Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 183
Bókafregnir
173
ekki sé unnt að draga afdráttarlaus mörk á milli orðræðu sérfræðimáls
og annarrar orðræðu og svo hins vegar að engin afdráttarlaus mörk
séu á milli íðorða og annars hluta orðaforðans. í hluta C (Repræsenta-
tionsformern.es arbitraritet) eru staðhæfingar um tilviljunarkennt birt-
ingarform hugtaksins. í síðasta hlutanum, hluta D (Ordning og styr-
ing), eru staðhæfingar sem varða skipulag og stjórnun, s.s málstýr-
ingu, málpólitík og umdæmi eða notkunarsvið tungumáls (domene).
í þessum hluta er fyrrgreindur kafli Sigurðar Jónssonar sem fjallar um
íðorða- og málstýringu á íslandi á síðustu öld.
Eins og undirtitill bókarinnar gefur til kynna, Nordiska teser om
fackkoimmmikation, er í bókinni komið með norrænt sjónarhorn á orð-
ræðu í sérfræðimáli sem áður hefur að mestu verið sótt til þýska mál-
svæðisins. Frá alþjóðlegu sjónarhorni kynnir bókin bæði nýtt sjónar-
horn og þekkingu („Insikter", samanber heiti bókarinnar) á nokkur
vandamál sem hafa verið til umræðu síðustu áratugi.
Suomalainen paikannimikirja. Aðalritstjóri: Sirkka Paikkala.
Karttakeskus og Kotimaisten kielten tutkimuskeskus, Hel-
sinki 2007. ISBN 978-951-593-976-0.
Kortamiðstöðin í Finnlandi hefur í samvinnu við Rannsóknastofnun
innlendra mála í Helsingfors gefið út örnefnabókina Suomalainen pai-
kannimikirja (Finnsk örnefnabók) með yfir 4.800 flettum. Þar á meðal
eru ýmis orð sem koma fyrir sem nafnliðir, t.d. sænsku orðin hamn
og trdsk, en t.d. einnig tökuorð úr samísku tunturi (túndra) og aapa
(dý, pyttur), upphaflega tökuorð úr norræna orðinu haf. Bókin, sem er
skrifuð af 30 höfundum, inniheldur greinar um m.a. nöfn á öllum nú-
verandi og fyrrum sveitarfélögum, mikilvægustu bæjum og þéttbýlis-
stöðum, hæstu fjöllum, stærstu stöðuvötnum (ekki öllum þúsund) og
helstu eyjum. Sænsk og samísk örnefni eru einnig tekin fyrir. I bókinni
eru meira en 1000 sænsk örnefni í Finnlandi sem flettur en þá er oftast
vísað á finnska nafnið á staðnum, t.d. er við flettuna Tammerfors vís-
að á greinina Tampere, en bókin hefur að geyma um 400 sjálfstæðar
greinar um sænsk örnefni í Finnlandi, frá Alberga til Östermyra.
Flestir höfundanna hafa áralanga reynslu af örnefnarannsóknum.
Hugmyndin að bókinni er ekki ný því þegar á 19. öld komu fram hug-
myndir um uppflettirit af þessu tagi sem næði yfir allt Finnland. Ör-
nefnabókin bætist nú við þau uppsláttarrit um örnefni sem þegar eru