Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 98

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 98
88 Orð og tunga steinn G. Indriðason 1994). Og það er auðvitað hluti af aðlöguninni að orð fá beygingu og falla í einhvern þann beygingarflokk sem skil- greindur hefur verið fyrir kerfið. Og þegar orð eru sett inn í setningar verða þau að laga sig að beygingar- og setningakerfi málsins (hinu morfósyntaktíska kerfi): Stúlkurnar eru agressívar; Ég vil ekki vera með þessum agressívu stelpum o.s.frv. Gera verður ráð fyrir að um leið og orð verður hluti af íslensku orðasafni (í þessari tæknilegu merkingu) verði því búnar nauðsynlegar beygingarmyndir. Þetta er ekki alltaf einfalt mál, og fyrir kemur að erlend orð eða slettur sem notaðar eru í tali hljóma sérkennilega þegar þau eru beygð eða sett á þau endingar. Dæmi um þetta er símasvarið sem áður var vitnað til, sbr. (1). Annað dæmi um orð sem gæti virst frekar stirt í aðlögun er orðið göts, þ.e. enska orðið guts 'hugrekki', sem heyrst hefur í íslensku tali: „Við þurfum mann sem hefur göts" hefur verið sagt. Hér er um að ræða enskt fleirtöluorð (eða svo má að minnsta kosti ráða af orðhlutagerð og rithætti), en þá vaknar spurning hvernig fara á með þetta í íslensku samhengi. Reyndin virðist að út komi hvorugkynsorð. Á vefnum hafa fundist dæmi eins og: „Það eru engar venjulegar kerlur sem hafa göts- ið til að vera alltaf að hengja út." - og: „En gutsið í þeirri gömlu, að þora að derra sig svona við viðskiptavini En einnig er hægt að horfa á aðlögunina í ljósi þess hvort það fylgir orðahljóðkerfinu (sbr. Kristján Árnason 2005a:138). Og að svo miklu leyti sem beyging og hljóðgerð orða á heima í orðasafni, má segja að aðlögun tökuorða sé orðfræðilegt atriði, ekki síður en hin merkingarlega aðlögun. Málið snýst um það hvort orð fellur að orða- safnseinkennum, þ.e. beygingarformum og formúlum (þannig að það falli í einhvern beygingarflokk) og hljóðformum, þannig t.d. að ein- göngu séu notuð íslensk hljóð og hljóðasambönd (sbr. djús og Sjörs- ill, fyrir Churchill, sjá hér á eftir) og hljóðbeygingarformúlur eins og u-hljóðvarp séu virk í beygingunni. Dæmi um það er þegar orð eins og raff fá fleirtöluna röff og almanak - almanök, þ.e. taka u-hljóðvarp í fleirtölu. Síðarnefnda orðið er dæmi um það sem kallað hefur ver- ið sýndarsamsetning (sbr. Kristján Árnason 20058:269-270), en það er þegar tökuorð hegðar sér eins og það sé samsett orð, sbr. það að í alm- anak beygist einungis síðari liðurinn, alveg hliðstætt því sem gerist í orðum eins og matargat - matargöt. 7Ég þakka Ástu Svavarsdóttur fyrir að benda mér á þessi dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.