Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 130
120
Orð og tunga
útgáfu, er víðar að finna, t.d. í Blöndu.5
Þessi dæmi, tekin af handahófi, eru til marks um það óðryggi sem
hefir verið ríkjandi í meðferð bæjarnafnsins á 19. og 20. öld. Um alda-
mótin 1800 er almenningur farinn að missa tökin á nafninu, og það
kemur heim við það sem rakið hefir verið um sögu samnafnsins í fyrri
hluta Klambrar sögu.
En víkjum nú að einstökum bæjum og meðferð nafnsins á hverjum
stað.
2.3 Klömbur undir Eyjafjöllum
Þessarar jarðar er fyrst getið í Borgarmáldaga 1332: „Mariukirkia j
borg a heimaland allt oc klambrarland" (DI 2:678). í jarðabók Árna
og Páls 1709 er þessi lýsing á Klömbur undir Eyjafjöllum (1:43):
Landþröng er hjer mikil, so ábúandi hlýtur daglega um
slátt að láta sitja yfir kúpeníngi en inn setja um nætur, og á
vetur sauðfje í burt að koma.
Yfir engjar flýtur oftlega Kaldaklofsá og ber á þær leir
og grjót; sýnist bæði tún og engjar fyrir spjöllum liggja.
Bæjarstæðið hefir nú verið flutt og nafnið orðið breytt. Þórður
Tómasson lýsir staðháttum svo í örnefnaskrá úr landi Stóru-Borgar
(ritunartíma ekki getið):6
Klambra ... stendur til landnorðurs af Stóru-Borg, en áður
stóð hún norðan við Stóru-Borgarbæ hinn síðara, á bakka
Kaldaklifsár..., sem þar hefur nú farveg. Heitir þar Forna-
Klambra.
5Bæjatöl eru einnig til marks um rugling. Í íslenzku bæjatnli eftir Vilhjálm H. Finsen
(1885:42) eru bæimir í Suður-Þingeyjarsýslu og undir Eyjafjöllum nefndir Klömbrur,
en læknissetrið í Vesturhópi kallað Klömbur. Enn er þetta svo í Bæjatali á íslandi 1951,
en tíu árum síðar heita allir bæirnir Klömbur í Bæjatalinu. Samkvæmt örnefnaskrá
(í Ömefnastofnun íslands) er nú engin Klömbur lengur undir Eyjafjöllum, og ekki
einu sinni Klömbrur eins og í manntalinu 1816, heldur Klambra (og Forna-Klambra).
í íslensku vegahandbókinni 1998 er sá bær nefndur Klambra, og í Vesturhópi er einnig
komin Klambra (bls. 339), þar sem Klömbur var áður. Eini bærinn sem heldur því heiti
í bókinni er Klömbur í Aðaldal.
6Allar örnefnaskrár sem vitnað er til í þessari ritgerð eru varðveittar í Ömefna-
stofnun íslands.