Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 164
154
Orð og tunga
bundin" í þeim skilningi að þau standa aldrei ein heldur eru þau alltaf
föst, bindast alltaf „eiganda" sínum með öðru orði eða undanfara í
setningu. Með slíkum orðum getur miðstig lýsingarorða beygst á forn-
an hátt.24
5 Lokaorð
í inngangi var lögð á það áhersla að tilgangur greinarinnar væri sá
einn að skýra út eðli orðsins/orðmyndarinnar eystra í sambandi við
Borgarfjörð, þ.e. hvort um væri að ræða miðstig lýsingarorðs eða at-
viksorð.
Öll eiginnöfn eru í eðli sínu ákveðin. Miðstig lýsingarorða getur,
auk nútímamálsbeygingar, beygst á fornan hátt með slíkum orðum,
sbr. Minna-Nítp í (11) í 4.2, sbr. líka Borgarfjörð eystra. Kostirnir eru því
tveir. Sé samsvarandi nafnorð á hinn bóginn samnafn beygist miðstig-
ið aðeins skv. nútímabeygingu.
Flest miðstigsformanna sem rætt hefur verið um eru án frumstigs.
Sum miðstigsorðanna eru jafnvel án samanburðarmerkingar heldur
eru þau kannski miklu fremur andstæðumerkingar.
I (6) og (7) í öðrum kafla voru sýnd nokkur dæmi þess að að Borg-
arfirðirnir tveir, annar fyrir austan, hinn vestanlands, væru aðgreindir.
Óhætt er að fullyrða að í daglegu tali er staðsetning hins síðarnefnda
Borgarfjarðar (nánast) aldrei gefin til kynna. Hann er hið sjálfgefna.
Það sama á við um Hellisheiði litlu austar. En í fréttum og frásögnum,
a.m.k. þeim sem teljast í einhverjum skilningi opinberar (og samd-
ar syðra), er ekki aðeins að talað sé um eitthvað sem tengist Borgar-
firði eystri/eystra heldur líka Hellisheiði eystri/eystra. í báðum tilvikum
er eystri miðstig lýsingarorðs, sbr. líka (4) og (9), og getur ekki ver-
ið annað. Munurinn á eystra í Borgarfirði eystra og Hellisheiði eystra er
sá að í því síðarnefnda er eystra einungis atviksorð enda nafnorðið
kvenkyns. í því fyrra eru möguleikarnir hins vegar tveir eins og áður
hefur verið rakið. Þess má líka geta að á Netinu (21. janúar 2008) voru
tæplega sjöhundruð dæmi (mörg þó væntanlega tvítekin) um Hellis-
heiði eystri en innan við tug um Hellisheiði eystra (og öll í aukaföllum).
Dæmafjöldinn og/eða fæðin segja sína sögu um það hvaða skilning
24Þessum þætti málsins verða gerð skil í sérstakri grein um miðstigið og notkun
þess.