Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 52
Náttúrufræðingurinn 52 Salt á háspennulínum Tengivirki Landsnets á Brennimel í Hvalfirði er einn af mikilvægustu afhendingarstöðum í raforkuflutn- ingskerfinu. Tveir stórnotendur eru tengdir við það, Norðurál og Ís- lenska járnblendifélagið. Að auki er þar tenging inn á dreifikerfi RARIK og á Brennimel er upphaf- spunktur byggðalínunnar norður í land. Síðdegis hinn 10. janúar settist selta hratt á einangrara í tengivirkinu. Fyrsta skammhlaupið varð kl. 18.50 og sló út öllum afl- rofum í tengivirkinu. Við það sló út, auk Járnblendis og Norðuráls, báðum vélum í Sultartangavirkjun og öllum vélum í jarðgufuverinu á Hellisheiði. Nokkru síðar bár- ust fréttir um eld á Brennimel og var slökkvilið frá Akranesi sent á staðinn. Þegar starfsmenn Lands- nets komu á Brennimel rétt fyrir kl. 20 kom í ljós að þéttir brann í tengivirkinu. Skammhlaup vegna seltunnar ollu miklu spennuflökti og truflunum og urðu rafmagns- notendur um allt land varir við þetta. Mikið gekk á og ljósbogar sem fylgdu sáust víða, m.a. frá höfuðborgarsvæðinu. Margar ár- angurslausar tilraunir voru gerðar til að spennusetja virkið, en vegna seltunnar sló út aftur jafnharðan (11. mynd). Spennusetning um varatein einnar af þremur aðflutningslínum til virkisins tókst á endanum og kl. 21.53 komst rafmagn á til hluta Norðuráls. Til Járnblendisins komst straumur ekki á fyrr en kl. 06.03 morguninn eftir, þegar tókst að koma flutningi í eðlilegt horf eftir víðtækar hreinsun seltunnar alla nóttina. Þegar upp var staðið reynd- ust skemmdir umtalsverðar á raf- búnaði á Brennimel. Seltuvandamál eru vel þekkt í tengivirkinu og þar eru virkar varnir til taks til að verjast seltuáraun upp að vissu marki. Reyndustu 11. mynd. Á Brennimel 10. janúar 2012. Skammhlaup við árangurslausa innsetningu . – Brennimelur 10 January 2012. Short circuit during unsuccessful instalment. Ljósm./ Photo: Úr safni RÚV/ Television channel RÚV. 10. mynd. Efri hluti: hiti (°C, rauður ferill) og daggarmark (°C, blár ferill). Neðri hluti: raka- stig (%). Mælingar á veðurstöð Vegagerðar- innar sunnan undir Akrafjalli 9. og 10. janúar 2012. – Top panel: Temperature (°C, red) and dew point (°C, blue), and bottom panel: relative humidity (%) measured at the weather station of the Road authorities south of Akrafjall on 9–10 January 2012.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.