Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 76

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 76
66 Orð og tunga eðliseinkennum þess. Þannig mynda t.d. merkingarfræði, setninga- fræði, beygingarfræði, hljóðkerfisfræði og hljóðfræði sérstakar grein- ar eða fræðasvið. Þar við bætist ýmislegt annað, t.d. málsaga, sam- anburður á milli tungumála eða málstiga, að ógleymdri orðfræði en með henni er átt við rannsóknir og lýsingu á orðaforða tungumáls, oft með megináherslu á merkingar- og beygingarlýsingu. Orðabókar- menn munu kannast við að ekki er ávallt augljóst hvers kyns upp- lýsingar eigi heima í orðabók, þar geta mismundi þættir skarast og fléttast saman, mörkin á milli merkingarfræði, setningafræði og atriða er varða málsögu eru ekki ávallt skýr. Því er þetta nefnt hér að það varðar efni greinarinnar sérstaklega. í nútíma málvísindum er oft vísað til orðasafns (e. lexicon) en það hefur verið skilgreint með ýmsum hætti. í bók sinni Aspects of the Theory of Syntax (1965) gerir Noam Chomsky ráð fyrir að málfræði mannlegs máls (e. generative grammar 'málkunnáttufræði') megi skipta í þrjá meginþætti: (1) setningafræðilegan þátt; (2) hljóðkerfislegan þátt og (3) merkingarfræðilegan þátt. Tveir síðarnefndu þættirnir eru ein- göngu túlkandi (e. interpretive), þ.e.a.s. þeir vinna úr upplýsingum sem eru fengnar úr setningafræðilega þættinum. Af því leiðir að í setningafræðilega þættinum er annars vegar skilgreind djiípgerð, sem ákvarðar merkingu málsgreinar, og hins vegar yfirborðsgerð sem ræður úrslitum um hljóðafar (Chomsky 1965:16). Athygli vekur að í þessu líkani er ekki gert ráð fyrir að orðasafnið sé sjálfstæður þáttur, heldur að það sé hluti af setningafræðilega þætt- inum (Chomsky 1965:84). Frá þeim tíma er Chomsky ritaði Aspects hefur mikið vatn runnið til sjávar og afstaða fræðimanna til orða- safnsins hefur breyst í grundvallaratriðum. Segja má að á því sviði falli öll vötn til Dýrafjarðar, orðsafnið fær sífellt aukið vægi (Singleton 2000:24). Sumir ætla að þar eigi heima hvers kyns óregla og frávik á sviði málfræði og orðfræði en aðrir hugsa sér orðasafnið sem hverja aðra orðabók (Guðrún Kvaran 2005:180) sem m.a. hafi að geyma orð, orðasafnsþætti (e. lexical features) og merkingu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að líta megi á orðasafnið sem nokkurs konar orðabók, þó með þeim fyrirvara að það er ekki kyrr- stætt eins og bók heldur sveigjanlegt og jafnvel einstaklingsbundið. Þá má færa rök að því að merkingu orða ráði margs konar þættir og ólíkir og því megi tala um orðfræðilega merkingu, sehringafræðilega merkingu, hlutverksmerkingu og afstöðumerkingu svo að dæmi séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.