Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 29
29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
vitneskju hefur lítið verið fengist
við að kanna hvernig atferli þessara
fiska tengist búsvæðanotkun þeirra
eða útbreiðslu hérlendis.
Seiði laxfiska sýna mikinn
einstaklings-, stofna- og tegunda-
breytileika í atferli við fæðunám og
varnir óðala.3,9,10 Í lygnu vatni þar
sem lítið er um fæðu á reki í vatns-
bolnum reyna fiskarnir að ná fæð-
unni með því að ferðast um í leit að
botnlægri eða hnappdreifðri fæðu.10
Í miklum straumi geta fiskar hins
vegar sparað sér orku með því að
halda kyrru fyrir og skima eftir bráð
sem berst með straumnum.10 Í ám
helga seiði laxfiska sér oft óðul (e.
territory) til að tryggja aðgang að
fæðunni, og verja þau með því að
ráðast á aðra laxfiska, oft í útjaðri
svæðisins. Hjá laxfiskum er iðu-
lega sterkt samband á milli stærðar
þess svæðis sem varið er og þess
athafnasvæðis (e. home range) sem
notað er til fæðunáms á hverjum
degi.11,12 Þar sem það krefst veru-
legrar orku að verja stór óðul er talið
að þegar fæðuframboð er mikið láti
seiði sér nægja smærri óðul sem
auðveldara er að verja.13 Samkvæmt
þessum hugmyndum og því sem
vitað er um búsvæðanotkun lax-
fiska má búast við að af íslensku
tegundunum þremur hreyfi bleikja
sig mest við fæðuleit og verji stærri
óðul en bæði urriði og sérstaklega
lax, sem ætti að sýna minnstan
hreyfanleika (2. mynd). Þá er líka
talið að stærri fiskar þurfi stærri
óðul til að tryggja sér næga fæðu,11
og að fiskar verji minni óðul þar sem
samkeppni er meiri vegna aukinnar
vinnu við varnir þeirra.13
Markmið rannsóknanna sem
hér eru kynntar var að lýsa fæðu-
og óðalsatferli ungra bleikju-,
urriða- og laxaseiða í ám, og athuga
hvernig það tengist búsvæðanotkun
tegundanna og mótar útbreiðslu
þeirra. Búsvæðanotkun tegundanna
þriggja er athuguð. Við búumst við
að bleikju sé að finna í lygnasta
vatninu, laxinn í mesta straumnum
og urriðann þar á milli. Þá er kann-
aður breytileiki í fæðuatferli á milli
einstaklinga, stofna og tegunda, og
tengsl þess við straumhraða. Hér
2. mynd. Fræðileg tengsl óðals- og fæðuatferlis við búsvæðanotkun hjá bleikju-, urriða- og laxa-
seiðum í ám. Samkvæmt tilgátunni eiga laxfiskar að hreyfa sig minna við fæðuleit og verja
minni óðul með auknum straumhraða og meiri fæðu. – Hypothetical relationships among ter-
ritorial behaviour, foraging mode and habitat use for juvenile Arctic charr, brown trout and
Atlantic salmon. As water current velocity and food availability increase, salmonids should be
less mobile during search for prey and defend smaller territories.
3. mynd. Rannsóknasvæði í ellefu ám þar sem kortlagt var fæðuatferli (1–10) og óðalsatferli (2,
3, 5, 6, 7, 11) hjá vorgömlum (0+) bleikjum (1–4, 11), urriða (5–7) og laxi (8–10). Árnar eru:
1. Brúnastaðaá, 2. Deildará, 3. Myllulækur, 4. Norðurá, 5. Húseyjarkvísl, 6. Þverá, 7. Fremri-
Laxá, 8. Laxá á Ásum, 9. Mýrarkvísl, 10. Tunguá, 11. Laxá í Skefilsstaðahreppi. – Study
locations in eleven streams used to measure foraging mode (1–10) and territorial behaviour (2,
3, 5, 6, 7, 11) in young-of-the-year Arctic charr (1–4, 11), brown trout (5–7) and Atlantic
salmon (8–10). The streams used are: 1. Brúnastaðaá, 2. Deildará, 3. Myllulækur, 4. Norðurá,
5. Húseyjarkvísl, 6. Þverá, 7. Fremri-Laxá, 8. Laxá á Ásum, 9. Mýrarkvísl, 10. Tunguá, 11.
Laxá í Skefilsstaðahreppi. This figure is redrawn and modifed from an earlier publication.14