Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 6
Náttúrufræðingurinn 6 Botnþörungar Sagþang, Fucus serratus Linnaeus Sagþang (Fucus serratus) (4. mynd) er upprunnið við Atlantshafs- strendur Evrópu og barst að öllum líkindum til Íslands með mönnum. Fyrstu skráðu heimildir um sag- þang á Íslandi eru frá því um aldamótin 1900, í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði.25 Útbreiðslusvæði sagþangs nær nú frá Junkara- gerði skammt sunnan við Hafnir á utanverðu Reykjanesi norður um Mediopyxis helysia Kühn, Hargraves & Hallinger Mediopyxis helysia (3. mynd) fannst fyrst við Ísland árið 2007 í Breiða- firði og hefur fundist þar í allmörg skipti síðan.20 Tegundin fannst einnig í sýnum úr Tálknafirði frá árinu 2008 (Hafsteinn Guðfinnsson, munnl. uppl.) og í Hvalfirði fannst hún fyrst 2010. Tegundin M. helysia er nýlega uppgötvuð. Hún fannst fyrst við austurströnd Norður-Ameríku árið 1996 og barst til Helgolands í Norðursjó árið 2002.21 Á báðum þessum stöðum eru til samfelld gögn um svifþörunga marga ára- tugi aftur í tímann en tegundar- innar hafði aldrei orðið vart.22,23 Það er talið næsta víst að hún hafi borist í Norður-Atlantshafið, hugsanlega með kjölfestuvatni, um það leyti sem hún fannst í fyrsta skipti. Það er hins vegar enn ráðgáta hvaðan hún barst þar sem hún hefur ekki fundist annars staðar, enn sem komið er. Í Vaðhafi í Norður-Þýskalandi hefur M. helysia nú fest sig í sessi og hefur undanfarin ár vaxið upp í miklum þéttleika á sumrin. Hún hefur haft yfirhöndina í samkeppni við aðrar svifþörungategundir um næringu og ljós og við það hefur tegundafjölbreytni svifþörungasam- félagsins minnkað. M. helysia er því skilgreind þar sem ágeng tegund.24 og samfellt til Reykjavíkur. Sag- þang vex einnig í Vestmannaeyjum. Annað samfellt fjörusvæði með sag- þangi fannst nýlega í innanverðum Hvalfirði þar sem það hafði ekki vaxið áður. Erfðafræðilegar athug- anir benda til að sagþang hafi borist til landsins frá Noregi, nánar til- tekið úr Óslóarfirði, fyrir nokkur hundruð árum, en fyrst orðið hér vart um aldamótin 1900, og síðan borist tiltölulega nýlega frá Íslandi til Færeyja.26 Margt bendir til að sagþang hafi borist með skipum til landsins, einkum sú staðreynd að það fannst fyrst í námunda við hafnir. Sama er að segja um sag- þang í Færeyjum. Þar finnst það eingöngu í innanverðum Trongis- vágsfirði við stærstu höfn Suður- eyjar.27 Blendingar sagþangs og skúf- þangs (Fucus distichus) eru sérstak- lega algengir á svæðum þar sem tegundirnar hafa lifað stutt í nábýli hvor við aðra, þ.e. önnur tegundin hefur flust inn á búsvæði hinnar.28 Á Íslandi eru blendingar algengir, einkum í jaðri útbreiðslusvæðis sag- þangs.26 Á upprunalegu útbreiðslusvæði tegundarinnar í Vestur-Evrópu er sagþang talið víkjandi í samkeppni við þang- og þarategundir sem það keppir við um vaxtarstaði.29 3. mynd. Svifþörungurinn Mediopyxis helysia. Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson. 4. mynd. Sagþang (Fucus serratus). Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.