Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags við í undanhlaupinu (10. mynd). Í Dimmuborgum finnst nokkuð af gjalli og mikið af kleprum sem bendir til að þær séu í ætt við gervigíga, þó svo að þróunin hafi orðið önnur.“3 Árni Einarsson segir: „Þó eru gjallbingir milli Mývatns og Dimmuborga, m.a. á vestur- barmi Dimmuborga, og eru þar kísil- gúrleifar sem ættaðar eru úr hinu forna vatni.“5 Jón Jónsson og Dagur Jónsson hafa lýst Litluborgum við Helgafell í Hafnarfirði.9 Þær eru rétt austan við línuveginn og voru friðlýstar sem náttúruvætti 3. apríl 2009 til að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Má segja að þær séu vasaútgáfa af Hvannstóði. „Þær afmarka mis- víðar rásir, hella, sem sums staðar eru á tveimur hæðum. Þakið yfir rásunum er um 35–40 cm á þykkt. Yfirborðið er slétt. Súlurnar eru misgildar holar að innan hrað- kældar en ekki glerjaðar. Veggir þeirra eru misþykk ir en mest 15–20 cm. Innanmál þeirra er mest um 12–20 cm en fjarar út þegar upp að þakinu kemur. Við teljum súlurnar vera myndaðar kringum gasstraum, væntanlega eink um vatnsgufu, sem frá botni hraunsins hefur ruðst upp gegnum hraunkvikuna. Við það var svo mikil kæling að rásin stóð eftir sem strompur.“ Kísilgúr var líka til staðar sem sönnun þess að þar hafi verið vatnalíf. Þeir segja hrauntjörn- ina hafa virst vera í fyrstu undir þaki en það á líka við um Hvannstóð (12. mynd). Jón nefnir Katlahraun, Dimmuborgir, Drangadal, Sappa og Skælinga sem áþekkar myndanir. Hér má bæta við Hvannstóði og hraunborgum í Yngra Laxárhrauni en það eru; Klasar og Strípar við Kálfaströnd og Viðarkvosir í Mark- hrauni norðan við Höfða, en þær minna á Dimmuborgir. Jón Jónsson var leiðsögumaður í ferð Ferðafélags Íslands um Skaftár- hrepp 1996. Var þá komið í Skælinga sem Jón hafði áður nefnt, sem sams konar myndun og Litluborgir, og hann fýsti að rann saka betur. Hann vissi hins vegar ekki um Hvannstóð. Sappar og Skælingar eru yngstir þessara myndanna afsprengi Skaftár- elda. Um Skælinga segir í vega- safni Ferðaklúbbsins F4x4: „Orðið skælingar merkir skakkar og skældar tennur en á þessu svæði hefur þunn- fljótandi hraun verið í aðhaldi og byrjað að storkna en svo hefur stíflan brostið og hraunið runnið burt. Eftir standa hraun skækl ur eins og ófrýni- legar skakkar tennur.“ Tracy Gregg jarðvísindamaður í Buffalo hefur áhuga á hraunmynd- unum og hraunstöplum jafnt á sjávarbotni jarðar og himinhnöttum. Hún hefur einmitt lýst Skælingum13 og hefur rannskað „The east Pacific Rise“ sem Guðmundur Sigvaldason vitnar í í Áföngum 1985 í grein um Mývatn: „Ég veit um tvo staði aðra í heiminum með hraunmynd- unum á borð við þær sem við sjáum í Dimmuborgum. Annar staðurinn er hér norðan við Reykjahlíðarfjall og heitir Hvannstóð. Hinn staðurinn fannst við djúpköfun á botni Kyrra- hafs ins á eldvirku svæði.“14 Síðan þetta var skrifað hefur komið í ljós að stöplar (e. pillars) myndast stöðugt í nýjum hraunum á sjávarbotni á miðhafshryggjum.15 Vilji maður leita að stöplum og súlum á netinu lendir maður ýmist á hafsbotni eða inn í hraunhellum. 18. mynd. Lömbin sem tóku á móti okkur 1978. Hraunið sem rann árið 1981 fór yfir þetta svæði. Borgirnar i nyðri skálinni ofar á myndinni. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir, 1978. 17. mynd. Borgin sem við kölluðum Kastala. Ljósm./Photo: Sigmunda Hannesdóttir, 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.