Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 32

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 32
22 Orð og tunga flest þeirra eru án vafa komin inn gegnum norsku og dönsku;3 þessi mál voru eins og pípulögn á milli stóra alþjóðamálsins og litla máls- ins. Þessi staðhæfing er að vísu einkum byggð á ytri rökum því að til- tölulega sjaldan bera orðin sjálf með sér skýra sönnun fyrir norrænu millistigi; og svo skal á það bent að ef íslenska hefði þegið orð beint úr miðlágþýsku þá hefði niðurstaðan í flestum tilvikum áreiðanlega orð- ið sú sama og við upptöku úr norrænu máli. En ytri rökin eru ótvíræð og bein tengsl íslendinga við þýska hansakaupmenn voru sáralítil allt fram á síðasta fjórðung 15. aldar. Lítið verður þó ráðið af orðum af miðlágþýskum uppruna sem birtast fyrst í textum undir lok 15. aldar um það hvort þau kunni að hafa verið tekin upp úr máli þeirra fremur en gegnum dönsku. Orð sem tilheyra hinni miðlágþýsku bylgju koma fyrir í textum af öllu tagi. Sum þeirra koma þó fyrir í fyrsta sinn í opinberum bréfum (fornbréfum) og eru stundum óþekkt í öðrum textum þar til á 16. öld. Yfirleitt er orð sambærileg þeim íslensku að finna í norskum, dönsk- um og sænskum skjölum og bréfum frá sama tíma og í mörgum til- vikum virðast þau einnig þar koma fyrst fyrir í slíkum textum. Þó að fornbréf séu takmörkuð að stíl og efnisinnihaldi eru þau langflest dagsett og árfærð sem er augljóslega mjög heppilegt fyrir orðfræði- rannsóknir. Dæmin sem tekin verða hér á eftir eru fyrst og fremst sótt í þessa texta. í öllum fornbréfum og máldögum frá þriggja alda tímabili, 1200- 1500, eru hátt í 1.200 mismunandi orð — þ.e. uppflettiorð — sem að hluta eða öllu leyti munu vera af erlendum rótum, þ.e.a.s. eru töku- orð eða mynduð af slíkum orðum (Veturliði Óskarsson 2003:101). Þar af eru milli 500 og 600 orð sem eiga sér rætur í miðlágþýsku og lang- flest koma fyrst fyrir á 14. og 15. öld eins og fyrr segir. Um helmingur þeirra er blendingsorð, samsett eða afleidd orð mynduð af erlendum stofnum, og mismunandi orðstofnar eru því ekki nema rúmlega 300 talsins. Oftast eru þó orð af hverjum stofni fá, eitt eða tvö, og einung- is um 20 orðstofnar eiga sér fleiri en fjóra afkomendur. Þessi 500-600 orð í fornbréfunum koma fyrir á milli 2.700 og 2.800 sinnum, sam- kvæmt nokkuð áreiðanlegri talningu. Giska má á að heildarfjöldi les- '’Skiptin á milli norsku og dönsku sem helsta áhrifamáls á íslensku urðu ekki fyrr en nokkru eftir stofnun Kalmarsambandsins 1380, enda voru samskipti við danska kaupmenn lítil fyrr en eftir 1400 og samband við Noreg hélst reyndar áfram fram eftir 15. öld, og kirkjuleg samskipti enn lengur. (Sjá t.d. Véstein Ólason 1982:106-108).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.