Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 58
Náttúrufræðingurinn 58 á Hörgslandi á Síðu. Á Bretlands- eyj um hefur beit greinilega mikil áhrif á geithvönn því að á beittu landi finnst hún yfirleitt sem smáplöntur eða vanþroska einstakl- ingar.41 Hér á landi er lítið vitað um hversu mikið sauðfé sækir í bugðu- punt sem var mjög algengur í eynni en ekki á samanburðarsvæðunum. Á Bretlandseyjum er hann bitinn af sauðfé.41 Hann er talinn þola sauð- fjárbeit frekar illa og eykst því þegar land er friðað.47,48 Við rannsókn á áhrifum um 30 ára friðunar í Húsa- fellskógi reyndist hann vera í hópi þeirra tegunda sem stóðu í stað við friðun49 sem bendir til að hann sé ekki mjög eftirsóttur af sauðfé. Munur á gróðri eyjarinnar og bakkasvæða kom einnig fram í því að nokkrar tegundir voru mun algeng ari og þekjumeiri á saman- burðar svæðunum en í eynni, eink- um þursaskegg, blávingull, tún ving- ull og blóðberg (2. tafla). Þursa skegg er talin vera léleg beit ar planta4,6 og rannsóknir hafa sýnt að það er yfirleitt lítið bitið af sauðfé10,44 sem skýrt getur meiri þekju á bakka- svæðum en í eynni. Vinglar eru hins vegar oft talsvert bitnir af sauðfé8,9,10,44,50 og er tún- ving ullinn t.d. talinn vera ein þeirra tegunda sem sauðfé velur einna helst10. Meiri þekja þessara gras teg- unda á bakkasvæðum getur aftur á móti að hluta til verið afleiðing beit ar. Grös eru oft betur aðlöguð beit en jurtir því vaxtarvefur í blöð um grasa liggur neðar í plöntunni og er betur varinn en hjá jurtum.51 Beitin getur því beinlínis stuðlað að viðhaldi grasa í beiti- lönd um bæði vegna þess að hún heldur niðri hávaxnari tegunum og þau þola beitina tiltölulega vel. Blóðberg er lágvaxin og skriðul tegund sem þolir illa samkeppni við hávaxinn gróður.41,52 Blóðbergið vex yfirleitt í opnu og grýttu landi og er venjulega ekki eftirsótt til beitar.41,50,53 Meiri útbreiðsla blóð- bergs á bakkasvæðum en í eynni má væntanlega rekja til þess að á bökkunum er gróður frekar lágvax- inn (3. tafla) og búsvæði fyrir hendi sem henta tegundinni betur en í hávöxnum gróðri eyjarinnar. Gróður á bakkasvæðunum ber ýmis merki þess að sauðfjárbeit er ekki lengur til staðar. Á norðurbakka eru t.d. elftingar og möðrur áberandi en sauðfé sækir talvert í þær.8,9,10 Gróður á suðurbakka árinnar er einn ig að breytast vegna minni beit ar. Dæmi um það er landnám birkis og víðis á því landi sem blásið hefur upp. Tegundafjöldi er þar nokk ur en fáar tegundir höfðu mikla þekju. Í gamalgrónu mólendi á suðurbakka var einnig talsvert af gulmöðru, krossmöðru og vallelft ingu sem einnig er vísbending um frekar litla beit. Gróður á blásnu landi á suður- bakka er talsvert ólíkur gróðri á öðrum svæðum en þar eru týtulín- gresi, krækilyng og blóðberg algeng- ari en annars staðar (2. tafla). Allar þessar tegundir eru sennilega lítið bitnar af sauðfé.50,53 Þarna er land augljóslega að gróa eftir uppblástur sem skýrir tilvist þessara tegunda en þær eru allar algengar á melum og á landi á fyrstu stigum fram- vindu53. Jarðvegur Í Viðey og á viðmiðunarlandi á bökk unum er þykkur áfoksjarð- vegur. Svæðið er aðeins um 24 km frá toppgíg Heklu og væntanlega hefur talsvert borist af ösku frá fjall- inu í aldanna rás. Eins má gera ráð fyrir að áfoksefni hafi borist í veru- legum mæli af eyrum Þjórsár og úr Þjórsárdal sem skýrir þennan þykka jarðveg. Glæðitap er í samræmi við þetta og er t.d. mjög svipað og á grónu landi á miklu áfokssvæði við Heygil á Hrunamannaafrétti11. Sýru stig er fremur lágt miðað við mæl ingar sem gerðar hafa verið við vistgerðarannsóknir á hálendi Íslands en í mólendisvistum hálend- isins reyndist pH vera að meðaltali frá 6,23 (víðikjarrvist) upp í 6,45 (víðimóavist).23 Bæði glæðitap og sýrustig á blásna landinu á suðurbakka Þjórsár endurspeglar mikið áfok og að land er á upphafsstigum fram- vindu en þar var sýrustig hæst (5,95) en glæði tap lægst (3,5%) af þeim gróður flokkum sem greindir voru (3. tafla). Lokaorð Niðurstöðurnar sýna að gróður Viðeyjar er mjög frábrugðinn gróðri á bökkum Þjórsár sem vafalaust má að mestu leyti rekja til mismunandi landnýtingar. Gera má ráð fyrir að á landnámstíð hafi bakkarnir líkt og eyin verið skógi vaxnir. Skógur bakkanna hefur síðan horfið og beit og uppblástur mótað landið þar líkt og annars staðar á þessum slóðum. Áhrif manna á gróður í eynni eru örugglega einhver eins og frásagnir um nýtingu og rústin sem fannst í eynni ber með sér. Graslendis blett- irnir í eynni gefa einnig vísbendingu um að þar hafi skógur verið höggv- inn og land jafnvel verið beitt. Rann sóknir á rústinni og jarðvegi eyjarinnar gætu varpað ljósi þar á. Þrátt fyrir nokkur áhrif manna á gróður og annað lífríki eyjarinnar má reikna með að eyin sé gott dæmi um og gefi innsýn í það vistkerfi sem var ráðandi við Þjórsá fyrr á öldum. Viðey í Þjórsá var friðlýst 24. ágúst 2011. Markmið friðlýsingar- innar er að vernda náttúrulegan, lítt snortinn og gróskumikinn birki- skóg inn í eynni ásamt því lífríki sem honum fylgir, en einnig að vernda erfðaeiginleika og erfðafjöl- breytileika birkisins og annars gróðurs í eynni. Með friðlýsing- unni er einnig verið að undirstrika sérstak lega vísinda- og fræðslugildi eyjarinnar (friðlýsingar skilmálar).54 Höfundar telja það mikið ánægju- efni að eyin hafi verið friðlýst með þessum hætti. Friðlýsingin ætti að tryggja að skógur Viðeyjar og það lífríki sem honum fylgir fái að vera í friði fyrir beinum áhrifum manna og geti í framtíðinni gefið upplýs- ingar um það vistkerfi sem áður var algengt á þessum slóðum en er nú að mestu eytt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.