Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á endum út frá rannsókna bátnum Sæmundi fróða. Kafarar syntu síðan eftir sniðunum og töldu krabba á meters bili sitt hvoru megin við spottann og tíndu í neta poka alla þá krabba sem þeir náðu. Krabbarnir voru síðan kyngreindir og lengdar- mældir um borð í Sæmundi fróða. Hvalfjörður í júlí 2011 Tveir kafarar mátu þéttleika krabba á fyrirfram ákveðnum sniðum á svæði M2 norðan Hvammsvíkur (4. mynd A). Byrjað var á að telja krabba á tveimur 50 m löngum snið um. Þegar í ljós kom hversu hratt talningin gekk, og einnig sökum þess að ekki fundust krabbar á fyrstu sniðunum, voru síðustu þrjú sniðin lengd í 100 m. Samhliða sniðtalningum kafaranna voru gildru veiðar stundaðar til saman- burðar. Fjórir gildrustrengir voru lagðir á sömu snið og kafað var eftir, ferhyrndar Carapax og litlar kón- ískar gildrur voru lagðar til skiptis á strengina. Beitt var með þorski og ufsa. Gildranna var svo vitjað eftir tvo sólarhringa og aflinn kyn- greind ur og lengdarmældur. Sundin við Reykjavík í október 2011 Fjórir kafarar mátu þéttleika á svæð inu þar sem merkingar höfðu farið fram. Alls voru tekin fjögur snið, 200 m hvert. Ekki voru lagðar gildrur samfara sniðtaln ing um í október. Þéttleikamat Við þéttleikamat í merkinga- til raun um var gert ráð fyrir að stofnarnir væru „lokaðir“ (e. closed populations). Það þýðir að yfir merk- ingartímabilið (10–14 dagar) er áætlað að dauði eða brottflutn- ingur/innflutningur á svæðið sé óverulegur.37 Til að meta stofn stærð- ina voru notuð líkön sem má rekja til vinnu Otis o.fl.38 um að skild ar endurteknar merkingar. Líkönin geta innihaldið allt að þrjár breytur sem útskýra líkur á að veiðast innan rannsóknarinnar; tímaháð áhrif (t), misleitni milli hópa (h) og hegðunarleg áhrif (b).39 Í heildina er því um 8 mismunandi líkön að ræða; M0 (enginn breyti leiki), Mt, Mh, Mth, Mb, Mtb, Mbh og Mtbh. Vinnan var unnin í forrit inu R og notaður var tölfræðipakkinn Rcapture.39 Niðurstöður Merkingar og endurveiði Hvalfjörður Í heildina veiddust 174 krabbar í fjórum veiðiferðum í maí og júní, þ.e. 139 grjótkrabbar, 15 bogkrabbar og 20 trjónukrabbar (1. tafla). Alls veiddust 64 krabbar á svæði M1 (30 grjótkrabbar, 15 bogkrabbar og 19 trjónukrabbar). Á svæði M2 veidd- ust alls 120 krabbar (112 grjótkrabbar og 8 trjónukrabbar). Allir grjót- krabb ar sem veiddust voru merktir og þeim sleppt aftur. Af þeim veidd ust 3 einstaklingar aftur (2,2% endurheimtur) á veiðitímabilinu og komu þeir allir af svæði M2. Of fáir grjótkrabbar endurveiddust til að hægt væri að meta þéttleika með töl fræðilíkönum. Að meðaltali voru grjótkrabbarnir 10,6 cm að skjaldarbreidd, og var stærðardreifing þeirra frá 7,7–15,0 cm. Meðalþyngd grjótkrabba var 179 g, og var þyngdardreif ingin frá 57–487 g. Fram til þessa hafði ekki fengist stærri grjót krabbi en 14,2 cm við Ísland. Þrír toppar virð ast vera í stærðardreifingu karlkyns grjótkrabba, þ.e. einn rétt undir 9 cm, einn rétt undir 12 cm og einn í tæpum 13 cm (6. mynd ), en þetta gæti verið vísbending um árganga. Kvendýr voru í minnihluta í afla, eða um 23,7%. Rúmur helmingur veiddra kvendýra, 17 af 33, var með egg eða eggjaleifar (1. tafla). Bogkrabbar voru að meðaltali 6,4 cm að skjaldarbreidd, og var stærð ar dreifing þeirra frá 5,1–8,0 cm. Trjónukrabbar voru að meðaltali 8 cm á skjaldarlengd, og var stærðar- dreifingin 5,9–10,2 cm. Eins og hjá grjótkrabbanum voru kvendýr í minnihluta í afla bæði hjá bog- krabba og trjónukrabba (1. tafla). Sundin við Reykjavík Alls veiddust 2.237 krabbar í fimm veiðiferðum. Af þeim voru 1.570 grjótkrabbar, 475 bogkrabbar og 192 trjónukrabbar (2. tafla). Af þeim 1.570 grjótkröbbum sem veiddust voru 1.167 merktir og sleppt að lokinni merkingu. Alls veiddust 38 einstaklingar aftur á veiðitímabilinu (3,3% endurheimtur) og veiddist einn einstaklingur tvisvar sinnum. Fjöldi grjótkrabba á athugunar- svæð inu var metinn 25.682 (95 % öryggismörk: 19.282 og 35.510) skv. besta líkani sem tekur tillit til 1. tafla. Heildarafli gildruveiða og fjöldi dreginna gildra í Hvalfirði í maí og júní 2011. − Total catch and number of traps in Hvalfjörður in May and June 2011. Heildarfjöldi − Total catch KK − Male KVK (með egg) − Female (with eggs) Fjöldi gildra − Number of traps Grjótkrabbi Cancer irroratus 139 106 33 (17) 160 Bogkrabbi Carcinus maenas 15 14 1 160 Trjónukrabbi Hyas araneus 20 16 4 (3) 160 Heildarfjöldi − Total catch KK − Male KVK (með egg) − Female (with eggs) Fjöldi gildra − Number of traps Grjótkrabbi Cancer irroratus 1.570 1.229 341 (1) 100 Bogkrabbi Carcinus maenas 475 415 60 100 Trjónukrabbi Hyas araneus 192 177 15 (5) 100 2. tafla. Heildarafli gildruveiða og fjöldi dreginna gildra á Sundunum í september 2011. − Total catch and number of traps at Sundin in September 2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.