Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 67
67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
að meta hlutfalls lega stærð 2005
og 2006 árganganna árin 2007 til
2009 áður en beinar mælingar
á varpárangri hófust 2007 með
holumyndavélum.
Lundinn verpir í holur og eru
holurnar flokkaðar eftir því hvort
þær eru í ábúð eða ekki. Ábúðar-
hlutfall rannsóknahola (hlutfall
hola í ábúð) var kannað frá og
með 2007 með holumyndavélum
(Sea Snake frá Ridgid og Peep-a-
roo frá Sandpipertech Inc.) þar
sem linsan ásamt innrauðu ljósi
er á enda barka sem þræddur
er inn í holurnar. Árið 2007 var
ábúðarhlutfall athugað á þremur
stöðum í Stórhöfða, á Heima ey
og í Elliðaey. Síðan var bætt við
rannsóknaholum í Álsey, tveimur
rannsóknasvæðum á Heima ey og
holum fjölgað í Elliðaey (3. mynd).
Þó var hvorki farið út í Álsey og
Elliðaey sumarið 2011 né Álsey
2012. Heildarholufjöldi í öll um
Vestmannaeyjum er talinn vera
um 1.120 þúsund.26 Stærð varp-
stofns lunda hverju sinni er metin
sem margfeldi ábúðarhlutfalls og
heildarholufjölda og varpárangur
byggir á afdrifum eggja og unga í
varpholum. Þess skal getið að áður
útgefnar tölur um varpárangur
2007–2009 (17–19% unga/egg)28
eru hér endurskoðaðar. Breyttar
aðferðir leiða til þess að nýtt mat
á varp árangri er hærra en áður var
talið. Viðkoma er skilgreind sem
hlutfall á milli fjölda pysja sem
komst á legg og heildarfjölda varp-
hola í eyjunum.
Frá árinu 1971 og fram til dagsins
í dag eru til upplýsingar um fjölda
pysja sem fundist hafa í Vestmanna-
eyjabæ, sem gefur vísbendingar um
ungaframleiðslu í Vestmannaeyjum.
Upplýsingarnar koma úr þremur
áttum. Í fyrstu hélt Sigurgeir Sig-
urðs son bókhald um pysjur sem
hann merkti á árunum 1971–1993
og árið 1991 hófu feðgarnir Óskar
J. Sigurðsson og Pálmi F. Óskarsson
merkingar á pysjum. Í þriðja lagi
byrjaði Þekkingarsetur Vestmanna-
eyja í samvinnu við Fiska- og nátt-
úru gripasafn Vestmannaeyja vökt un
árið 2003 sem heitir Pysju eftirlitið,
en þar er safnað gögnum um fjölda
pysja sem finnast á Heima ey (www.
lundi.is).
Fjöldi pysja sem komist hefur
á legg á hverju ári undanfarin
ár var áætlaður og voru kvörðuð
saman þau þrjú gagnasöfn sem
hand bær eru þegar þau skarast í
tíma. Notað var tímabilið 1991–
1993 fyrir gögn Sigurgeirs annars
vegar og Óskars og Pálma hins
vegar. Til að bakreikna veiði Óskars
og Pálma þarf að margfalda gögn
Sigurgeirs með stuðlinum 1,471 en
til að framreikna veiði Sigurgeirs frá
1994 var margfaldað með 0,679. Að
lok um voru gögn úr Pysjueftirlitinu
(PE) bakreiknuð með því að nota
að hvarfsjöfnu sem lýsir tengslum
milli þeirra og pysjufjölda Óskars
og Pálma 2003–2007 (PE = 235 +
1,726X, R2 = 0,50, P < 0,01).
3. mynd. Fjögur svæði þar sem sandsíli er rannsakað (stöðvar sjást sem dökkir punktar í
skyggðu flötunum); 1. Breiðafjörður, 2. Faxaflói, 3. Vestmannaeyjar austur að Vík í Mýrdal
og 4. Ingólfshöfði. Stækkaða myndin sýnir Heimaey, sem er stærst Vestmannaeyja, og aðrar
eyjar þar sem fylgst var með varpi lunda. – A map of west and south Iceland showing the
four main areas monitored for sandeel (individual stations are shown as dots within the
shaded areas), 1. Breiðafjörður, 2. Faxaflói, 3. Vestmannaeyjar islands east to Vík in Mýr-
dalur and 4. Ingólfshöfði. The insert shows Heimaey, the largest island in the Vestmannaeyjar
archipelago, and a couple of other islands used for monitoring puffins.
1. tafla. Umfang gagnaöflunar vegna lundarannsókna 2007– 2012. Fjöldi varphola, fjöldi
unga og eggja auk fjölda veiddra og aldursgreindara fugla. – An overview of data collected
on Atlantic puffins 2007–2012. Number of breeding burrows, number of eggs and chicks,
and number of birds harvested and aged.
1 Rannsóknaholum í Álsey og Elliðaey sleppt. 2 Vantar hluta veiði í Heimaey. 3 Veiðitími styttur úr 45 í 30 daga.
4 Veiðitími styttur í fimm daga. 5 Lundaveiði bönnuð (veitt og sleppt). – 1 Breeding burrows on the islands
Álsey and Elliðaey omitted. 2 A proportion of the catch on the island of Heimaey missing. 3 Hunting season
for puffins reduced from 45 to 30 days. 4 Hunting season further reduced to five days. 5 Hunting for puffins
banned (catch and release only).
2007 2008 2009 2010 2011 2012
Varpholur þar sem ábúð var könnuð
– Breeding burrows checked 139 334 258 258 125
1 196
Vaktað egg og/eða ungi
– Eggs and/or chicks monitored 77 202 136 192 29 100
Veiddir fuglar – Birds harvested 31.521 2 15.438 3 5.286 3 122 4 90 5 0 5
Aldursgreiningar – Birds aged 3.493 6.510 2.615 59 90 0