Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 112
102
Orð og tunga
dálitlum sögulegum inngangi verður hér fjallað um Hugtök og heiti í
bókmeimtafræði 1983, síðan reynt að draga af flettum ritsins nokkrar
ályktanir og rýna að lokum lítið eitt dýpra í fáar einar. Vissulega hefur
hugtakaforði á þessu sviði aukist og hugtakanotkun eitthvað breyst
síðan Hugtök og heiti komu út. Umfjöllun um það bíður betri tíma og
líklega annarra höfunda.
2 Bókmenntafræði á íslandi fram til 1983
Orðið bókmenntafræði er ekki mjög gamalt í íslensku, en kemur fyr-
ir við og við frá því á fyrri hluta 19. aldar samkvæmt Ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans (fyrsta dæmi er þar sagt vera úr Lestrarkveri
Rasks, bls. 1: „prófessor í bókmenntafræði"). Á 19. og 20. öld fram
til 1970 kemur orðið fyrir níu sinnum skv. Ritmálsskrá. Miklu venju-
legra hefur orðið bókmenntasaga verið á þessu skeiði. Orðaforði bók-
menntafræðinnar á sér hins vegar að hluta til fornar rætur, einkum
það sem sprottið er úr umræðu um bragfræði og mælskufræði, og síð-
ar stílfræði og textafræði, en þessi fræði voru sjaldan tengd náið við
bókmenntasöguna, nema helst textafræðin. Mikill orðaforði hefur þó
bæst við á síðari hluta tuttugustu aldar, eftir að fræðileg nálgun varð
almennari í skrifum um bókmenntir og fræðigreinin tengdist málvís-
indum og táknfræði, fagurfræði og heimspeki, sálarfræði og félagsvís-
indum.
Halda má fram að bókmenntafræðileg hugtök komi fyrst fyrir í
rituðu máli íslensku í Fyrstu málfræðiritgerðinni um eða upp úr 1130,
þar sem nefndar eru ólíkar tegundir texta: lög, áttvísi, pýðingar helg-
ar, spakleg fræði (Fyrsta málfræðiritgerðin 1972:208). Það er aðgreining
sem er í fullu gildi enn í dag, þótt spaklegfræði sé etv. fremur óljóst og
gildishlaðið hugtak, en eitt af verkefnum bókmenntafræði er einmitt
að greina sundur ólíkar tegundir texta og gefa nöfn.
Næstur á vettvang íslenskrar bókmenntafræði var bóndinn í Reyk-
holti, Snorri Sturluson, og er þá tekið mark á þeim orðum Uppsala
Eddu að hann sé upphafsmaður - höfundur - þeirra hluta Eddu sem
kallast Skáldskaparmál og Háttatal:
Bok þessi heitir Edda. Hana hevir saman setta Snorri Sturlu
son eptir þeim hætti sem her er skipat. Er fyrst fra asvm ok
Ymi. Þar næst skalldskap[ar mal] ok heiti margra hlvta. Si-