlegt í sjálfu sér að upp komi það
samheitaástand sem hér var lýst í íslensku, færeysku og flæmsku. Slíkt
samheitakerfi gæti þó hugsanlega leitt til afgerandi klofnings milli rit-
máls og talmáls.
Mismunandi notkun samheita eftir aðstæðum er sem sé alþekkt
fyrirbæri en kemur fram á mismunandi vegu eftir sögu tungumála og
ólíkum hefðum í málsamfélögum. í íslensku varðar þetta, sem kunn-
ugt er, ekki endilega aðeins samband nýyrðis og tökuorðs. Svipaður
breytileiki kemur líka fram í samheitapörum á borð við kjafta saman
og ræða saman. Hér er um að ræða mismunandi stílgildi. Annað hent-
ar óformlegu máli eingöngu samkvæmt viðteknu viðmiði í íslensku
málsamfélagi.
(14) kjafta - ræða
Einnig má oft sjá að orð eru nokkurn veginn samheiti en annað orð-
ið er þó nákvæmara. Þá hefur hitt orðið víðari eða óljósari merkingu.
Texti, sem hefur verið mikið undirbúinn, kann að hafa meira af til-
tölulega nákvæmari orðum en lítt undirbúinn texti, t.d. í samtölum,
einkennist í staðinn fremur af merkingarvíðari orðum. í hraða hvers-
dagslegs samtals er sem sé gripið til þeirra af því að þau eru nærtækari