Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 89

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 89
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags nútíma lifnaðarháttum (lækkun meðalaldurs virðist byrja hjá arf- berum fæddum um 1850–1900) ýtir mjög undir mýlildismyndun í æðakerfinu myndu það reynast mjög váleg tíðindi. Mýlildi getur fallið út í taugavef, í æðakerfinu eða hvorutveggja (1. og 2. mynd). Um eða yfir 80% Alzheimer sjúklinga hafa þannig Aβ mýlildisútfellingar í heila- æðum en um 10–40% eldra fólks án Alzheimer sjúkdóms er talið hafa slíkar útfellingar í æðakerf- inu.17,18 Mýlildisútfellingar eru áhættuþáttur fyrir heilablæðingar og elliglöp, jafnvel frekar en útfellingar í taugavef er valda dauða taugafrumna.19 Um gríðarlegan heilbrigðisvanda er því um að ræða, sem farið hefur hljótt, mögulega vegna þess að litið hefur verið á ferlið sem eðlilega öldrun og engin meðferðarúrræði eru til staðar. Það er freistandi að velta fyrir sér hvort sambærileg aukning á mýlildisút- fellingum meðal aldraðra hérlendis hafi átt sér stað síðan um 1900 sbr. lækkun meðalaldurs sjúklinga með arfgenga heilablæðingu. Hér gæti samanburður milli landa einnig reynst gagnlegur. Vissulega má finna mun milli landa hvað varðar tíðni taugahrörnunar20, en fyrir því gætu verið margar ástæður s.s. líkur á greiningu. Ein þeirra er vissulega mismunandi lifnaðarhættir. Þannig getur umhverfið og lifnaðarhættir virkað hvetjandi eða letjandi á fram- gang mýlildissjúkdóma. Mikilvægt er að auðkenna þessa þætti. Eins og fyrr hefur verið minnst á er það þó ekki einungis mýlildið sjálft sem er megin eitrunarvaldur- inn í mýlildissjúkdómum – það er einkenni sem auðvelt er að lita fyrir í vefjum og endastöð í prótein- fjölliðunarferlinu lokastig. Sýnt hefur verið fram á að það eru í raun fjölliður af mýlildismyndandi próteinum sem eru skaðlegastar frumum. Einnig hefur verið sýnt fram á að myndbygging þessara fjölliða er skaðleg og sameiginleg þeim próteinum sem mynda mýlildi frekar en myndbygging hvers einstaks próteins.21 Þetta bendir til þess að eitrunaráhrifin séu sameiginleg og þá væntanlega varnarviðbrögð frumnanna og möguleg meðferðarúrræði. Tilurð hinna skaðlegu fjölliða er talið fyrsta skrefið í meinafræðinni. Ýmis kerfi í miðtaugakerfinu taka þátt í að hindra uppsöfnun skað- legra fjölliða. Þeim er m.a. eytt á ýmsan hátt eða þau eru flutt yfir í æðakerfið. Leitt hefur verið að því líkum að með auknum aldri hægi á þessum ferlum, sem svo leiði til sjúkdómsins. Skilningur á þessum ferlum er því nauðsynlegur til að hægt sé að hafa áhrif á framgang sjúkdómsins, en mögulega mætti minnka líkur á sjúkdómnum með því að viðhalda þessum ferlum eða auka virkni þeirra.    2. mynd. Mýlildi. Erfðabreyttar mýs er tjá sjúkdómsvaldandi manna Aβ. A) Viðmiðunar- mús, óerfðabreytt um 6 mánaða, sýndur er dreki (e. hippocampus). B) Erfðabreytt mús, litað er fyrir Aβ mýlildi. Sjá má útfellingar af próteininu. C) Erfðabreytt mús, um 12 mánaða. Sjá má stórar skellur af mýlildi. Kjarnar frumna er merktir með bláu. Myndir voru teknar af Dr. Fulvio Celsi, í samvinnu við höfund. – Amyloid. Trans- genic mice expressing mutant human Aβ. A) Control, hippocampus of a 6 months old non-transgenic mouse. B) Transgenic mouse stained for Aβ amyloid, Aβ plaques can be seen. C) A 12 month old transgenic mouse. Large plaques are detected. Cell nuclei are shown in blue. Pictures were taken by Dr. Fulvio Celsi and the author. BA C
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.