Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 9. mynd. Afdrif eggja og lundapysja 2007 og 2008. Lárétt lína sýnir varpárangur (ungi/egg), meðalklaktími er sýndur með lóðréttri línu. – The proportional offspring survival (chicks/eggs) in 2007 and 2008. Horizontal lines show the breeding success and vertical lines show the mean time of hatching. 10. mynd. Fæða lundapysja sem safnað var í byggðum á Heimaey og Elliðaey sumarið 2008, skipt eftir fæðuhópum og tímabilum. – Food of puffin chicks in breeding colonies on the islands of Heimaey and Elliðaey during three time periods in the summer of 2008. Besti varpárangur og viðkoma lunda var árin 2007 og 2012 þegar 22% og 16% varphola gáfu af sér full burða pysjur. Árin 2008 og 2009 var hlutfall eggja sem klöktust með skárra móti því hlutfallslega fá egg voru afrækt, en há dánartíðni pysja varð til þess að viðkoma varð einungis 13–14%. Sumrin 2010 og 2011 mældist hvorki varpárangur né viðkoma (3. tafla). Frá árinu 1971 fram til 2002 er gróflega áætlað að 3.000 pysjur hafi fundist að meðaltali á ári á Heimaey. Á tímabilinu skera árin 1978 og 1983 sig úr með fáum pysjum. Árin 2003 og 2004 fundust frekar fáar pysjur en síðan hrundi fjöldi þeirra sem fannst 2005 og var lítill þar til 2012 að fjöldinn varð áþekkur fjöldanum 2004 (6. mynd). Borin var saman meðalþyngd pysja og hlutfallslegur fjöldi merktra pysja sem endurheimtist fyrstu fimm árin eftir merkingu. Í ljós kom tilhneiging til þess að árgangar af léttum pysjum endurheimtust verr en árgangar þegar pysjur voru þyngri (7. mynd). Meðalþyngd pysja sem fundist hafa frá árinu 1996 hefur verið breytileg og verið á bilinu 190 til 312 g samkvæmt athugunum Gísla Óskarssonar og úr Pysjueftir litinu frá árinu 2003 (8. mynd). Viðkoma lunda í Vestmannaeyjum hefur frá því þessar rannsóknir hófust í besta falli verið slök niður í að vera engin árin 2010 og 2011. Einnig hefur komið í ljós munur á milli ára í ákveðnum þáttum varps- ins. Hæsta ábúðarhlutfall fékkst árið 2010 þegar orpið var í 74% af holum en síðan voru flest egg af rækt og þær fáu pysjur sem klöktust hafa líklega allar drepist (3. tafla). Samanburður á varpinu árin 2007 og 2008 leiðir einnig í ljós mun þar sem meira var um afrækt egg 2007 en árið á eftir. Dauðsföll af kvæma urðu þá áður en egg klöktust. Aftur á móti var dánartíðni pysja miklu meiri árið 2008 en 2007 því í byrjun ágúst 2007 hættu pysjur að drepast (9. mynd, 3. tafla). Ábúðarhlutfall og klaktími þessi tvö ár var sambærilegur en við koman varð um 50% betri árið 2007 en 2008 (3. tafla).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.