Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags myndun tengdist beint virkni ens- ímsins og að allar retroveirur hlytu að valda æxlisvexti. Engar vís- bendingar fundust þó um að mæði- visnuveirusýking orsakaði æxlis- myndun í dýrum45 eða ummyndun frumna í frumurækt með langvar- andi sýkingu.46 Retroveirur sem eru ekki æxlismyndandi en valda hæggengum bólgusjúkdómum í dýrum og frumuskemmdum í frumurækt voru árið 1975 flokk- aðar sem sérstakur undirflokkur og nefndar lentiveirur.47 Nafnið vísar til kenningar Björns Sigurðs- sonar um hæggenga smitsjúkdóma en lentus merkir hægur á latínu. Mæði-visnuveira var fyrsta þekkta lentiveiran en árið 1976 fannst öf- ugumriti í veiru sem veldur smit- andi blóðsjúkdómi í hestum (e. equine infectious anemia virus) og árið 1980 var einangruð veira sem veldur hæggengri liða- og heila- bólgu í geitum48 (e. caprine arthri- tis-encephalitis virus) og reyndist náskyld mæði-visnuveiru. Allar voru þessar veirur flokkaðar sem Lentivirinae-ættkvísl af ætt Retrovirideae. Mæði-visnuveira var lengi þekktasta lentiveiran og talin frumgerð (prototype) eða einkennis- veira ættkvíslarinnar. Skyldleiki mæði-visnu- veiru við aðrar dýraveirur Rafeindasmásjármyndir af visnu- og mæðiveiru líktust mjög myndum af veirum sem valda hvítblæði og æxlisvexti í músum og hænsnum og voru mikið rannsakaðar á ár- unum um og eftir 1960. Þótt vitað væri með vissu að erfðaefni þessara veira væri RNA sýndu tilraunir að 5-brómódeoxýúridín (BUDR), sem hindrar nýmyndun DNA, og aktínómýsín D, sem hindrar um- ritun DNA í RNA, komu í veg fyrir fjölgun þeirra.35 Af þessu var dregin sú ályktun að DNA tæki þátt í fjölgunarferlinu.36 Sams konar til- raunir sýndu virkni DNA-hindra í fjölgunarferli mæði-visnuveiru,37 sem studdi þá tilgátu að hún væri skyld RNA-æxlisveirum.33,38 Til- raunirnar sýndu að virkni BUDR var mest snemma í fjölgunarferlinu sem benti til að þá yrði nýmyndun á nauðsynlegu DNA. Aktínómýsín D var hins vegar virkt á síðari hluta ferlisins sem var vísbending um að þá ætti sér stað umritun DNA í RNA. Skyldleiki við RNA- æxlisveirur var staðfestur árið 1968 þegar einþátta 70S RNA var ein- angrað úr hreinsuðum visnuveiru- ögnum.39 Rannsóknir á prótínum mæði-visnuveiru sýndu ennfremur að þau líktust prótínum RNA- æxlisveira.40 Mæði-visnuveira er retróveira Á árunum um og eftir 1960 var mikið um það rætt hvernig RNA- veira gæti breytt heilbrigðri frumu í æxlisfrumu, jafnvel í frumurækt. Howard Temin setti fram þá til- gátu að RNA-æxlisveirur umrituðu RNA-erfðaefni sitt í DNA í sýktum frumum. Þetta var byltingarkennd tilgáta á þeim tíma en sannaðist árið 1970 þegar ensím sem hvatar slíka umritun var einangrað úr hreinsuðum veiruögnum Rous- sarkmeinsveiru.41,42 Þá var leitt í ljós hið flókna fjölgunarferli RNA- æxlisveira þar sem RNA-þáttur veirunnar er umritaður í tvíþátta DNA, sem er innlimað í erfðaefni hýsilfrumunnar, en síðar umritað aftur í veiru RNA af umritunarens- ími frumunnar. Þetta skýrði virkni BUDR snemma í fjölgunarferlinu og virkni aktínómýsín D síðar í ferlinu. Ensímið sem hvatar umritun á RNA í DNA var nefnt reverse transcriptase eða öfugumriti. Uppgötvun þessi sýndi að höfuðkennisetning sam- eindalíffræðinnar var ekki algild, en þar segir að upplýsingaflæði erfðaefnisins sé í eina átt, frá DNA til RNA til prótíns. Nú hafði sann- ast að í veirusýktum frumum gat flæðið verið frá RNA til DNA. Fyrir þessa uppgötvun fékk Temin Nóbels- verðlaun í lífeðlis- og læknisfræði árið 1975, ásamt David Baltimore. Það er sameiginlegt öllum RNA- æxlisveirum að hafa öfugumrita. Þær voru kallaðar retroveirur og flokk- aðar í ætt Retroviridae. Öfugumriti var einangraður úr visnuveiru sumarið 1970 og lýst í grein sem kom út þá um haustið.43 Ári seinna fannst ens- ímið í mæðiveiru.44 Mæði-visnuveira var því flokkuð með retroveirum. Mæði-visnuveira var fyrsta lentiveiran Þegar öfugumriti fannst í RNA- æxlisveirum var talið að æxlis- 9. mynd. Belgir með tvöfaldri himnu myndast við knappskot frá frumuhimnu og virðast um- breytast í visnuveiruagnir. Endurprentað með leyfi Elsevier.27 – Budding from the cell membra- ne of double-walled spherical bodies which seem to be transformed into visna virus particles with a dense central core. Reprinted with kind permission from Elsevier.27

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.