Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 104
94
Orð og tunga
því segja að í tökuorðum eins og sagógrjón, radar og Rebekka falli lok-
hljóðin inn í íslenskt hljóðkerfi, og fylgi íslenskum hljóðskipunarregl-
um, þótt vissulega sé ritháttur með b, d og g milli sérhljóða inni í orði
ekki hefðbundinn.
Ljóst er að þau viðmið sem Baldur Jónsson hefur eru „strangari"
en þau fræðilegu viðmið sem hér er fjallað um. Enda er sá grundvall-
armunur að Baldur hefur málræktarsjónarmið að leiðarljósi, þ.e. skil-
greiningar hans miðast við það að tökuorðin hafi sem minnst áhrif á
formgerð tökumálsins og rithefð. Öll orð sem hafa með einhverju móti
áhrif á kerfi tökumálsins eru óæskileg að mati hans. En um slík áhrif
er fjallað í næsta kafla.
4 Áhrif á kerfí tökumáls
Því var haldið fram hér að ofan að það sé nánast óhjákvæmilegt, þeg-
ar erlent orð (enskt) er notað í tali sem tilheyrir tökumálinu (íslensku),
að þá lagi það sig á einhvern hátt að kerfi þess síðarnefnda. En oftar
en ekki eru það áhrif ensku á formgerð íslensku sem menn horfa á
og hafa áhyggjur af. Hreintunguhyggja eins og sú sem við þekkjum
hér á landi leiðir til þess að barist er gegn þessum áhrifum ensku á
íslensku, því íslensk málræktarumræða snýst oftast um formstýringu
(icorpns planning), sem samkvæmt hefðinni hefur haft það að leiðarljósi
að varðveita formgerðir málsins og verja gegn skaðlegum breytingum
vegna erlendra áhrifa. En samt er íslenska alls ekki laus við slík blönd-
unaráhrif.
Blöndun af því tagi sem hér um ræðir getur haft áhrif á hljóðkerf-
ið. Minnst var á þá staðreynd að íslensk orð sem byrja á /p/ geti ekki
verið af germanskri rót og að tannvaramælt /v/ í ensku er aðkomu-
hljóð, komið með orðum eins og victory. í 3.5 var einnig fjallað um þá
spurningu hvort /y/ í orðum eins og týpa og ófráblásin lokhljóð milli
sérhljóða í orðum eins og sagógrjón og radar féllu að íslensku hljóðkerfi
eða kannski frekar ritkerfi og að hve miklu leyti „þegnréttur" þeirra í
málinu væri undir því kominn. Hvað sem um það má segja, eru þetta
orð sem notuð eru eða hafa verið notuð í íslensku. Og að því marki
sem tökuorð eru framandleg í málinu og fylgja ekki hefðbundnum
reglum málsins, þá má segja að um þau gildi einhverjar sérreglur eða
„undanþágur", t.d. hvað varðar áherslu {pró'sent, intellfgent o.s.frv.).
Og þar með hefur orðið breyting á kerfi tökumálsins.