Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 56
Náttúrufræðingurinn 56 hans var 0,63. Eigingildi 2. áss greiningarinnar var 0,14. Eigingildi er alltaf tala milli 0 og 1, því hærra sem eigingildið er því mikilvægari er viðkomandi ás í hnituninni.23 Við greininguna koma fram tveir nokkuð afmarkaðir hópar (7. mynd). Annars vegar eru það skógarreitirnir þrír úr Viðey sem eru lengst til hægri á grafinu og hins vegar allir þrír reitirnir á blásnu landi á suður bakka. Hinir reitirnir mynda ekki greinilegar þyrpingar. Mestur gróðurfarslegur munur er á reitum úr Viðey, sem eru allir hægra megin á hnitunargrafinu, og á reitum á blásnu landi á suðurbakka árinnar. Þar á milli eru svo reitir á norðurbakka árinnar og reitir á gamalgrónu landi á suðurbakkanum. Samband umhverfis- og gróður- þátta við hnitunarása sýna megin- drætti í gróðri og umhverfi (7. mynd). Af mælibreytum sýndu gróð ur hæð, háplöntuþekja, sýrustig, fjöldi tegunda í reit, fjöldi tegunda í smáreit og glæðitap sterkasta sam- svörun við gróðurmynstur eins og það birtist í hnituninni. Samband ið má ráða af lengd og stefnu örvanna. Nokkur samsvörun var einnig við heildarþekju og fléttuþekju en sam- svörunin var mjög takmörkuð fyrir mosaþekju. Gróðurhæð, háplöntu- þekja og heildarþekja aukast að jafn aði ef farið er frá vinstri til hægri á grafinu og sama er að segja um glæðitap. Sýrustig hækkar í gagn stæða átt. Allar þessar breytur fylgja breytileika á 1. ási. Tegundafjöldi tengist fremur breytileika á 2. ási. Bæði fléttu- og mosaþekja sýna litla samsvörun við tegundasamsetningu í reitum. Birkið í Viðey – hæð og þéttleiki Mesta yfirhæð þeirra trjáa sem mæld voru í reitunum þremur í skóginum í Viðey reyndist vera 4,5 m en lengd þess stofns var 5,6 m. Þéttleiki birkitrjáa var mjög misjafn eftir reitum (4. tafla) en lítill munur var á meðalfjölda stofna á einstakling eða frá 3,6 (V4) til 4,0 (V1). Fornleifar Við rannsóknir í eynni fannst grasi gróin, hringlaga rúst u.þ.b. 2,5–3,0 m í þvermál og 30–50 cm há norð- austast í stærri graslendisrjóðr inu, vestarlega á eynni (8. mynd). Umræða Gróður í Viðey Athuganir okkar í Viðey sýna að þar eru fjórar megingerðir gróðurs; birkiskógur, graslendi, mólendi og strandgróður. Þótt kortlagning hafi ekki verið gerð er ljóst að birki- skóg urinn þekur langstærstan hluta eyjar innar. Næstur að flatarmáli er strandgróðurinn en mólendið er langminnst. Í Viðey voru alls skárðar 74 teg undir háplantna. Þetta verður að teljast allmikið, einkum í ljósi þess að í eynni er landbreytileiki frekar lítill. Í Viðey eru t.d. hvergi klettar, votlendi eða uppsprettur sem myndi auka á tegundafjöldann. Tegundir í Viðey eru þó færri en í beitarfriðuðum eyjum í svipaðri hæð yfir sjó sem kannaðar hafa ver- ið á Norðausturlandi sérstaklega ef tekið er tillit til stærðar. Í Helleyju og Helleyjarhólma í Laxá í Aðaldal sem eru 0,3 og 0,05 ha hafa t.d. verið skráðar 85 og 69 tegundir33 en báðar þessar eyjar eru í um 110 m hæð 4. tafla. Niðurstöður birkiskógmælinga. Sýndur er fjöldi einstaklinga og stofna á hektara. Að auki er sýnd yfirhæð hvers mælireits. – Results of the birch woodland measurements, displayed as number of individuals and stems per hectare. The final column shows the height of the tree with the thickest stem for each measured field. 8. mynd. Í stærri gralendisblettinum, vestarlega í Viðey, fannst hringlaga rúst. Rústin er fyrir miðri mynd. – An old ruin was found in the larger grassland in the western part of Videy Island. The ruin is in the midground of the photo. Ljósm./Photo: Sigurður H. Magnússon. Reitir í Viðey – Plots in Videy Island Fjöldi einstaklinga á ha. – No. indivituals per hectare Fjöldi stofna á ha. – No. stems per hectare Yfirhæð – Dominant height (m) V1 3.800 15.000 4,5 V2 800 3.000 2,5 V4 1.400 5.000 4,3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.