Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 33
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ...
23
málsorða í textum fram til um 1500 (að máldögum kirkna meðtöld-
um) sé hátt í eina milljón orða og höfum við þar til hliðsjónar lauslega
áætlun sem miðast við prentaða útgáfu þeirra í íslenzku fornbréfasafni.
Samkvæmt þessu ætti hlutfall lesmálsorða ættaðra úr miðlágþýsku að
nálgast 0,3% af heildarfjöldanum. Upplýsingar um stærð sjálfs orða-
forðans í fornbréfunum liggja ekki fyrir, þ.e.a.s. um fjölda einstakra
uppflettiorða, en til að fá einhvern samanburð má geta þess að stærð
orðaforða íslendingasagnanna er um 12.500 uppflettiorð en heildar-
fjöldi lesmálsorða um 885 þúsund (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:54,56).
Ef við leyfum okkur að gera ráð fyrir að uppflettiorð í fornbréfum séu
hlutfallslega jafnmörg og uppflettiorð í íslendingasögunum fáum við
töluna 14.124 orð; og ef við gerum ráð fyrir að miðlágþýsku orðin séu
um 550 talsins þá er hlutfall þeirra af uppflettiorðum um 3,9%, sem
er furðuhá tala.4 — Hafa þarf í huga að þeir textar sem hér er um
að ræða, opinber skjöl, eru ekki fyllilega dæmigerðir fyrir málfar síns
tíma. Frá 15. öld er hins vegar fátt um aðra frumsamda texta til sam-
anburðar, nema helst rímur og lítið eitt af þýðingum og annálum, og
hefur ekki verið ráðist í athugun á þeim að þessu sinni. Lausleg athug-
un á þýðingum úr ensku frá miðri 15. öld5 bendir þó til að tökuorð af
miðlágþýskum uppruna séu hlutfallslega síst færri þar en í fornbréf-
unum.
3.2 Um orðin
Munur á íslensku og norrænu frændmálunum var óverulegur á 14-
15. öld miðað við það sem síðar varð og sömuleiðis var formgerð mið-
lágþýsku um margt áþekk formgerð norrænna mála, eins og getíð var
í inngangi, bæði að því er varðar beygingar, orðmyndunarmöguleika
og framburð.
Það kemur því ekki á óvart að merking hinna miðlágþýsku orða
er, að því best verður séð, jafnan sú sama eða sambærileg í öllum nor-
rænum málum. í íslensku hafa orðin nær ætíð sambærilega eða nán-
4Áréttað skal að mismunandi orðstofnar af miðlágþýskum uppruna eru mun
færri, um 300 talsins, og sé miðað við þá tölu lækkar hlutfallstalan talsvert, eða niður
í rúm 2,1%.
5Jorgensen (1970); Einar G. Pétursson (1976). — Hér var miðað við þann texta
sem varðveittur er í 15. aldar handritum, sem er á milli 8.000 og 9.000 lesmálsorð, en
annað eins er varðveitt í yngri handritum. í textanum eru um 50 orð af miðlágþýskum
uppruna, af 45 mismunandi rótum.