Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 21
21 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags er í góðu samræmi við erlendar rannsóknir en tegundin er talin sú algengasta í Evrópu.34 Hún var ein útbreiddasta tegundin í norsku rannsókninni sem áður er getið, og fannst allt frá syðsta hluta Noregs til þess nyrsta.33 Dreifingarhæfni tegundarinnar er mikil þar sem hún er tiltölulega ósérhæfð á búsvæði og myndar auk þess flotblasta sem geta borist víða og myndað ný sambýli. Hún þrífst þó fremur illa í miklum straumi ólíkt F. sultana sem oft var ráðandi tegund á slíkum svæðum í rannsókninni.3, 33 P. fungosa virðist talsvert algeng í íslenskum vötnum. Hún fannst í miklum mæli í Mývatni, Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl og Hlíðarvatni í Selvogi, þrátt fyrir takmarkaða leit á þessum svæðum. Hún fannst hins vegar hvorki í Hafravatni né Vífilsstaðavatni þrátt fyrir ítarlega rannsókn í þeim vötnum. Þetta er í nokkru ósamræmi við rannsóknir frá öðrum norðlægum slóðum. Tegundin fannst ekki í vötnum í Norður-Noregi og var sjaldséð í vötnum í suðurhluta landsins.33 Hún hefur einungis fundist á fáeinum stöðum í Svíþjóð og Finn- landi, sem gæti skýrst af takmörk- uðum rannsóknum, en er hins vegar algeng í Danmörku og á öllum Bret- landseyjum.31,35 Erfitt er að fullyrða út frá þessari rannsókn hvort C. mucedo er algeng eða sjaldgæf á Íslandi. Tegundin fannst á einum stað í Elliðavatni. Segja má að það hafi verið ákveðinni hendingu háð því leit að dýrum þar var takmörkuð. Tegundin er tals- vert útbreidd í Evrópu og er sem dæmi algeng um allan Noreg.33,34,36 Áður hefur verið greint frá tilvist C. mucedo í Mývatni en í því til- felli fannst einungis dvalarform tegundarinnar en ekki dýrið sjálft.12 Þetta er því í fyrsta sinn sem sambýli þessarar tegundar finnast á Íslandi. Ein heimild greinir frá tilvist H. punctata á Íslandi, líklega í Bakka- tjörn á Seltjarnarnesi.11 Tegundin er talin útbreidd um allan heim31,35 en var þó afar fáséð í Noregi þar sem hún fannst einungis á einum stað af 601 (0,17%), í suðurhluta Noregs.33 8. mynd. Mosadýrið Plumatella fungosa. (a) Dæmigert sambýlisform Plumatella fungosa. Tegundin líkist nokkuð P. repens en vex þéttar og sýnir ekki „skriðvöxt“ í jafn ríkum mæli (b) P. fungosa flotblasti (floatoblast). Kvarði = 150 µm. – The bryozoan species Plumatella repens. (a) Typical colonial growth of P. fungosa. It resembles P. repens in many ways, however its growth is denser and not as “crawling”. (b) Floatoblast of P. fungosa. Scale bar = 150 µm. Ljósm./Photos: Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir 7. mynd. Mosadýrið Fredericella sultana. (a) Dæmigert runnalaga sambýlisform mosa- dýrsins. (b) Stækkuð mynd af F. sultana með setblöstum. Kvarði = 200 µm. – The bryozoan species Fredericella sultana. (a) Typical “bush-like” colonial growth of the species. (b) F. sult- ana with statoblasts inside. Scale bar = 200 µm. Ljósm./Photos: Árni Kristmundsson. 6. mynd. Mosadýrið Plumatella repens. (a) Steinn þakinn dreifingarformi mosadýrsins (blastar – floatoblasts); sumir eru byrjaðir að spíra en aðrir ekki. (b) Spíraðir blastar í meiri stækkun. (c) Dæmigerð sambýlisform P. repens. Mosadýrið vex ekki ósvipað og skriðplanta. (d) P. repens setblasti (sessoblast). Kvarði = 150 µm. – The bryozoan species Plumatella repens. (a) A stone covered with bryozoan statoblasts. (b) Higher magnification of germinated statoblasts. (c) Typical “crawling” growth of P. repens. (d) Sessoblast of P. repens. Scale bar = 150 µm. Ljósm./Photos: Árni Kristmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.