Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 46
36
Orð og tunga
Flest þessara orða eru algeng og útbreidd í íslensku og langflest vel
aðlöguð, t.d./rtx, grill, rokk,jeppi og kreditkort. Meðal þeirra eru þó líka
orðin station (um bíla, líklega ættað úr auglýsingum), pick np og car
rental (úr auglýsingu sem notuð er aftur og aftur í blöðunum). Tíðni
orða eða orðmynda í tilteknum textum er því ekki einhlítur mæli-
kvarði á stöðu þeirra í málinu. En hvað sem flokkun orðanna líður
eiga þau það öll sammerkt að vera upprunnin í öðru tungumáli, lang-
flest í ensku, en hafa verið notuð einu sinni eða oftar í íslensku sam-
hengi. Þótt sum þeirra séu og verði eindæmi og sá eða sú sem notaði
þau hafi nær örugglega litið á þau sem útlensku þá eru þau samt sem
áður vitnisburður um mál- og menningartengsl og það segir sína sögu
að dæmi um erlendar tilvitnanir eða málvíxl í textunum tengjast und-
antekningalaust ensku.
5 Samantekt og lokaorð
í inngangi voru nefnd nokkur atriði sem lúta að áhrifum mála hvers
á annað. Því var haldið fram að öll mál geti orðið fyrir áhrifum frá
öðrum málum ef forsendur eru fyrir hendi og af umfjölluninni hér
að framan er ljóst að á báðum þeim tímaskeiðum sem hér hefur ver-
ið fjallað um hefur allnokkur fjöldi tökuorða borist í íslensku, annars
vegar úr lágþýsku (yfirleitt um norsku og dönsku) og hins vegar úr
ensku. Enn fremur kom fram að ytri aðstæður í málsamfélaginu réðu
mestu um það hvort tungumál yrði fyrir áhrifum frá öðru máli og
hversu mikil þau væru — aðstæður eins og snerting við önnur mál-
samfélög, kunnátta málnotenda í öðrum tungumálum og þörf fyrir
nýjungar í máli. Þegar tvö tungumál eru í beinni eða óbeinni snert-
ingu hvort við annað verður mál þess samfélags sem er stærra eða
valdameira að jafnaði veitimál gagnvart hinu. Meðal þess sem gerir
eftirsóknarvert fyrir málnotendur að læra og nota erlent mál er efna-
hagslegur ávinningur af því að hafa vald á því og sú mynd sem fólk
gerir sér af málinu og þeirri veröld sem það er hluti af.
Staða þeirra tungumála sem hér hefur verið vikið að, lágþýsku á
síðmiðöldum og ensku í nútímanum, er um margt áþekk. Bæði mál-
in eru mál áhrifamikilla samfélaga, hvort á sínum tíma. Þau eru bæði
notuð í viðskiptum langt út fyrir það landsvæði þar sem þau eru móð-
urmál íbúanna og þ.a.l. í samskiptum manna sem sumir hverjir tala
þau sem erlend mál. Miðlágþýska var „heimsmál" á sínum tíma, þeg-