Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags danskir fiskifræðingar sig finna lirfur græna marhnúts víða úti fyrir Suður- og Vesturlandi82 en við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða lirfur litla marhnúts (Micrenophrys lilljeborgii).83,84 Talið er líklegt að græni marhnútur hafi borist nýlega hingað til lands með kjölfestuvatni (Jónbjörn Pálsson munnl. uppl.). Græni marhnútur er fremur sjaldgæfur og hefur einungis fundist við Suðvesturland. Hann telst ekki ágengur. Umræða og ályktanir Á síðustu áratugum hefur fjöldi framandi sjávarlífvera við Íslands- strendur aukist til muna. Vart hefur orðið fimmtán tegunda sem tilheyra svifþörungum, botnþörungum, krabbadýrum, samlokum, möttul- 15. mynd. Græni marhnútur (Taurulus bubalis). Ljósm./Photo: Jónbjörn Pálsson. dýrum og fiskum, og hafa sjö þeirra fundist á síðustu tveimur áratugum (1. tafla). Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar miklar rannsóknir á áhrifum framandi tegunda í sjó á innlendar tegundir eða búsvæðið þar sem þær taka sér bólfestu. Rannsóknir hafa þó sýnt að sagþang og svif- þörungurinn Heterosigma akashiwo eru eða hafa verið ágengar hér við land. Sagþang hefur orðið ríkjandi í sínu búsvæði og þangtegundir sem fyrir eru víkja,30,31 en H. akashiwo olli miklum fiskidauða.13 Um aðrar tegundir höfum við aðeins óbeinar vísbendingar eða engar. Þrjár þeirra, grjótkrabbi, sandrækja og flundra, eru hugsanlega þegar orðnar ágengar miðað við lifnaðarhætti þessara tegunda, útbreiðslu þeirra og hversu algengar þær eru orðnar. Hafkyrja, sandskel, glærmöttull og svifþörungategundin Mediopyxis helysia gætu orðið ágengar í fram- tíðinni þótt þær teljist það ekki nú. Þessar tegundir hafa orðið ágengar og jafnvel valdið skaða þar sem þær hafa numið land annars staðar í heiminum. Um aðrar tegundir vitum við lítið. Flutningsleið flestra þessara tegunda hefur að öllum líkindum verið kjöl- festuvatn. Um fjórar þeirra, þörungana sagþang, rauð- skúf og hafkyrju og mött- uldýrið glærmöttul, er þó líklegra að þær hafi borist sem ásætur á skipum, eða hugsanlega á kjölfestu- grjóti í tilfelli sagþangs. Lítið er vitað með vissu um hvaðan tegundirnar bárust til landsins, en þó má ráða af útbreiðslu nokkurra þeirra hvaðan þær koma. Sandrækja, og hjartaskel lifa eingöngu við strendur Evrópu og hafa því borist þaðan. Hins vegar hafði grjót- krabbi einungis fundist við austurströnd Norður- Ameríku þar til hann Tegund Species Fyrsti fundur First recorded Líkleg flutningsleið Probable pathway Ágeng Invasive Heimildir References Plöntusvif (phytoplankton) Heterosigma akashiwo 1987, SV-land Skip – Shipping Já – Yes 17 Stephanopyxis turris 1997, SV-land Skip – Shipping Nei – No 20 Mediopyxis helysia 2007, V-land Skip – Shipping Nei – No*** 20 Botnþörungar (macroalgae) Fucus serratus 1900,* SV-land Skip – Shipping Já – Yes 25 Bonnemaisonia hamifera 1964–75,** V-land Skip – Shipping Nei – No 32 Codium fragile 1974, SV-land Skip – Shipping Nei – No*** 35 Krabbadýr (crustacea) Cancer irroratus 2006, SV-land Skip – Shipping Mögulega – Potentially 41 Crangon crangon 2003, SV-land Skip – Shipping Mögulega – Potentially 48 Orchestia gammarellus 1968, SV-land Skip – Shipping Nei – No 57 Praunus flexuosus 1970, SV-land Skip – Shipping Nei – No 61 Lindýr (mollusca) Mya arenaria 1958, SV-land Skip – Shipping Nei – No*** 65 Cerastoderma edule 1948, SV-land Skip – Shipping Nei – No 65 Möttuldýr (tunicata) Ciona intestinalis 2007, SV-land Skip – Shipping Nei – No*** 70 Fiskar (fish) Platichthys flesus 1999, SV-land Skip – Shipping Mögulega – Potentially 77 Taurulus bubalis 2005, SV-land Skip – Shipping Nei – No 81 * Talið er að tegundin hafi verið flutt til landsins alllöngu fyrir 1900.26 ** Ekki er getið um það í heimildinni hvenær á þessu tímabili tegundinni var safnað.32 *** Hefur orðið ágeng á öðrum hafsvæðum sem tegundin hefur verið flutt inn á. 1. tafla. Framandi sjávarlífverur við Ísland. – Alien marine organisms in Icelandic waters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.