Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 46
Náttúrufræðingurinn
46
Élja- og seltuveðrið
10. janúar 2012
Í hvössum álandsvindi berast saltagnir úr hafinu í andrúmsloftið og þaðan
inn yfir landið. Sum mannvirki, svo sem einangrarar háspennulína, eru við-
kvæm fyrir seltu. Ef seltan er samfara élja- eða skúraveðri er seltuáraunin
jafnan ekki mikil þar sem seltan nær ekki að safnast upp. Í þeim tilvikum
sem seltuáraunin verður talsverð getur hún aftur á móti valdið rafmagns-
truflunum, jafnvel á stóru svæði. Hinn 10. janúar 2012 gerði mikið éljaveður
yfir Vesturlandi í útsynningi. Þegar leið á daginn dró úr éljunum. Þá tók salt
að safnast á einangrara háspennulína í spennuvirki Landsnets á Brennimel
í Hvalfirði með þeim afleiðingum að skammhlaup varð og olli miklum raf-
magnstruflunum. Rafmagnsnotendur um allt land urðu varir við spennuflökt
og truflanir.
Guðrún Nína Petersen og Einar Sveinbjörnsson
Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 46–53, 2015
Ritrýnd grein
Inngangur
Miklar truflanir geta orðið á flutn-
ingi raforku um landið af völdum
seltu í lofti sem berst með vindum
af hafi. Yfir landi nálægt strönd er
ávallt töluvert magn saltagna í and-
rúmsloftinu, einkum þegar blæs af
sjónum, og þá bætast gjarnan við
saltagnir vegna brims við ströndina
þegar þurrt er í veðri. Seltuáraun
getur orðið töluverð þegar seltan
berst á land og ekki fylgir úrkoma.
Dæmi eru um að selta hafi hlað-
ist tiltölulega skjótt á einangrara
háspennulína og valdið skamm-
1. mynd. Innrauð veðurtunglamynd 10. jan-
úar 2012 kl. 05.14. Hvítur litur táknar mjög
köld ský, þ.e. hátt uppi í andrúmsloftinu. Slík
ský sjást myndast við suðausturströnd Græn-
lands, og eru merki um mikla lóðrétta bylgju
á svæðinu. Yfir suðurhluta jöklulsins má
greina skýjaslæðu samhliða vindinum. Á
Grænlandshafi vestanverðu, næst ströndinni,
er léttskýjað en á leið loftsins yfir hafið í aust-
urátt myndast éljaklakkar. Norðaustur af Ís-
landi er lægð á norðurleið. – An infrared
satellite image from 10 January 2012 05:14
UTC. The white colour represents very cold
cloud tops, i.e. at higher levels. Such clouds
can be detected forming by the southeast coast
of Greenland. They indicate a large vertical
wave in the region. Over the southern part of
the ice sheet, clouds are parallel to the wind
direction. Over the western part of the
Irminger Sea, close to the coast, the skies are
fair but cumulonimbus clouds are forming
over ocean. Northeast of Iceland is a cyclone
moving northward.