Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 32
Náttúrufræðingurinn 32 vatnsmassanum (bleikja = 85,4%, urriði = 74,2%, lax = 73,9%) en mun sjaldnar á bráð á botni eða á yfir- borði vatns. Eins og búist var við helgar bleikjan, sem heldur sig að jafnaði við minni straumhraða, sér að með- altali 4,4 sinnum stærri óðul (með- altal = 0,558 m2) en urriðinn (0,127 m2) (P < 0,001). Munurinn á óðals- stærð var líka greinilegur þegar ólíkir stofnar bleikju og urriða voru bornir saman (7. mynd). Hjá öllum urriðastofnunum var meðalstærð óðala (meðaltöl = 0,089–0,177 m2) minni en hjá þeim bleikjustofni þar sem óðalstærð mældist minnst (meðaltöl = 0,287–0,780 m2). Munur á óðalsstærð mældist líka mark- tækur á milli tegunda í fjölþátta tölfræðigreiningu (P = 0,002). Hún sýndi ennfremur að stærri fiskar helguðu sér stærri óðul (P = 0,003) og að óðul minnkuðu með auknu fæðuframboði (P = 0,002) (2. tafla). Í sömu fjölþáttagreiningu kom óvænt fram að óðul stækkuðu með auk- inni samkeppni (P = 0,010), og að áhrif straumhraða, vatnsdýpis og botngerðar voru ekki tölfræði- lega marktæk (2. tafla). Þegar áhrif aukinnar samkeppni á óðalsstærð voru könnuð fyrir hvora tegund um sig jókst óðalsstærð marktækt með auknum þéttleika hjá urriða (P = 0,019) en ekki hjá bleikju (P = 0,517). Þótt einungis væri fylgst með hverjum fiski í 40 mínútur, sýndu flestir þeirra tilburði til að verja óðul sín með því að ráðast á aðra fiska (20 af 30 urriðum og 21 af 31 bleikju). Urriði virðist þó verja óðul sín betur en bleikja. Þannig var mettun búsvæða (PHS) umtalsvert meiri hjá bleikju (meðaltal = 85,6%) en hjá urriða (meðaltal = 20,8%) og 10 af 31 bleikju mældist með mettun yfir 100% (hágildi = 312%) en aðeins einn urriði (104%) (8. mynd). Mettun yfir 100% bendir til þess að viðkomandi óðal sé ekki vel varið og skarist við óðul nálægra fiska. Umræða Niðurstöður þessara fyrstu rann- sókna á fæðu- og óðalsatferli lax- fiska í ám hérlendis eru í góðu samræmi við það sem vitað er um áhrif vistfræðilegra þátta á slíkt at- ferli og búsvæðaval tegundanna þriggja. Þessar rannsóknir styðja þá vitneskju sem hefur fengist úr rann- sóknum annars staðar, að tegund- irnar geri ólíkar kröfur til búsvæða, og að þar ráði straumhraði og vatnshiti miklu. Bleikja finnst í kaldara og lygnara vatni en laxinn, og búsvæðanotkun urriðans liggur þar á milli.7 Í fyrri rannsókninni endurspegl- aði fæðuatferlið búsvæðanotkun laxfiskanna. Bleikjan hreyfir sig meira við fæðuleit (27% leitartím- ans) en bæði urriði (13%) og lax (12%). Þessar niðurstöður eru í samræmi við það að hreyfanleiki við fæðuleit er talinn minnka með auknum straumhraða.25 Bleikja nýtir sér lygnasta vatnið og laxinn mesta strauminn. Hreyfanleiki hjá urriða og laxi (báðar Salmo-tegundir) er svipaður og mælst hefur hjá eldri urriða í straumvatni erlendis (86% leitartíma í kyrrstöðu).26 Að sama skapi er hreyfanleiki bleikju í ætt við 5. mynd. Hreyfanleiki við fæðuleit hjá vor- gamalli (0+) bleikju (meðaltal = 0,27), urriða (meðaltal = 0,13) og laxi (meðaltal = 0,12). Hreyfanleiki er metinn sem hlutfall „hreyfan- legra“ leitartímabila af heildarfjölda leitar- tímabila. Hvert 5 sekúndna tímabil var dæmt „hreyfanlegt“ ef einstaklingur synti lengra en eina líkamslengd. – Search mobility for young-of-the-year (0+) Arctic charr (mean = 0,27), brown trout (mean = 0,13) and Atl- antic salmon (mean = 0,12). Mobility was estimated as the proportion of „mobile“ search intervals of their total number. Each 5 sec. search interval was deemed “mobile” if an individual swam more than one body length. This figure is redrawn and modifed from an earlier publication.14 a) Botngerð er flokkuð á eftirfarandi hátt eftir stærð ríkjandi undirlags: – Substrate is classified in the following manner based on the dominant particle grain size: 1 = <0,0625 mm; 2 = 0,0625–2 mm; 3 = 2–16 mm; 4 = 16–64 mm; 5 = 64–256 mm; 6 = >256 mm; 7 = klöpp – bedrock.21 1. tafla. Búsvæðanotkun (meðaltal og spönn) vorgamalla (0+) bleikju-, urriða- og laxaseiða í tveimur rannsóknum, byggt á mælingum úr ellefu ám á Norðurlandi. – Habitat use (mean and range) for 0+ Arctic charr, brown trout and Atlantic salmon from two studies based on mea- surements from eleven streams in North Iceland. This table is modified from two earlier publications.14,15 Tegund - Species Straumhraði − Water current velocity (cm sek-1) Vatnsdýpi − Water depth (cm) Vatnshiti − Water temperature (°C) Botngerð a) − Substrate Rannsókn 1: Fæðuatferli – Study 1: Foraging mode Bleikja – Arctic charr 9,3 (0,1–39,9) 37,7 (8,5–86,5) 11,8 (6,6–18,7) 3,7 (1–6) Urriði – Brown trout 9,9 (0,0–51,3) 21,5 (8,0–60,5) 16,2 (11,6–19,7) 4,3 (3–5) Lax – Atlantic salmon 26,6 (2,3–65,7) 36,5 (10,0–88,0) 15,1 (12,3–20,4) 4,4 (1–7) Rannsókn 2: Óðalsatferli – Study 2: Territorial behaviour Bleikja – Arctic charr 5,2 (0,0–15,0) 35,9 (18,0–60,0) 14,2 (9,8–18,2) 3,8 (1–6) Urriði – Brown trout 15,3 (0,7–35,0) 23,0 (5,0–36,0) 15,5 (11,6–19,0) 3,3 (1–5)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.