Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 32
Náttúrufræðingurinn
32
vatnsmassanum (bleikja = 85,4%,
urriði = 74,2%, lax = 73,9%) en mun
sjaldnar á bráð á botni eða á yfir-
borði vatns.
Eins og búist var við helgar
bleikjan, sem heldur sig að jafnaði
við minni straumhraða, sér að með-
altali 4,4 sinnum stærri óðul (með-
altal = 0,558 m2) en urriðinn (0,127
m2) (P < 0,001). Munurinn á óðals-
stærð var líka greinilegur þegar
ólíkir stofnar bleikju og urriða voru
bornir saman (7. mynd). Hjá öllum
urriðastofnunum var meðalstærð
óðala (meðaltöl = 0,089–0,177 m2)
minni en hjá þeim bleikjustofni
þar sem óðalstærð mældist minnst
(meðaltöl = 0,287–0,780 m2). Munur
á óðalsstærð mældist líka mark-
tækur á milli tegunda í fjölþátta
tölfræðigreiningu (P = 0,002). Hún
sýndi ennfremur að stærri fiskar
helguðu sér stærri óðul (P = 0,003)
og að óðul minnkuðu með auknu
fæðuframboði (P = 0,002) (2. tafla). Í
sömu fjölþáttagreiningu kom óvænt
fram að óðul stækkuðu með auk-
inni samkeppni (P = 0,010), og
að áhrif straumhraða, vatnsdýpis
og botngerðar voru ekki tölfræði-
lega marktæk (2. tafla). Þegar áhrif
aukinnar samkeppni á óðalsstærð
voru könnuð fyrir hvora tegund
um sig jókst óðalsstærð marktækt
með auknum þéttleika hjá urriða
(P = 0,019) en ekki hjá bleikju (P =
0,517). Þótt einungis væri fylgst
með hverjum fiski í 40 mínútur,
sýndu flestir þeirra tilburði til að
verja óðul sín með því að ráðast á
aðra fiska (20 af 30 urriðum og 21
af 31 bleikju). Urriði virðist þó verja
óðul sín betur en bleikja. Þannig var
mettun búsvæða (PHS) umtalsvert
meiri hjá bleikju (meðaltal = 85,6%)
en hjá urriða (meðaltal = 20,8%)
og 10 af 31 bleikju mældist með
mettun yfir 100% (hágildi = 312%)
en aðeins einn urriði (104%) (8.
mynd). Mettun yfir 100% bendir til
þess að viðkomandi óðal sé ekki vel
varið og skarist við óðul nálægra
fiska.
Umræða
Niðurstöður þessara fyrstu rann-
sókna á fæðu- og óðalsatferli lax-
fiska í ám hérlendis eru í góðu
samræmi við það sem vitað er um
áhrif vistfræðilegra þátta á slíkt at-
ferli og búsvæðaval tegundanna
þriggja. Þessar rannsóknir styðja þá
vitneskju sem hefur fengist úr rann-
sóknum annars staðar, að tegund-
irnar geri ólíkar kröfur til búsvæða,
og að þar ráði straumhraði og
vatnshiti miklu. Bleikja finnst í
kaldara og lygnara vatni en laxinn,
og búsvæðanotkun urriðans liggur
þar á milli.7
Í fyrri rannsókninni endurspegl-
aði fæðuatferlið búsvæðanotkun
laxfiskanna. Bleikjan hreyfir sig
meira við fæðuleit (27% leitartím-
ans) en bæði urriði (13%) og lax
(12%). Þessar niðurstöður eru í
samræmi við það að hreyfanleiki
við fæðuleit er talinn minnka með
auknum straumhraða.25 Bleikja nýtir
sér lygnasta vatnið og laxinn mesta
strauminn. Hreyfanleiki hjá urriða
og laxi (báðar Salmo-tegundir) er
svipaður og mælst hefur hjá eldri
urriða í straumvatni erlendis (86%
leitartíma í kyrrstöðu).26 Að sama
skapi er hreyfanleiki bleikju í ætt við
5. mynd. Hreyfanleiki við fæðuleit hjá vor-
gamalli (0+) bleikju (meðaltal = 0,27), urriða
(meðaltal = 0,13) og laxi (meðaltal = 0,12).
Hreyfanleiki er metinn sem hlutfall „hreyfan-
legra“ leitartímabila af heildarfjölda leitar-
tímabila. Hvert 5 sekúndna tímabil var dæmt
„hreyfanlegt“ ef einstaklingur synti lengra en
eina líkamslengd. – Search mobility for
young-of-the-year (0+) Arctic charr (mean =
0,27), brown trout (mean = 0,13) and Atl-
antic salmon (mean = 0,12). Mobility was
estimated as the proportion of „mobile“ search
intervals of their total number. Each 5 sec.
search interval was deemed “mobile” if an
individual swam more than one body length.
This figure is redrawn and modifed from an
earlier publication.14
a) Botngerð er flokkuð á eftirfarandi hátt eftir stærð ríkjandi undirlags: – Substrate is classified in the following
manner based on the dominant particle grain size: 1 = <0,0625 mm; 2 = 0,0625–2 mm; 3 = 2–16 mm; 4 = 16–64 mm;
5 = 64–256 mm; 6 = >256 mm; 7 = klöpp – bedrock.21
1. tafla. Búsvæðanotkun (meðaltal og spönn) vorgamalla (0+) bleikju-, urriða- og laxaseiða í
tveimur rannsóknum, byggt á mælingum úr ellefu ám á Norðurlandi. – Habitat use (mean and
range) for 0+ Arctic charr, brown trout and Atlantic salmon from two studies based on mea-
surements from eleven streams in North Iceland. This table is modified from two earlier
publications.14,15
Tegund - Species
Straumhraði
− Water current
velocity (cm sek-1)
Vatnsdýpi
− Water depth
(cm)
Vatnshiti
− Water temperature
(°C)
Botngerð a)
− Substrate
Rannsókn 1: Fæðuatferli – Study 1: Foraging mode
Bleikja – Arctic charr 9,3 (0,1–39,9) 37,7 (8,5–86,5) 11,8 (6,6–18,7) 3,7 (1–6)
Urriði – Brown trout 9,9 (0,0–51,3) 21,5 (8,0–60,5) 16,2 (11,6–19,7) 4,3 (3–5)
Lax – Atlantic salmon 26,6 (2,3–65,7) 36,5 (10,0–88,0) 15,1 (12,3–20,4) 4,4 (1–7)
Rannsókn 2: Óðalsatferli – Study 2: Territorial behaviour
Bleikja – Arctic charr 5,2 (0,0–15,0) 35,9 (18,0–60,0) 14,2 (9,8–18,2) 3,8 (1–6)
Urriði – Brown trout 15,3 (0,7–35,0) 23,0 (5,0–36,0) 15,5 (11,6–19,0) 3,3 (1–5)