Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags olli. Þetta seltuveður var óvenjulegt fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að mesta áraunin var staðbundin, við Faxaflóa, og vegna þess að svo virðist sem seltan hafi hlaðist mjög skjótt á einangrara við framrás lofts sem ættað var ofan af Grænlandi. Síðdegis hinn 10. janúar 2012 urðu miklar rafmagnstrufl- anir á Vesturlandi, og leiddu þær m.a. til tímabundinnar stöðvunar í Hellisheiðarvirkjun og straum- leysis í álveri Norðuráls og hjá Járn- blendifélagi Íslands.9 Ástæða trufl- ananna var selta sem barst inn yfir landið í hvassri vestanátt og settist á einangrara háspennulína á sunnan- og vestanverðu landinu. Undanfari þessa atburðar var mikið éljaveður yfir Vesturlandi sem hófst á mið- nætti og stóð fram á eftirmiðdag. Veðuraðstæður 10. janúar 2012 Élja- og skúraveður í útsynningi eru algeng á vestanverðu landinu. Skúra- og éljaklakkar myndast þá yfir Grænlandshafi þegar kalt loft streymir yfir hlýjan sjó og berast stöðugt nýir klakkar að landi með élja- eða skúrahryðjum. Hinn 10. janúar 2012 lá í efri loftlögum angi háloftavindrastar frá Labrador yfir Grænland og til Íslands þar sem anginn sameinað- ist meginröstinni (3. mynd). Við yfirborð var hins vegar hæðar- hryggur yfir syðri hluta Grænlands og kröpp lægð undan Norðaust- urlandi á hraðri ferð til norðnorð- austurs. Önnur en grynnri lægð var á sama tíma á leið norður Græn- landssund og sameinaðist þeirri dýpri síðdegis (4. mynd). Þessi veðrakerfi stjórnuðu vissulega stöðu og styrk lágrastar (e. low-level jet) vestur af Grænlandsjökli og yfir Grænlandshafi en samt má segja að stóru drættirnir hafi verið lagðir í háloftunum. Lágröstin af Græn- landi var ekki eiginlegur fallvindur, í þeirri merkingu að loft streymi niður hlíðarnar vegna eigin þunga, heldur beindist kalt loft yfir jökul- inn. Hinn rúmlega 3000 metra hái Grænlandsjökull í vestri er allajafna 6. mynd. Ferill loftagnar í 200 m h.y.s. kl. 18 hinn 10. janúar reiknaður aftur á bak. Sjá má að 12 klst. fyrr, kl. 06, var ögnin við Austur-Grænland og hafði hafið lækkunina af jöklinum. Loft- ið hlýnaði við niðurstreymið og reiknaðist rakastig þess vera undir 30% nærri sjávarmáli. Á ferð sinni yfir hafið bætti loftið svo stöðugt við sig raka. Gögn frá NOAA, bandarísku lofts- og haf- rannsóknastofnuninni (National Oceanic and Atmospheric Administration). – The back-trajec- tories of an air parcel that was at 200 m a.s.l. 10 January 2012 18 UTC. 12 hours earlier, at 06 UTC, the air parcel was over the East-Greenland coast having started the decent from the ice sheet towards sea level. The air parcel warmed up as it descended and the calculated relative humidity was less than 30% near sea level. While travelling over the ocean the humidity gradu- ally increased. Data from NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). regndropum. Í köldum skýjum gera ískjarnar (e. ice condensation nuclei, ICN) sama gagn en á þeim þéttist vatn og myndar að lokum ískrist- alla. Þó að saltagnir geti nýst sem skýjakjarnar við myndun hlýrra skýja er ekki ljóst hve mikilvægar þær eru við myndun klakkaúr- komu þegar skýin eru köld. Ekki er víst að þær agnir sem virka vel sem skýjakjarnar virki líka vel sem ískjarnar, og agnir sem virka vel sem ískjarnar við tiltekinn hita geta verið óvirkar við annað hitastig. Leiragnir og ýmsar lífrænar agnir eru dæmi um virka ískjarna og ekki er ólík- legt að leiragnir finnist t.d. í ein- hverju magni í lofti sem streymir frá Grænlandi. Í hvassri vestanátt frá Grænlandi yfir Grænlandshaf gætu þessar agnir því gegnt hlutverki í élja- og skúraklakkaframleiðslu. Hér er fjallað um élja- og seltu- veður sem átti sér stað í janúar 2012. Veðuraðstæðum er lýst ásamt þeim afleiðingum sem seltuáraunin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.