Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn 12 fannst hér við land og hlýtur því að hafa borist hingað frá Ame- ríku. Sagþang og fitjafló lifa bæði við Evrópu og við vesturströnd Norður-Ameríku en erfðarann- sóknir benda til að stofnarnir við Ísland séu upprunnir í Evrópu.26,60 Hvaðan aðrar tegundir hafa borist er erfitt að meta. Flestra framandi tegundanna varð fyrst vart við suð- vesturhluta landsins þar sem skipa- umferð er hvað mest. Hækkandi sjávarhiti við Ísland á síðustu tutt- ugu árum hefur haft í för með sér breytingar á útbreiðslusvæðum innlendra tegunda.14 og getur það einnig hafa auðveldað framandi tegundum að nema hér land, vaxa og dreifa sér. Ekki er ólíklegt að við strendur Íslands leynist fleiri fram- andi tegundir en hér er fjallað um og væri vel þegið að fá um það upp- lýsingar ef fólk verður vart slíkra tegunda. Á undanförnum árum hefur þekkingu á framandi og eða ágengum tegundum í Evrópu verið safnað í opna gagnagrunna á ver- aldarvefnum (sjá t.d. Nobanis, www. nobanis.org, DAISIE, www.europe-ali- ens.org, og AquaNIS, www.corpi.ku.lt/ databases/index.php/aquanis). Gagn- legt getur verið að fylgjast þar með nýjum framandi tegundum og breytingum á útbreiðslu þeirra til að fá hugmynd um hvaða tegundir má búast við að nemi hér land. Nokkur dæmi eru um að fram- andi sjávarlífverur hafi verið fluttar inn til eldis hér við land. Á seinni árum hefur yfirvöldum orðið ljósari sú hætta sem skapast getur af inn- flutningi framandi tegunda fyrir íslenskt lífríki. Innflutningsleyfi fyrir eldislífverur hefur því yfirleitt verið takmarkað við tegundir sem talið er að lítil hætta sé á að geti lifað í sjónum við Ísland. Hins vegar er alltaf hætta á að með framandi eld- istegundum berist óæskilegar fylgi- tegundir sem ná fótfestu, og eru mörg dæmi um það annars staðar frá. Nánast ómögulegt er að losna við ágengar sjávarlífverur eftir að þær hafa náð að setjast að. Það er einungis hægt ef gripið er í taumana strax eftir að tegundin berst, meðan útbreiðsla hennar er mjög lítil. Slíkar eyðingaraðgerðir hafa yfirleitt gíf- urlegan kostnað í för með sér.85,86,87,88 Þar sem helstu flutningsleiðir fram- andi lífvera eru kunnar, og ljóst er að áhrif af landnámi sumra þeirra geta verið verulega neikvæð, liggur beinast við að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða til að draga úr líkum á að þær berist hingað. Má segja að fyrsta skrefið sem stigið hafi verið í þá átt sé nýleg reglugerð um bann við losun kjölfestuvatns (rg. nr. 515/2010) til að varna innflutn- ingi framandi tegunda með skipum. Væntanleg gildistaka nýrra nátt- úruverndarlaga mun einnig stuðla að aukinni varkárni við innflutn- ing sjávarlífvera til landsins, ef hún verður að veruleika. Líklega verður aldrei hægt að koma að öllu leyti í veg fyrir inn- flutning framandi sjávarlífvera til landsins. Skilningur á lífsferlum og lífsskilyrðum þessara tegunda þarf á hinn bóginn að vera til staðar til að hægt sé að meta möguleika þeirra á að lifa í íslenskri náttúru og hugsan- leg áhrif þeirra á íslenskt lífríki. Summary Alien marine species in Icelandic waters During recent decades fifteen intro- duced marine species have been re- corded in Icelandic waters. Amongst them are six algal species, the phyto- plankton species Heterosigma akashiwo, Stephanopyxis turris, and Mediopyxis hely- sia, the macroalgae Bonnemaisonia hamif- era, Codium fragile and serrated wrack Fucus serratus; four crustaceans, the Atlantic rock crab Cancer irroratus, the European brown shrimp Crangon cran- gon, the amphipod Orchestia gamarellus and the mysid Praunus flexuosus; two molluscs , the Common cockle Cerastoderma edule and the Sand gaper Mya arenaria; the Sea vase tunicate Ciona intestinalis; and two species of fish, the European flounder Platichthys flesus and the Long-spined sea scorpion Taurulus bubalis. The majority of the species are likely to have been transported to Iceland with ships either as biofouling on the outside hull or in ballast water. Ballast stones or sand are proposed as a possible means of transport for some species. Most of the introduced marine spe- cies in Iceland are likely originated in Europe, as has been confirmed for three of the species by genetic comparisons with populations elsewhere in the North Atlantic. The Atlantic rock crab is the only species that can be said with cer- tainty to have been introduced from the Northwest Atlantic. All the introduced species have been found in littoral or shallow water habitats. Most of the introduced species were first detected in south-western Iceland where the sea temperature is highest and the busiest harbours are located. In gen- eral only a small part of introduced spe- cies becomes invasive. Of the introduced marine species in Iceland H. akashiwo, the serrated wrack, Atlantic rock crab, European brown shrimp, the Sea vase tunicate, and the European flounder are considered invasive or potentially inva- sive.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.