Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags myndun tengdist beint virkni ens- ímsins og að allar retroveirur hlytu að valda æxlisvexti. Engar vís- bendingar fundust þó um að mæði- visnuveirusýking orsakaði æxlis- myndun í dýrum45 eða ummyndun frumna í frumurækt með langvar- andi sýkingu.46 Retroveirur sem eru ekki æxlismyndandi en valda hæggengum bólgusjúkdómum í dýrum og frumuskemmdum í frumurækt voru árið 1975 flokk- aðar sem sérstakur undirflokkur og nefndar lentiveirur.47 Nafnið vísar til kenningar Björns Sigurðs- sonar um hæggenga smitsjúkdóma en lentus merkir hægur á latínu. Mæði-visnuveira var fyrsta þekkta lentiveiran en árið 1976 fannst öf- ugumriti í veiru sem veldur smit- andi blóðsjúkdómi í hestum (e. equine infectious anemia virus) og árið 1980 var einangruð veira sem veldur hæggengri liða- og heila- bólgu í geitum48 (e. caprine arthri- tis-encephalitis virus) og reyndist náskyld mæði-visnuveiru. Allar voru þessar veirur flokkaðar sem Lentivirinae-ættkvísl af ætt Retrovirideae. Mæði-visnuveira var lengi þekktasta lentiveiran og talin frumgerð (prototype) eða einkennis- veira ættkvíslarinnar. Skyldleiki mæði-visnu- veiru við aðrar dýraveirur Rafeindasmásjármyndir af visnu- og mæðiveiru líktust mjög myndum af veirum sem valda hvítblæði og æxlisvexti í músum og hænsnum og voru mikið rannsakaðar á ár- unum um og eftir 1960. Þótt vitað væri með vissu að erfðaefni þessara veira væri RNA sýndu tilraunir að 5-brómódeoxýúridín (BUDR), sem hindrar nýmyndun DNA, og aktínómýsín D, sem hindrar um- ritun DNA í RNA, komu í veg fyrir fjölgun þeirra.35 Af þessu var dregin sú ályktun að DNA tæki þátt í fjölgunarferlinu.36 Sams konar til- raunir sýndu virkni DNA-hindra í fjölgunarferli mæði-visnuveiru,37 sem studdi þá tilgátu að hún væri skyld RNA-æxlisveirum.33,38 Til- raunirnar sýndu að virkni BUDR var mest snemma í fjölgunarferlinu sem benti til að þá yrði nýmyndun á nauðsynlegu DNA. Aktínómýsín D var hins vegar virkt á síðari hluta ferlisins sem var vísbending um að þá ætti sér stað umritun DNA í RNA. Skyldleiki við RNA- æxlisveirur var staðfestur árið 1968 þegar einþátta 70S RNA var ein- angrað úr hreinsuðum visnuveiru- ögnum.39 Rannsóknir á prótínum mæði-visnuveiru sýndu ennfremur að þau líktust prótínum RNA- æxlisveira.40 Mæði-visnuveira er retróveira Á árunum um og eftir 1960 var mikið um það rætt hvernig RNA- veira gæti breytt heilbrigðri frumu í æxlisfrumu, jafnvel í frumurækt. Howard Temin setti fram þá til- gátu að RNA-æxlisveirur umrituðu RNA-erfðaefni sitt í DNA í sýktum frumum. Þetta var byltingarkennd tilgáta á þeim tíma en sannaðist árið 1970 þegar ensím sem hvatar slíka umritun var einangrað úr hreinsuðum veiruögnum Rous- sarkmeinsveiru.41,42 Þá var leitt í ljós hið flókna fjölgunarferli RNA- æxlisveira þar sem RNA-þáttur veirunnar er umritaður í tvíþátta DNA, sem er innlimað í erfðaefni hýsilfrumunnar, en síðar umritað aftur í veiru RNA af umritunarens- ími frumunnar. Þetta skýrði virkni BUDR snemma í fjölgunarferlinu og virkni aktínómýsín D síðar í ferlinu. Ensímið sem hvatar umritun á RNA í DNA var nefnt reverse transcriptase eða öfugumriti. Uppgötvun þessi sýndi að höfuðkennisetning sam- eindalíffræðinnar var ekki algild, en þar segir að upplýsingaflæði erfðaefnisins sé í eina átt, frá DNA til RNA til prótíns. Nú hafði sann- ast að í veirusýktum frumum gat flæðið verið frá RNA til DNA. Fyrir þessa uppgötvun fékk Temin Nóbels- verðlaun í lífeðlis- og læknisfræði árið 1975, ásamt David Baltimore. Það er sameiginlegt öllum RNA- æxlisveirum að hafa öfugumrita. Þær voru kallaðar retroveirur og flokk- aðar í ætt Retroviridae. Öfugumriti var einangraður úr visnuveiru sumarið 1970 og lýst í grein sem kom út þá um haustið.43 Ári seinna fannst ens- ímið í mæðiveiru.44 Mæði-visnuveira var því flokkuð með retroveirum. Mæði-visnuveira var fyrsta lentiveiran Þegar öfugumriti fannst í RNA- æxlisveirum var talið að æxlis- 9. mynd. Belgir með tvöfaldri himnu myndast við knappskot frá frumuhimnu og virðast um- breytast í visnuveiruagnir. Endurprentað með leyfi Elsevier.27 – Budding from the cell membra- ne of double-walled spherical bodies which seem to be transformed into visna virus particles with a dense central core. Reprinted with kind permission from Elsevier.27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.