Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 87

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 87
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn 77 Það eru allt önnur sjónarmið sem ráða því til dæmis hvenær taka beri tökuorð inn í leiðbeinandi orðabækur, eins og t.d. Stafsetningarorðabók íslenskrar málnefndar. Til skilnings á þeim hlutum sem hér um ræðir er að mörgu að hyggja. M.a. er nauðsynlegt að huga að félagslegum þáttum og stíl, og að almennum lögmálum sem fræðimenn hafa þóst sjá að gildi um máltengsl og sambúð mála og málafbrigða. Meðal verka sem um þetta fjalla er hið klassíska verk Uriels Weinreich, Languages in contact (1953). í bók sinni fjallar Weinreich um smitun milli tungumála (interference), allt frá hljóðkerfi til orðaforða. (Hann talar um phonic interference, sem kalla mætti hljóðsmitun, grammatical interference, sem kalla mætti beygingarsmitun eða kerfissmitun, og lexical interference, orðsmitun, þ.e. flutning orða á milli mála.) Það sem gerist þegar enskt orð er notað í íslensku samhengi er einhvers konar smitun frá ensku til ís- lensku.3 Og þegar „slettur" í texta ganga svo langt að heilu segðirnar eða setningarnar eru á öðru máli en því sem lagt var upp með hefur ver- ið talað um málvíxl (code-switching). Þetta er vel þekkt í innflytjenda- málum í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem í samtölum eða ræðu er skipt milli innflytjendamáls og ensku. Ekki hafa mér vitanlega farið fram miklar rannsóknir á málvíxlum eða málblöndun hjá íslenskum innflytjendum til Ameríku (sbr. þó Kristínu M. Jóhannsdóttur 2006), en spyrja má hvort greina beri enskunotkun í íslensku samhengi sem málvíxl af þessu tagi. Efni og skipulag þessarar greinar er þannig að fyrst er fjallað nokk- uð almennt um máltengsl og þætti sem hafa verður í huga þegar þau eru greind (2. kafli). í 3. kafla er fjallað um það hvernig tökuorð aðlag- ast viðtökumálinu, en í 4. kafla er fjallað um áhrif á tökumálið. Á eftir þessu fylgir stuttur lokakafli með ályktunarorðum. 3Til fróðleiks um þessa hluti má benda á rit eins og Coulmas (ritstj.): The Handbook of Sociolingiástics (1997), þar sem fjallað er um hluti eins og málvíxl (code-switching), máltengsl og blendingsmál (pidgin) og málhvarf og úrkynjun (attrition, degeneration), en allt þetta eru þættir sem tengjast nánu sambandi tungumála þar sem annað er mun stærra en hitt, eins og reyndin er um íslensku og ensku á okkar tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.