Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 55
55 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fyrri rannsóknir benda til þess að aðstæður í lóninu hafi mikla þýð- ingu fyrir bleikju sem gengur í fyrsta skipti út úr ánni, einkum fyrir árs- gömlu seiðin, 6–7 cm löng.5 Svo smá bleikja hefur ekki eins mikið seltu- þol og sú stærri10,11 og því er líklegt að lágseltusvæði í lóninu séu henni mikilvæg. Sjóganga svo ungra seiða gefur möguleika á aukinni seiða- framleiðslu í ánni, þar sem rými skapast fyrir nýjan árgang á uppeld- issvæðum hennar. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna far og búsvæðanotkun stærri bleikju úr Vesturdalsá þegar hún dvelst utan árinnar, með áherslu á mikilvægi Nýpslóns. Bleikjur voru veiddar í lóninu, þær merktar með hljóðsendimerkjum og staðsetning þeirra skráð í sjálfvirk hlustunardufl. Unnið var út frá þeirri tilgátu að aðstæður í lóninu (s.s. selta og fæða) hefðu áhrif á dvalartíma bleikjunnar utan árinnar. Aðferðir Sjóbleikjur sem veiddar voru í Nýpslóni í Vopnafirði voru merktar að vori 2005 og 2006 með hljóðsendimerkjum.12,13 Merkin senda reglulega frá sér einkennandi hljóðpúlsa þannig að hægt er að greina sundur merkta einstaklinga með móttökubúnaði. Merkin eru um 9 mm í þvermál og 24 mm löng, framleidd hjá fyrirtækinu Vemco í Kanada og voru af gerðinni V8SC- 1L-R256 og V9-1L-R256. Merkin draga u.þ.b. 350 m, en drægi þeirra styttist við utanaðkomandi truflun, svo sem öldugang. Merkjunum var komið fyrir í kviðarholi fisksins með skurði hliðlægt neðan á kviði, sem síðan var saumaður saman með saumþræði sem eyðist. Við merkingu voru fiskarnir svæfðir með fenoxí-etanóli og sprautaðir með blöndu af sýklalyfi (Enge- mycin) og vítamínum (Becoplex) að merkingu lokinni. Þegar bleikjurnar höfðu jafnað sig eftir svæfinguna var þeim sleppt aftur þar sem þær veiddust. Lyfjagjöf og verklag við merkingu var ákveðið í samráði við dýralækni fisksjúkdóma. Til að skrá far merktra bleikja voru notuð sjálfvirk hlustunardufl (VR2) frá Vemco. Þeim var komið fyrir á föstum stöðum og skráðu þau dag- setningu, tíma og númer merkis sem greindist innan hlustunarsviðs þeirra. Í rannsókninni árið 2005 voru notuð átta hlustunardufl, þ.e. þrjú í Vestur- dalsá, fjögur í Nýpslóni (Skógalóni) og eitt í sjó utan við ós Nýpslóns (2. mynd). Sumarið 2006 var bætt við dufli í ós Nýpslóns (dufli nr. 8, sbr. 2. mynd). Það var gert til að tryggja að sendingar næðust frá fiskum sem voru á leið í sjó eða úr, en vís- bendingar voru um að sendingar hefðu ekki náðst frá merktum fiski á þessu svæði sumarið 2005, ef til vill vegna truflana á ysta dufli sökum öldugangs og strauma. Vorið 2005 voru tíu bleikjur merktar með hljóðsendimerkjum 2. mynd. Veiðisvæði bleikju í Nýpslóni og staðsetning níu hlustunardufla í Vesturdalsá, Nýpslóni og í sjó 2005 og 2006 (dufl númer 8 var ekki í rekstri 2005). Síritandi hita- og seltumælar voru staðsettir við hlustunardufl 4−7 bæði árin og við dufl 3 árið 2005. – The location of gillnet fishing for char and of acoustic monitoring receivers (1–9) in River Vesturdalsá, Lagoon Nýpslón and in the sea in 2005 and 2006 (receiver 8 was not operated in 2005). Temperature and salinity data loggers were operated at receivers 4−7 both years and at receiver 3 in 2005. 3. mynd. Lengdardreifing bleikja úr Skógalóni sem merktar voru með hljóðsendimerkjum 2005 og 2006. – Length distribution of char tagged with coded transmitters in 2005 and 2006.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.