Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 22
Náttúrufræðingurinn 22 Í Noregi reyndust tegundir mosa- dýra mjög mis-algengar, og fundust sjaldnast á 0,17% rannssóknarsvæða en oftast á 46% þeirra. Nokkrar þær algengustu þar í landi, svo sem Paludicella articulata, Pluma- tella fruticosa og Fredericella indica,33 hafa ekki fundist hérlendis enn sem komið er þótt flest bendi til þess að skilyrði séu fyrir tilvist þeirra á Íslandi.33 Aðrar tegundir, svo sem P. repens, P. fungosa og F. sultana, virð- ast hins vegar algengari á Íslandi en í Noregi.33 Í ljósi alls þessa má telja líklegt að með frekari rannsóknum finnist fleiri tegundir mosadýra á Íslandi. Fram til loka níunda áratugar síð- ustu aldar voru rannsóknir á mosa- dýrum í ferskvatni hérlendis afar takmarkaðar. Þetta sést berlega á því að í almennum rannsóknum á smá- dýralífi vatna eru mosadýr yfirleitt ekki tekin með. Þetta er nokkuð sér- stakt, ekki síst í ljósi þess hve algeng þau eru og hvað lífmassi þeirra getur orðið mikill með tilheyrandi framlagi til hringrásar lífs í við- komandi vistkerfum. Skýringarnar eru vafalaust margar. Telja má lík- legt að þetta stafi meðfram af útliti dýranna og búsvæðavali þeirra. Mörg mosadýr líkjast helst plöntum eða mosum, svo sem tegundir af ættkvíslum Fredericella og Pluma- tella, en aðrar líkjast þörungum eða svömpum eins og Cristatella- tegundir. Auk þessa eru búsvæði dýranna oft nokkuð vel falin og dýrin því lítt sýnileg. Skömmu fyrir aldamótin 2000 kom í ljós að mosadýr eru nauðsynleg í lífsferli Tetracapsuloides bryosalmonae, sníkjudýri sem veldur PKD-nýrnasýki, alvarlegum sjúk- dómi sem herjar á laxfiska, bæði villta og í eldi.16 Þessi uppgötvun varð til þess að mosadýr urðu vin- sælt viðfangsefni til rannsókna og hafa síðan birst fjölmargar greinar um rannsóknir á mosadýrum, bæði með tilliti til tegunda og útbreiðslu en ekki síður í tengslum við sjúk- dóminn. Þessi hvati til rannsókna á mosadýrum var ekki til staðar á Íslandi fyrr en árið 2008 þegar PKD-nýrnasýki greindist hér í fyrsta sinn, og bleikja úr Elliða- vatni sýndi einkenni sjúkdóms- ins.24 Í kjölfar þessarar uppgötvunar hafa umtalsverðar rannsóknir farið fram á útbreiðslu sjúkdómsvalds- ins og mögulegum áhrifum hans á íslenska laxfiska. Sýna þær að sýk- illinn er algengur í íslenskum lax- fiskum.25 Til að skilja betur lífsferil sníkjudýrsins og smitferli í íslensku vistkerfi, og forsendur sýkinnar í íslenskum vötnum, skortir tilfinn- anlega á upplýsingar um mosadýr, tegundir þeirra og útbreiðslu. Rannsókn þessi er takmörkuð að umfangi en bætir þó miklu við þá þekkingu sem fyrir var á þessum dýrahópi í íslensku ferskvatni. Rannsóknin sýnir að mosadýr eru útbreidd í íslensku ferskvatni, og var tilvist þeirra staðfest í öllum vötnum og ám sem rannsakaðar voru. Frek- ari rannsóknir eru æskilegar en mik- ilvægi þeirra mætti einkum skoða í því ljósi að mosadýrategundir af ættkvíslum Plumatella og Fredericella eru almennt taldar mikilvægustu millihýslar fyrir orsakavald PKD- nýrnasýki.16,22,23 Tegundir af þessum ættkvíslum voru algengastar í þessari rannsókn. Í því sambandi væri gagnlegt að vita hver smittíðni T. bryosalmonae er í tegundum mosa- dýra í mismunandi vatnakerfum, og einnig hvenær árs og við hvaða umhverfisskilyrði slíkt smit berst frá mosadýrum yfir í laxfiska. Slíkar upplýsingar gæfu vísbendingar um það á hvaða tíma sumars búast má við að PKD-sýki komi upp í laxfiskum mismunandi vatnakerfa. Auk rannsókna í tengslum við PKD- nýrnasýki væri gagnlegt að afla frekari upplýsinga um tegundafjöl- breytni þessa dýrahóps á Íslandi. Af þessu má ljóst vera að margt er enn óljóst á þessu sviði og því full ástæða til frekari rannsókna. Abstract Bryozoans in Icelandic freshwater – a basis for Proliferative Kidney Disease in salmonids Bryozoans are a group of small benthic aquatic invertebrates, which have re- ceived little attention in Iceland. They grow on submerged objects as colonies of identical individuals, which in many ways resemble plants or algae more than animals. In the late 1990s it became clear that these animals served as inter- mediate host for a serious myxozoan pathogen of salmonids, Tetracapsuloides bryosalmonae, the causative agent of Proliferative Kidney Disease (PKD). This disease, which has been known in Europe and N-America for decades, was first reported in Icelandic salmonids in 2008. The aim of the present work was to survey the species diversity and distri- bution of bryozoans in Icelandic fresh- water and simultaneously gain knowl- edge for the basis of PKD in salmonids in Iceland. In order to achieve that, two lakes, Lake Vífilsstaðavatn and Lake Hafravatn in SW-Iceland, were system- atically searched for the bryozoan colo- nies. In addition, their presence was also, to a minor extent, studied in 12 further lakes and eight rivers (Fig. 2). Plumatella repens and Fredericella sul- tana were common in both Lake Vífilsstaðavatn and Lake Hafravatn (Figs. 3, 4 and 5); the distribution of P. repens was broader, especially in Lake Vífilsstaðavatn. F. sultana was most com- mon in the outflow of the lakes where the chance of turbidity was at minimum while P. repens seemed more nonspecific with regards to habitat. In the other lakes and rivers, two further species, P. fungosa and Cristatella mucedo were ob- served; the former in three lakes and two rivers and the latter merely in one lake. P. repens was present in all the lakes and rivers and F. sultana as well, with the exception of one lake. All species found have been reported from Iceland before and are common in other European countries. Species of the genera Plumatella and Fredericella are apparently common in- habitants of Icelandic freshwater and they are generally considered the most important hosts for T. bryosalmonae, the causative agent of PKD. Consequently, there generally seems to be a good basis for the presence of T. bryosalmonae in salmonids in Icelandic lakes. Further studies would probably reveal the pres- ence of additional bryozoan species in Icelandic freshwater.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.