Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 10 á hæð. En Víti, sem Noll lýsir líka, er einmitt austan megin við Leirhnjúks- sléttuna en Hvannstóðið vestan meg- in. Hugmyndin um Kröfluöskj una var ekki sett fram fyrr en 1972, en hafði blundað með Kristjáni og Karli Grönvold.3 Dimmuborgir urðu til þegar Laxár hraun yngra rann út í mun stærra Mývatn í eldgosi fyrir meira en 2.000 árum. Þetta eru töluvert ólík ar hraunborgir. Dimmuborgir eru völundarhús þar sem hægt er að villast og týnast. Fjærlægð er milli miklúðlegra og hárra drang- anna, stein tröllanna, sem hafa haft tíma til að veðrast og landið á milli þeirra að gróa. Þeir eru miklu hærri en borgirnar í Hvannstóðinu allt að 20 m að hæð. Yfirborðið er allt, sér stak lega ofan til, miklu hrjúfara. Sá Guðmundur Finnbogason andlit trölla og forynja í hverjum kletti, er hann var þar á ferð sumarið 1942. Stóðst hann ekki mátið en stökk upp á klett og hóf ræðu með þessum orðum: „Háttvirtu sam land ar álfar tröll og aðrir bergbúar.“ Hann kynnti svo næsta sumar Þorstein Jósepsson ljósmyndara og blaðamann fyrir þessum sam lönd um okkar og myndaði hann vanga svip þeirra.8 Í Hvannstóði liggja hraunborg- irnar þétt saman. Þar er engin hætta á að villast eða lenda í tröllahöndum. Hraun, sem rann þangað inn, komst ekki í burt aðeins niður í skálarnar sem það fyllti þó ekki. Helgi Hallgrímsson flokkaði Hvann stóð með merkustu minjum í Mývatnssveit þ.e. í flokki 1.11 Á Nátt úruverndarkorti Mývatns- sveit ar er Hvannstóð talið í flokki merk ustu náttúruminja.12 Hvann- stóð nýtur sérstakrar verndar eins og önn ur eldhraun samkvæmt lög- um nr. 44/1999. Lög nr. 36/1974 um friðland sem samsvaraði Skútu- staða hreppi voru leyst af hólmi með nýjum lögum um friðun Laxár og Mývatns nr. 97/2004. Þau lög ná aðeins til næsta nágrennis vatnsins og árinnar. Kristján Sæmundsson segir: „Dimmuborgir eru n.k. hraunbóla í Laxárhrauni yngra, hlaðin upp úr þunnum hraunskánum. Hraun ból an er næstum hringlaga um 2 km í þvermál.“ … „Miðsvæðis í bólunni hefur verið hrauntjörn og runnið þunnar hraunskvettur út til hlið- anna. Þannig hefur bólan smám sam an byggst upp. Aðfærslan að henni hefur verið niðri í hrauninu ofan frá Þrengslaborgum. Þar hefur komið að hrauntjörnin brast fram (um Borgarás). Hemað hefur yfir hana og sjást hraunskarir innanvert í tjarnarstæðinu og á gas- eða gufu- strompum þar sem pústað hefur upp úr hrauntjörninni. Neðan við hraunskarirnar sjást klóruför þar sem hraunstorkan hefur strokist 14. mynd. Gildar súlur halda uppi hraunþaki í syðri skálinni. Borgirnar í nyðri skálinni sjást fyrir miðri mynd. Árið 1981 rann hraun þar á milli. Ljósm./Photo: Sigmunda Hannesdóttir, 1978. 16. mynd. Jón Jónsson jarðfræðingur (3.10.1910–29.10.2005) í Skælingum. Ljósm./ Photo: Bergþóra Sigurðardóttir, 1996. 15. mynd. Mjúkar línur í hörðu efni. Hraðkælt hraun í nyðri skálinni. Ljósm./Photo: Sigmunda Hannesdóttir, 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.