Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 99
89
Kristjdn Árnason: Að bera sér orð í munn
3.3 Vörpun milli málkerfa
Af dæmum sem tekin hafa verið má draga þá ályktun að þegar ensk
orð eru notuð í íslensku tali gerist það með þeim hætti að orðin laga
sig að meira eða minna leyti að íslenska kerfinu, þ.e. að um sé að ræða
valkost (2b) að hætti Weinreichs (sbr. bls. 81). Eins og minnst var á er
ólíklegt, nema í undantekningartilfellum, að þegar slett er einstökum
orðum (frekar en heilum setningum eða tónfallsformum) sé um að
ræða raunveruleg málvíxl, þ.e. að skipt sé tímabundið milli tveggja
málkerfa.
Og um þetta geta myndast tilteknar venjur og aðferðir við að flytja
orðin milli málkerfanna. Ásta Svavarsdóttir (2007) greinir frá sérstakri
rannsókn á hljóðkerfislegri aðlögun enskra tökuorða í íslensku nú-
tímamáli, sem hún hefur unnið í samvinnu við Sigrúnu Steingríms-
dóttur (2004). Þar kemur fram að ensk orð laga sig með nokkuð reglu-
bundnum hætti að málinu. Þannig verði t.d. enskt [w] reglulega að [v]
í orðun eins og tvíd og viskí og þessi orð velja sér beygingarflokka við
hæfi, t.d. þannig að nýjar sagnir beygjast veikt frekar en sterkt: sbr.fíla
-fílaði og Iníkka - lníkkaði.
En það er þó ekki alltaf einfalt hvernig varpa beri á milli kerfanna.
Hér valda ensku tvinnhljóðin [tj] eins og í church og [dg] eins og í judge
og bridge nokkrum vandkvæðum, þar sem þau eru sérlega framand-
leg íslensku hljóðkerfi. Og einnig er hljóðið [[] í shop og Bush óþekkt
í íslensku. Ekki er heldur ljóst hvernig fara beri með enska sérhljóðið
[a] í orðum eins og but, butler ogfuck í íslenskum framburði. Algengt
er að íslenskt ö sé sett í þessi orð, þannig að borið er fram eins og
skrifað væri bött og böttler, en í orðum eins og fokkjií er gripið til upp-
mælta hljóðsins [o]. Enn fremur er óljóst hvernig koma eigi til skila
þeim lögmálum sem gilda um atkvæðalengd í ensku og eru í grund-
vallaratriðum ólík þeim íslensku.
Nokkur hefð er fyrir því að taka orð með þessum hljóðformum inn
í málið og er aðferðin við aðlögunina ekki alltaf sú sama. Þannig var
nafn Winstons Churchills á vörum allra landsmanna í seinni heims-
styrjöldinni og síðar og „festist" þá í forminu [sjœrsil]. Hér er fyrra
dæmið um tvinnhljóðið [t['] túlkað sem íslenskt /sj/ en það seinna
sem /s/ og enska sérhljóðið [a] er túlkað sem [œ]. Venjulegar íslensk-
ar reglur gilda hvað það varðar að sérhljóðið í fyrra atkvæðinu er stutt
og /r/ afraddast á undan /s/. Önnur dæmi um tiltölulega hagvön
ensk orð eru bridds og djass, sem bæði eru komin inn í málið, þótt þau