Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 98
88
Orð og tunga
steinn G. Indriðason 1994). Og það er auðvitað hluti af aðlöguninni
að orð fá beygingu og falla í einhvern þann beygingarflokk sem skil-
greindur hefur verið fyrir kerfið. Og þegar orð eru sett inn í setningar
verða þau að laga sig að beygingar- og setningakerfi málsins (hinu
morfósyntaktíska kerfi): Stúlkurnar eru agressívar; Ég vil ekki vera með
þessum agressívu stelpum o.s.frv. Gera verður ráð fyrir að um leið og
orð verður hluti af íslensku orðasafni (í þessari tæknilegu merkingu)
verði því búnar nauðsynlegar beygingarmyndir. Þetta er ekki alltaf
einfalt mál, og fyrir kemur að erlend orð eða slettur sem notaðar eru í
tali hljóma sérkennilega þegar þau eru beygð eða sett á þau endingar.
Dæmi um þetta er símasvarið sem áður var vitnað til, sbr. (1).
Annað dæmi um orð sem gæti virst frekar stirt í aðlögun er orðið
göts, þ.e. enska orðið guts 'hugrekki', sem heyrst hefur í íslensku tali:
„Við þurfum mann sem hefur göts" hefur verið sagt. Hér er um að ræða
enskt fleirtöluorð (eða svo má að minnsta kosti ráða af orðhlutagerð
og rithætti), en þá vaknar spurning hvernig fara á með þetta í íslensku
samhengi. Reyndin virðist að út komi hvorugkynsorð. Á vefnum hafa
fundist dæmi eins og: „Það eru engar venjulegar kerlur sem hafa göts-
ið til að vera alltaf að hengja út." - og: „En gutsið í þeirri gömlu, að
þora að derra sig svona við viðskiptavini
En einnig er hægt að horfa á aðlögunina í ljósi þess hvort það
fylgir orðahljóðkerfinu (sbr. Kristján Árnason 2005a:138). Og að svo
miklu leyti sem beyging og hljóðgerð orða á heima í orðasafni, má
segja að aðlögun tökuorða sé orðfræðilegt atriði, ekki síður en hin
merkingarlega aðlögun. Málið snýst um það hvort orð fellur að orða-
safnseinkennum, þ.e. beygingarformum og formúlum (þannig að það
falli í einhvern beygingarflokk) og hljóðformum, þannig t.d. að ein-
göngu séu notuð íslensk hljóð og hljóðasambönd (sbr. djús og Sjörs-
ill, fyrir Churchill, sjá hér á eftir) og hljóðbeygingarformúlur eins og
u-hljóðvarp séu virk í beygingunni. Dæmi um það er þegar orð eins
og raff fá fleirtöluna röff og almanak - almanök, þ.e. taka u-hljóðvarp
í fleirtölu. Síðarnefnda orðið er dæmi um það sem kallað hefur ver-
ið sýndarsamsetning (sbr. Kristján Árnason 20058:269-270), en það er
þegar tökuorð hegðar sér eins og það sé samsett orð, sbr. það að í alm-
anak beygist einungis síðari liðurinn, alveg hliðstætt því sem gerist í
orðum eins og matargat - matargöt.
7Ég þakka Ástu Svavarsdóttur fyrir að benda mér á þessi dæmi.