Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 74

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 74
Náttúrufræðingurinn 74 Við upphaf rannsóknanna sum- ar ið 2006 var aldurssamsetning sand síla við Vestmannaeyjar svipuð og á þremur öðrum svæðum við landið (3. og 13. mynd). Mest var af tveggja ára gömlu sandsíli en aftur á móti var minna af eldra síli við eyja rnar en annars staðar (13. mynd). Við Vestmannaeyjar og Vík fundust þó einungis 20 síli og voru tíu þeirra tveggja ára, fjögur voru eins árs og þrjú voru seiði frá vorinu 2006. Sum ar ið 2007 voru þriggja og fjögurra ára sandsíli mest áberandi ásamt seiðum annars staðar en í grennd við Vestmannaeyjar fundust einungis 22 fiskar og voru flestir þriggja og fjögurra ára. Sumarið 2008 var aldursdreifing sandsíla frá brugðin hinum árunum þar sem eins árs gömul sandsíli voru algeng- ust á öllum svæðum. Árgangurinn frá 2007 var ríkjandi við landið árin 2008 til 2011. Helstu frávikin frá því voru árin 2009 og 2010 þegar talsvert fannst af seiðum á öðrum svæðum en við Vest mannaeyjar en þessi seiði skil uðu sér reyndar ekki sem ný lið un árin á eftir. Sumarið 2012 einkenndist af því að fimm ára gömlum sand sílum af 2007 árgang- inum fór fækk andi og hlutfallslega mikið fékkst af seiðum (13. mynd). Fjöldi sandsíla á flatarmálseiningu, sem gefur vísbendingar um breyt- ingar í þéttleika, var mismunandi á milli ára, bæði á milli svæða og innan þeirra. Við Ingólfshöfða hefur þéttleiki minnkað stöðugt frá því að rannsóknirnar hófust. Árin 2006 og 2007 var nánast algjör ördeyða við Vestmannaeyjar en þéttleiki sandsíla jókst síðan til 2009 en hefur síðan minnkað aftur til fyrra horfs. Þétt- leiki hefur verið lítill á Breiðafirði öll árin en var þó mestur sumarið 2007. Í Faxaflóa var þéttleiki mestur árin 2006 og 2008 en lítill árið 2007. Sumar ið 2011 var þéttleiki sandsíla lægstur á öllum svæðum frá því athuganir hófust og árið 2012 var svipað að undanskildum Faxaflóa þar sem þéttleiki var talsvert mikill (14. mynd). Hlutfall ýsumaga sem innihalda sandsíli að haustlagi hefur farið lækkandi frá árinu 1999 og hefur verið í lágmarki frá árinu 2004, að undanskildu árinu 2007 (15. mynd). Umræður Gögn um aldur veiddra lunda í Vestmannaeyjum sýna að á síðustu öld hefur um helmingur af lunda- veiðinni verið fuglar á aldrinum tveggja til þriggja ára. Þessir fuglar eru ekki byrjaðir að verpa, og eru því geldfuglar. Aðrir veiddir fuglar eru fjögurra ára og eldri en talið er að flestir fjögurra ára lundar séu geldfuglar en flestir fimm ára og eldri séu varpfuglar.30 Aldurshlutfall fugla í veiðinni sumarið 2007 leiddi í ljós að fjöldi tveggja ára fugla var 14. mynd. Vísitala á þéttleika sandsíla sem fjöldi á flatareiningu samkvæmt veiði í plóg skipt eftir árum og rannsóknasvæðum. – An index of sandeel density as no. per m2 according to catch statistics from dredges by years and areas. 15. mynd. Hlutfall ýsumaga sem innihéldu sandsíli í rannsóknaleiðöngrum Hafrann- sókna stofnunar á árunum 1998–2012. Gögn frá þeim fjórum svæðum þar sem sandsíli hefur verið rannsakað eru sameinuð og heildarfjöldi maga hvert ár gefinn. Sýnd eru 95% öryggismörk hlutfalla. – The proportion (with 95% CI) of haddock Melanogrammus aeglefinus stomachs containing sandeel during autumn surveys in 1998–2012 of the Marine Research Institute. Data from four sandeel research areas are combined, with sample size (total no. of stomachs) shown at respective data points.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.