Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 182
172
Orð og tunga
í bókinni eru 65.000 uppflettiorð og orðasambönd. Þar er um að
ræða grunnorðaforða þýskrar tungu með fjölda notkunardæma og
sérhæfðan orðaforða á sviði ferðamennsku, dýrafræði, viðskipta,
tölvutækni og fleiri greina. Fremst í bókinni eru rækilegar notkunar-
leiðbeiningar en aftan við orðabókartextann er bæði yfirlit yfir þýska
og íslenska málfræði. Síðan fylgja listar yfir óreglulega beygð sagnorð
og listar yfir töluorð og mál og vog, þýsku og austurrísku sambands-
löndin og svissnesku kantónurnar ásamt höfuðborgum. Framburður
er sýndur með alþjóðlegri hljóðritun og sömuleiðis er atkvæðaskipt-
ing sýnd í öllum uppflettiorðum. Þýsku flettiorðin eru skrifuð sam-
kvæmt gildandi stafsetningarreglum. Alls er bókin 966 síður.
Christer Laurén, Johan Myking, Heribert Picht. Insikter om
insikt. Nordiska teser om fackkommunikation. Novus forlag.
Oslo. 2008. ISBN 978-82-7099-475-5. 207 bls.
íðorðafræðingarnir Christer Laurén, Johan Myking og Heribert Picht
hafa í sameiningu samið bókina Insikter om insikt. Hver höfundur rit-
ar á sínu tungumáli og er hún þrímála, rituð á sænsku, norsku og
dönsku. Tungumálið gefur því til kynna hver þeirra þremenninga rit-
ar hvaða kafla bókarinnar. Höfundar fengu einnig Sigurð Jónsson til
liðs við sig og ritar hann (á sænsku) einn kafla, Samhallsutveckling och
sprdkplanering; Island, samtals 27 blaðsíður. Inngang, niðurlag og síð-
asta kafla bókarinnar, Domenedynamikk, rita höfundarnir þrír sameig-
inlega.
Bókin Insikter om insikt er óbeint framhald bókarinnar Terminologi
som vetenskapsgren sem sömu höfundar gáfu út árið 1997 og höfðu þeir
þá sama vinnulag. Þar er fjallað um íðorðafræði sem fræðigrein og
helstu kenningar raktar.
í bókinni Insikter orn insikt er fjallað um nokkrar kenningar íðorða-
fræðinnar sem hafa verið í brennidepli. Bókin skiptist í tíu kafla og
í hverjum kafla er varpað fram einni staðhæfingu sem síðan er rök-
rædd út frá ólíkum sjónarhornum. Staðhæfingum er skipt í fjóra hluta:
í hluta A (Videnskabsteoretisk og videnskabssociologisk placering) eru stað-
hæfingar um hvers konar fyrirbrigði orðræða sérfræðimáls er og hvort
hún eigi heima innan málvísinda sem sérstakt svið málvísinda, sam-
bærilegt við félagsleg málvísindi og sálfræðileg málvísindi. í hluta
B (Dikotomiseringens umulighed) er varpað fram staðhæfingum um að