Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 91
Kristjáií Árnason: Að bera sér orð í munn
81
er svo það þegar notuð eru áðurnefnd orð prestur og kirkja, sem gera
má ráð fyrir að allir geti fallist á sem „hreina" íslensku. Þau hafa öðlast
fullan þegnrétt og þeim fylgja ekki nein stíleinkenni sem geri þau með
nokkrum hætti framandleg.
Þegar Uriel Weinreich fjallar (1953:26) um smitun milli mála byrj-
ar hann á að líta á þetta út frá hljóðkerfinu og að skilgreina hvað í
því felst þegar talað er með erlendum hreim, þ.e. þegar maður notar
tungumál sem ekki er móðurmál hans. Þá telur hann að líta megi svo
á sem hljóðkerfi „tökumálsins" (sem er móðurmál þess sem talar) taki
við orðum (táknuðum með S í (2)) úr „veitimálinu", sem er málið sem
verið er að tala (með hreim). Þetta er táknað með skástrikum merktum
tökumálinu með litlu p, eins og sýnt er í (2a):
(2)
a. Talað með hreim:
P/...SSSS.../
b. Erlent orð í innlendum texta:
„/...PPPSPPP.../
c. Skipt um kerfi í miðri setningu:
p/... P P P/s/S/ p/P P P P.../
Þegar erlent orð er sett inn í innlendan texta gerist það eins og táknað
er í (2b), það er, orðin eru í hljóðumhverfi móðurmálsins (tökumálsins)
og flest tilheyra því (merkt P), en eitt er erlent að uppruna (og ber þess
væntanlega einhver merki, þótt það falli alveg inn í textann). í síðasta
tilvikinu er gert ráð fyrir að skipt sé algerlega um kerfi í miðjum texta,
þ.e. textinn eða segðin hefst í upphafskerfinu en í miðri segð er skipt
um kerfi, táknað s/S/, þannig að nýtt hljóðkerfi (kerfi veitimálsins)
tekur við um hríð.
Umræðu um málvíxl og eðli þeirra má m.a. sjá hjá Myers-Scotton
1997. Dæmigerð málvíxl eru það þegar samtöl fara fram þannig að
tvö (eða fleiri) tungumál eru notuð á víxl í samtölum. í málvíxlum
þar sem skipt er innan setninga er, eftir því sem Myers-Scotton seg-
ir, gerður greinarmunur á tökumáli og veitimáli, þannnig að talað er
um matrix language (rammamál?) og embedded language (innfellt mál?).
Rammamálið myndar þá málfræðilega rammann, en skotið er inn bút-
um úr innfellda málinu. Og mikil málvíxl af þessu tagi geta leitt til
raunverulegrar málblöndunar (pidginíseringar), þannig að það sem
eftir stendur af tökumálinu verður lítið annað en einhverjar leifar af
setningakerfi og hljóðkerfi, sem setur svip sinn á hið nýja mál sem