Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags seiða (Pleuronectes platessa) á uppeld- issvæðum.54,55,56 Skarkoli er verð- mæt nytjategund við Ísland og er hugsanleg ágengni sandrækjunnar hér því sérstakt áhyggjuefni. Fitjafló, Orchestia gammarellus (Pallas, 1766) Fjörumarflóin fitjafló (Orchestia gammarellus) (9. mynd) fannst fyrst hér við land í Fossvogi árið 1968.57 Síðan hefur hún fundist á allmörgum stöðum við Suður- og Suðvesturland og hefur meira eða minna samfellda útbreiðslu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Seinna hefur fitjaflóin einnig fund- ist á nokkrum stöðum við Vestfirði en er þar bundin við heitar upp- sprettur í fjörum.58 Á hverasvæð- unum nær tegundin fullum þroska á einu ári en það tekur hana tvö ár við Suðvesturland.59 Egg og ungviði fitjaflóar þroskast á kvendýrinu og losna ekki fyrr en þau geta bjargað sér sjálf í fjörunni, en engin sviflæg lirfustig eru til staðar. Dreifingar- möguleikar tegundarinnar eru því takmarkaðir og er talið líklegt að hún hafi borist til landsins með skipum frá Evrópu, hugsanlega með sandi eða fjörugrjóti sem notað hefur verið sem kjölfesta. Náttúru- legt útbreiðslusvæði fitjaflóar er frá norðurströnd Afríku allt norður að Þrándheimi í Noregi og að Fær- eyjum en hún finnst einnig við Nova Scotia í Kanada.60 Erfðarann- sóknir benda til að stofnarnir við Ís- land séu náskyldir innbyrðis og að þeir hafi borist tiltölulega nýlega frá Vestur-Evrópu.60 Praunus flexuosus (Müller, 1776) Ögnin (Mysidacea) Praunus flex- uosus (10. mynd) fannst fyrst hér við land árið 1970 í Skerjafirði við Reykjavík.61 Tegundin er nú mjög algeng við Suðvesturland þar sem hún lifir innan um þang og þara í fjörunni eða á grunnu vatni. P. flex- uosus finnst mjög oft með annarri al- gengri, innlendri ögn, Mysis oculata. Náttúruleg heimkynni P. flexuosa eru í Vestur-Evrópu, frá Svalbarða til Ermasundsstrandar Frakklands. P. flexuosus barst til austurstrandar Norður-Ameríku um miðja 20. öld, sennilega með skipum, og er talið líklegt að hún hafi borist hingað með sama hætti.61 Tiltölulega litlar rannsóknir hafa farið fram á ögnum við Íslandi fyrir fund P. flexuosus og er því erfitt að álykta um hvenær hún barst uppphaflega til landsins og hvaðan.62 Samlokur Sandskel, Mya arenaria Linnaeus, 1758 Sandskel (Mya arenaria) (11. mynd) er algeng í Evrópu63 og er talið hugs- anlegt að hún hafi borist þangað af mannavöldum, á 13. öld, frá aust- urströnd Norður-Ameríku þar sem tegundin á náttúruleg heimkynni.64 Fyrsti fundur sandskeljar við Ísland var í Hornafirði árið 195865 en skelin hefur fundist víða eftir það66 og náð hér fótfestu. Sandskelin hefur að öllum líkindum borist til Íslands með kjölfestuvatni og þá líklega frá Evrópu. Erfitt er að greina áhrif landnáms sandskeljar við Ísland á lífríkið en skelin er að öllum lík- indum í samkeppni við aðrar skelja- tegundir á sömu svæðum um fæðu og pláss. Hún er þó í tiltölulega litlum þéttleika66 og getur því varla talist ágeng hér við land, hvað sem verður í framtíðinni. Í Eystrasalti67 og í Danmörku68,69 er sandskel talin ágeng tegund og hefur valdið miklum breytingum á lífríki síðustu áratugina. Hjartaskel, Cerastoderma edule (Linnaeus, 1758) Hjartaskel (Cerastoderma edule) (12. mynd) er útbreidd víða í Norð- austur-Atlantshafi63 en fannst fyrst við Ísland í Faxaflóa árið 1948.65 Út- breiðslan hefur aukist mikið síðan en er þó bundin við Vesturland. Hjartaskel hefur líklegast borist til 9. mynd. Fitjafló (Orchestia gammarellus). Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir. 10. mynd. Ögnin Praunus flexuosus. Ljósm./Photo: Andreas Werth. 11. mynd. Sandskel (Mya arenaria). Ljósm./ Photo: Guðrún G. Þórarinsdóttir. 12. mynd. Hjartaskel (Cerastoderma edule). Ljósm./Photo: Guðrún G. Þórarinsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.