Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 17

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 17
Ari Páll Kristinsson: Smíð. Lególeikur. Endurvinnsla. 7 í fornu máli. í framhaldi af því vaknar óneitanlega sú spurning að hve miklu leyti myndun nýrra orða úr eldri efniviði í nútímamáli stafi beinlínis af hreintungustefnu sem hugmyndafræði. Samhliða vakn- ar spurningin hvort ekki sé rétt að eigna slíka orðmyndun að hluta til gamalgróinni málhefð og virkum orðmyndunarferlum án sérstaks hugmyndafræðilegs ívafs. Jón Hilmar Jónsson (1988) hefur sýnt með dæmum „hversu mjög þróun orðaforðans markast af arfteknum hefð- um málsins" (1988:11). Hann telur að samfella og stöðugleiki í orða- forðanum „sé að miklu leyti að þakka almennri kröfu málsamfélags- ins um gagnsæi í orðmyndun sem felur í sér viðnám gegn aðstreymi orða af erlendum uppruna" (s.st.). Hin sýnilega nýyrðastefna á grunni hreintungusjónarmiða bætist hér vitaskuld við en sú stefna er sam- kvæmt þessu alls ekki eina hreyfiaflið og e.t.v. ekki heldur hið mikil- vægasta. Hér er greinilega um samspil að ræða. Hér má einnig styðjast við Jón Hilmar Jónsson (1998) þar sem hann segir um íslenska orð- myndunarhefð að samþættur hvati búi að baki, þ.e. að hér sé að hluta til um að ræða málkerfislegar aðstæður sem kalli á aðlögun að þeim orðmyndunarmynstrum sem fyrir eru, að hluta til sé á ferðinni innra aðhald frá náskyldum orðum og heitum en síðast en ekki síst búi hér að baki hin almenna málpólitíska afstaða í samfélaginu (Jón Hilmar Jónsson 1998:309).6 Enda þótt Jón Hilmar nefni hér ekki hreintungu- stefnu berum orðum er hún óefað hluti þess síðastnefnda. Hér er komið að kjarna þessa máls. Líta verður svo á að í myndun nýrra íslenskra orða úr innlendum efniviði spili saman hreintungu- stefna og einhvers konar kerfislægt samhengi innan orðaforðans.7 Hreintungustefna dregur vissulega langt sem skýring á sterkri stöðu nýyrða í íslensku máli - en hún er ekki ein og sér fullnægjandi sem skýring. 6„Bak denne tradisjonen ligger en kombinert motivasjon, dels de spráksys- tematiske forhold som krever en tilpasning til de eksisterende ordlagingsmonstre, dels en indre kontroll fra nært beslektede ord og termer, men ikke minst den alminne- lige sprákpolitiske holdning i samfunnet" (Jón Hilmar Jónsson 1998:309). 7Raunar hefur hið kerfislæga samhengi innan orðaforðans jafnframt verið notað í rökstuðningi fyrir nýyrðastefnunni, þ.e. gripið hefur verið til formraka (structural arguments, Thomas 1991:57-59) til að styðja þá aðferð að nota innlendan efnivið í ný íslensk orð. Einnig hefur verið beitt skilningsrökum (intelligibility arguments, Thom- as 1991:49-52) í sama skyni. Um rök af þessum toga sjá t.a.m. Halldór Halldórsson (1987:94-95), Kjartan G. Ottósson (1997:31-32) og Ástráð Eysteinsson (1998).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.