Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 32
22
Orð og tunga
flest þeirra eru án vafa komin inn gegnum norsku og dönsku;3 þessi
mál voru eins og pípulögn á milli stóra alþjóðamálsins og litla máls-
ins. Þessi staðhæfing er að vísu einkum byggð á ytri rökum því að til-
tölulega sjaldan bera orðin sjálf með sér skýra sönnun fyrir norrænu
millistigi; og svo skal á það bent að ef íslenska hefði þegið orð beint úr
miðlágþýsku þá hefði niðurstaðan í flestum tilvikum áreiðanlega orð-
ið sú sama og við upptöku úr norrænu máli. En ytri rökin eru ótvíræð
og bein tengsl íslendinga við þýska hansakaupmenn voru sáralítil allt
fram á síðasta fjórðung 15. aldar. Lítið verður þó ráðið af orðum af
miðlágþýskum uppruna sem birtast fyrst í textum undir lok 15. aldar
um það hvort þau kunni að hafa verið tekin upp úr máli þeirra fremur
en gegnum dönsku.
Orð sem tilheyra hinni miðlágþýsku bylgju koma fyrir í textum af
öllu tagi. Sum þeirra koma þó fyrir í fyrsta sinn í opinberum bréfum
(fornbréfum) og eru stundum óþekkt í öðrum textum þar til á 16. öld.
Yfirleitt er orð sambærileg þeim íslensku að finna í norskum, dönsk-
um og sænskum skjölum og bréfum frá sama tíma og í mörgum til-
vikum virðast þau einnig þar koma fyrst fyrir í slíkum textum. Þó
að fornbréf séu takmörkuð að stíl og efnisinnihaldi eru þau langflest
dagsett og árfærð sem er augljóslega mjög heppilegt fyrir orðfræði-
rannsóknir. Dæmin sem tekin verða hér á eftir eru fyrst og fremst sótt
í þessa texta.
í öllum fornbréfum og máldögum frá þriggja alda tímabili, 1200-
1500, eru hátt í 1.200 mismunandi orð — þ.e. uppflettiorð — sem að
hluta eða öllu leyti munu vera af erlendum rótum, þ.e.a.s. eru töku-
orð eða mynduð af slíkum orðum (Veturliði Óskarsson 2003:101). Þar
af eru milli 500 og 600 orð sem eiga sér rætur í miðlágþýsku og lang-
flest koma fyrst fyrir á 14. og 15. öld eins og fyrr segir. Um helmingur
þeirra er blendingsorð, samsett eða afleidd orð mynduð af erlendum
stofnum, og mismunandi orðstofnar eru því ekki nema rúmlega 300
talsins. Oftast eru þó orð af hverjum stofni fá, eitt eða tvö, og einung-
is um 20 orðstofnar eiga sér fleiri en fjóra afkomendur. Þessi 500-600
orð í fornbréfunum koma fyrir á milli 2.700 og 2.800 sinnum, sam-
kvæmt nokkuð áreiðanlegri talningu. Giska má á að heildarfjöldi les-
'’Skiptin á milli norsku og dönsku sem helsta áhrifamáls á íslensku urðu ekki fyrr
en nokkru eftir stofnun Kalmarsambandsins 1380, enda voru samskipti við danska
kaupmenn lítil fyrr en eftir 1400 og samband við Noreg hélst reyndar áfram fram
eftir 15. öld, og kirkjuleg samskipti enn lengur. (Sjá t.d. Véstein Ólason 1982:106-108).