Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 34
24
Orð og tunga
ast sömu byggingu og samsvarandi orð í frændmálunum og yfirleitt
er skammt á milli norrænna orða og miðlágþýskra fyrirmynda þeirra;
það má sýna með fáeinum dæmum völdum af handahófi.
ísl./no. da. sæ. mlþ.
krankr krank kranker krank
léna (so.) læne læna lénen
dagþinga daghthinge daghthinga dachdingen
dægiligr dæghelik dægheliker degelik
forbrjóta forbryte forbryta vorbreken
réttugheit rættug-/ighet rættog-/ighet rechticheit
skammfæra skamfere skamfæra schamféren
tilgefa tilgive tilgiva tögeven
Tafla 1. Nokkur tökuorð úr miðlágþýsku og fyrirmyndir þeirra.
í töflunni sjást dæmi um það hvernig orðin eru felld að málkerfi við-
tökumálanna með norrænum endingum (þar sem það á við) og skipt-
um á sambærilegum orðhlutum (-brjóta, bryte, -bryta í stað -breken; til-
í stað tö-).
Oft er óvíst hvort samsett og afleidd orð eru eiginleg tökuorð eða
mynduð í íslensku. Sem dæmi um það má nefna að orð eins og dándi-
kona, dándikvinna, dándimaðr og dándisveinn eiga sér öll beinar samsvar-
anir í dönsku, sænsku eða norsku á 14.-15. öld og hið sama á t.d. við
um fógeti ogfógetadæmi,fylgjari og meðfylgjari, hindr, hindra og hindran,
lóð og lóðbyssa, mektugr, allsmektugr og fullmektugr o.s.frv. Oft er jafnvel
óvíst hvort orðmyndunin hefur farið fram í norrænu málunum eða í
miðlágþýsku.
Sem fyrr segir eru orð af miðlágþýskum uppruna tiltölulega fá í
bréfunum og langflest einnig mjög fágæt. Um 40% orðanna eru ein-
dæmi þar og um 15% eru tvídæmi, og samtals koma nær 75% orð-
anna aðeins 1-5 sinnum fyrir í öllum bréfunum. Einungis 25 orð (um
4% orðanna) koma fyrir oftar en 20 sinnum. Algengust eru orðin kostr,
partr, prófa og lítvísa sem koma 35-40 sinnum fyrir hvert, en önnur til-
tölulega algeng orð eru t.d. blífa, fylgjari, jungfrú, leikmaðr, makt, máti,
orlof, svoddan, þenkja og ærligr. Fádæmin eru of mörg til að það þjóni til-
gangi að rekja mörg þeirra hér en til fróðleiks má taka fjögur úr hverj-
um flokki ein-, tví- og þrídæma:
• Eindæmi, um 230 orð, d.: ekta,frakt, gáfa 'gjöf', tráts