Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 25
25 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón Viðar Sigurðsson Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 25–38, 2013 Berghlaup við Morsárjökul Veturinn 2006−2007 féll mikið berghlaup á innanverðan Morsár jök ul sem er skriðjökull inn af Morsár dal, norðaustan Skaftafells. Hlaupið er það stærsta frá berg hlaupi sem varð við Steinsholtsjökul í janúar árið 1967.1 Upptök hlaups- ins eru í brattri fjallshlíð inn af Birki dal, í 660 til 1.010 m hæð yfir sjó. Megin- orsök hlaupsins er sprungur sem skera hlíðina, skil milli berg gerða ásamt greftri Morsárjökuls sem skilið hefur eftir bratta hlíð. Um 2,1 milljón m3 af bergi féll í hlaup inu sem samsvarar um 5,5 milljónum tonna. Bergbrotin féllu á brattan jökulinn neðan eystri ísfoss ins efst á Morsárjökli. Þar tekur hlaup ið form bergflóðs þegar efnið flæðir líkt og vökvi yfir innanverðan skriðjökulinn. Flóðið veldur ekki rofi á jökulísnum og myndar að lokum vel afmarkaðan skriðuflekk. Jaðar hans var í um 2,1 km fjarlægð frá upptökunum þar sem skriðan náði lengst. Fyrstu vikurnar eftir hlaupið náði íshrun frá Vatnajökli að hylja efsta hluta urðarinnar allt niður und ir 500 m hæð yfir sjó. Eftir það var berghlaupsurðin allt að 1.370 m löng og 610 m breið. Flatarmál henn ar var um 719.500 m2. Urðin einangrar jökulísinn undir og dreg ur verulega úr bráðnun hans samanborið við ísinn utan urðar inn ar. Við upphaf sumarbráðnunar í byrjun júní 2007 tók að myndast ísstallur undir urðinni og fór hann sífellt hækkandi fyrstu fjögur árin. Í september 2011 var ísstallurinn orð inn um 35 m hár fremst og 6−20 m hár undir innsta hluta urðarinnar. Skriðuurðin hefur gefið gott tæki færi til að fylgjast með skriðhraða Morsárjökuls. Inngangur Eitt af einkennum Öræfa er skrið- jöklarnir sem ganga frá Vatna jökli og Öræfajökli allt niður á láglendið og eru sporðar sumra þeirra í næsta nágrenni við bæi og mannvirki. Breyt ingar á stöðu jöklanna sam- hliða veðurfarsbreytingum eru tölu verðar og hafa um leið áhrif á ásýnd sveitarinnar. Einn af skriðjöklunum er Morsár- jökull (1. mynd). Hann þykir ein- stak lega fagur og sérstakur, ekki síst vegna ísfossanna og þeirrar fögru umgjarðar sem hann býr í. Jökullinn hefur því lokkað til sín fjölmarga náttúruskoðendur og vísindamenn. Jafnvel snemma á 20. öld lögðu ferða langar leið sína að Morsárjökli líkt og sjá má á 2. mynd sem tekin var af óþekktri enskri frú. Veturinn 2006–2007 urðu umbrot við Morsárjökul þegar mikið berg- hlaup féll á jökulinn. Þetta gerðist þegar stór bergfylla losnaði og féll niður bratta hlíð og skilaði mikilli urð niður á skriðjökulinn þar sem hún rann síðan töluverða leið á yfir- borði hans. Þessum atburði verður lýst hér, orsökum hans og ferðalagi skriðu- eða berghlaupsurðarinnar með jöklinum. Hugtakið berghlaup á við um nokkr ar gerðir af stórum skriðu- föll um. Ein þeirra er bergflóð (e. rock avalanche) og á sú gerð við um skriðuna við Morsárjökul. Hér verður þó notast við samheitið berg hlaup. Ekki er óalgengt að skriður og berg hlaup falli út á skriðjökla, hvorki hér á landi né erlendis. Fjöl- mörg dæmi um stór berghlaup má t.d. finna í Himalajafjöllum, Ölp un- um, Kanada og Alaska. Í Alaska féllu til að mynda þrjú umfangsmikil berghlaup á Black Rapids-skrið- jökulinn í kjölfar jarðskjálfta árið 2002.2 Á Íslandi eru nokkur dæmi um skriðuföll út á skriðjökla á 1. mynd. Flugsýn yfir Morsárjökul og berghlaupið, 9. ágúst 2011. – Oblique aerial image of Morsárjökull and the rock avalanche debris on August 9 2011. Ljósm./Photo: J.V.S. Ritrýnd grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.