Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 56 og 29 bleikjur vorið 2006. Merk- ingarnar fóru fram 3. maí 2005 og 24.–25. apríl 2006. Bleikjurnar voru 26,5–49,0 cm langar (3. mynd). Fiskar til merkingar voru fangaðir með lagnetum sem lögð voru út frá suðurströnd Nýpslóns (2. mynd). Netin voru vöktuð og fiskur tekinn úr þeim jafnóðum og hann ánetj- aðist til að koma í veg fyrir að hann skaðaðist. Hlustunarduflum var komið fyrir á merkingardegi bæði árin. Haustið 2005 voru þau tekin upp 7. október og 3. október haustið 2006. Síritandi hita- og seltumælar voru við hlust- unardufl 4 til 7 allan rannsóknartím- ann árið 2006 og frá 8. júní árið 2005. Einnig var síriti neðst í Vesturdalsá (við dufl númer 3) árið 2006. Síritarnir voru af gerðinni DST CT. Þeir skráðu vatnshita og seltu tvisvar á klukku- stund sumarið 2005 og þrisvar á klukkustund árið 2006. Síriti við ós Vesturdalsár (við dufl númer 4) bilaði árið 2005. Árið 2006 slitnuðu festingar þess dufls um miðjan júlí og rak það upp í fjöru. Við upptöku 2006 kom auk þess í ljós að dufl í ósi Nýpslóns (númer 8) hafði grafist í sand og er hugsanlegt að einhverjar skráningar hafi tapast vegna þess. Niðurstöður Selta í Skógalóni var mjög breyti- leg, bæði eftir stöðum og tíma. Hún var minni í maí þegar vorleysingar stóðu yfir en að jafnaði á öðrum tímum árs. Um miðjan maí fór seltan að aukast og var orðin 25– 30‰ á öllum mælistöðum um mitt sumar (4. mynd). Hlutfallslegur fjöldi skráninga í hlustunarduflum var mismunandi milli svæða eftir tímabilum, en í rannsókninni voru alls vistaðar um 332.500 merkjasendingar í hlustun- arduflin. Fyrst eftir merkingu kom allnokkurt hlutfall skráninga fram uppi í Vesturdalsá (23 og 46% skrán- inga eftir árum) en minnkaði þegar á leið (5. mynd). Í kjölfarið jókst vægi dufla sem lágu miðsvæðis og utarlega í Skógalóni, og skráningar fóru að koma fram á duflum í sjó. Á síðari hluta rannsóknartímans hækkaði hlutfall skráninga í ánni á ný. Þetta sést betur í gögnunum frá 2006, enda eru fleiri fiskar að baki þeim gögnum en árið 2005. Athygl- isvert er að fjöldi skráninga í dufli 5 var rúmlega tvöfalt meiri en í dufli 6, en duflin voru bæði miðsvæðis í lóninu, annað sunnanmegin (dufl 5) en hitt norðanmegin (dufl 6). Fyrst eftir merkingu heyrðust sendingar frá öllum merktum bleikjum, en þeim fór síðan fækkandi bæði árin eftir því sem lengra leið frá merk- ingu. Eftir miðjan júlí og til hausts náðust sendingar frá alls 9 bleikjum. Þannig var mjög mismunandi hversu lengi sendingar náðust frá einstökum fiskum, en í nokkrum til- fellum náðust ferlar yfir lengri tíma og lauk ekki fyrr en fiskurinn var kominn upp í á (6. mynd). Engar skráningar komu fram í sjó eftir 26. júlí 2005 og 18. júlí 2006. Síð- ustu merkjasendingar í Skógalóni 4. mynd. Vatnshiti og selta við hljóðdufl 5 og 6 í Nýpslóni frá 22. apríl til 6. október 2006. – Water temperature and salinity of Lagoon Skógalón at receivers 5 and 6 from 22 April until 6 October 2006. 5. mynd. Hlutfallsleg skipting skráninga milli hlustunardufla í Vesturdalsá, í Skógalóni (4–7) og í sjó, skipt eftir tímabilum. n sýnir fjölda einstaklinga sem sendingar náðust frá á viðkomandi tímabili og talan í sviga er heildarfjöldi skráninga. – The proportion of signals received by the receivers located in River Vesturdalsá, Lagoon Skógalón and in the sea, divided by periods. n is the number of individuals signals received from and the total number of signals received is in parenthesis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.