Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 30
Náttúrufræðingurinn 30 spáum við því að bleikja hreyfi sig mest við fæðuleit, laxinn hreyfi sig minnst og urriði sé þar á milli. Að lokum er stærð óðala og vörn þeirra lýst hjá bleikju og urriða og kannað hvernig óðalsstærð tengist vistfræðilegum breytum á borð við fæðuframboð, stærð einstaklinga og samkeppni. Aðferðir og aðstaða Almennar upplýsingar og rann- sóknasvæði Þær niðurstöður sem hér eru kynntar koma úr tveimur að- skildum rannsóknum.14,15 Gögnum var safnað um fæðuatferli 2005 og 2006 en um óðalsatferli 2007 og 2008. Öll gagnasöfnun fór fram að sumarlagi í misjafnlega frjósömum og vatnsmiklum dragám á Norð- urlandi (3. mynd).16 Fylgst var með fæðuatferli 153 seiða á fyrsta sumri (0+ aldur) (61 bleikja, 42 urriðar og 50 laxar) í tíu ám en með óðalsatferli hjá 61 seiði (31 bleikja og 30 urriðar) í sex ám. Gögnum var safnað fyrir eina tegund í hverri á og á svæðum þar sem hún var ríkjandi. Fylgst var með fiskum við eins breytilegar aðstæður fyrir hverja tegund og mögulegt var, svo sem hvað varðar straumhraða, dýpi og fæðuframboð. Atferlismælingar Fylgst var með atferli fiska með yf- irborðsköfun í ánni eða frá árbakk- anum (4. mynd). Atferlið var ým- ist skráð beint á blað, lýst í smáat- riðum á hljóðupptökutæki eða tekið upp á myndband. Fiskar fengu að venjast nærveru skrásetjara í 5–15 mínútur áður en mælingar hófust. Fæðuatferli var skráð fyrir hvern fisk í 10–20 mínútur en óðalsatferli í 37–43 mínútur. Í rannsóknunum var bæði unnið með merkta og ómerkta fiska. Fiskar voru veiddir með háfum, svæfðir og í suma þeirra sett sjálflýsandi litarmerki undir húð á tveimur af sex mögu- legum svæðum í stirtlu og við rætur bak- og eyrugga (4. mynd).17 Fisk- unum var síðan sleppt þar sem þeir voru veiddir. Atferli merktra fiska var skráð í fyrsta lagi 24 stundum eftir að þeim var sleppt. Lengd allra fiska var metin úr fjarlægð, og lengd veiddra fiska var mæld á meðan á svæfingu stóð. Sterk fylgni (R2 = 0,892; P < 0,001) var á milli metinnar og mældrar lengdar, fyrir þá fiska þar sem báðum aðferðum var beitt.14 Fæðuatferli var metið með því að fylgjast með hverjum einstak- lingi yfir 5 sekúndna tímabil í senn og skrá atferlið á næsta 5 sekúndna tímabili.18 Fyrir hvert 5 sekúndna tímabil var skráð (1) hversu oft fiskurinn réðst á bráð, (2) hversu langt fiskurinn synti (metið í fjölda líkamslengda), (3) hvort fiskurinn réðst á bráð á botni, í vatnsbol eða á yfirborði, og (4) hvort hann réðst á annan fisk til varnar eða ráðist var á hann. Hvert 5 sekúndna tímabil var flokkað í fæðutímabil þegar fiskur réðst á bráð, árásartímabil þegar um árásaratferli var að ræða og leitar- tímabil þegar fiskur réðst hvorki á bráð né á aðra fiska. Leitartímabil voru flokkuð sem „hreyfanleg“ ef fiskur synti lengra en eina líkams- lengd.18 Fyrir hvern fisk var hreyf- anleiki við fæðuleit því reiknaður sem hlutfall „hreyfanlegra“ leit- artímabila af heildarfjölda leitar- tímabila. Á svipaðan hátt var fjöldi árása á bráð á botni, í vatnsbol og á yfirborði reiknaður sem hlutfall af heildarfjölda fæðuárása. Til að mæla óðalsstærð var sett hnitakerfi á árbotninn a.m.k. degi áður en atferli var mælt (4. mynd). Hnitakerfið samanstóð af 1 m löngum og 8 mm breiðum málm- stöngum sem voru merktar með gráu límbandi með 10 cm milli- bili og lagðar samhliða eða horn- rétt hver á aðra eftir þörfum (4. mynd).15 Þar sem fiskur hélt til á ákveðnum stöðum (fæðustöðvum), einum eða fleiri, og réðst þaðan á bráð eða varði óðal sitt, var x-y hnit hvers atviks metið út frá stað- setningu hverrar stöðvar, og lengd (í líkamslengdum) og stefnu (sbr. 1–12 á klukku) hverrar árásar.12 Þegar fiskur synti um við fæðuleit og var ekki bundinn við fastar 4. mynd. a. Í dýpra, straumharðara vatni var fylgst með atferli fiska með yfirborðsköfun. b. Oft- ast var fylgst með atferli frá árbakkanum. c. Urriðaseiði með tvö sjálflýsandi merki, grænt og appelsínugult, í bakugga. d. Óðalsstærð var metin með hjálp hnitakerfis. – a. In deeper, faster- running water fish behaviour was observed via snorkeling. b. Most often behaviour was mon- itored from the riverbank. c. Young-of-the-year brown trout with two fluorescent tags, green and orange, in the dorsal fin. d. Territory size was estimated with the aid of a coordinate grid. Ljósm./Photo: Stefán Óli Steingrímsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.