Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 61
61 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hálsinum við mynni Þorvaldsdals skammt frá Litlafljóti (1. mynd). Neðan bæjar þekur Hallmundar- hraun allt flatlendið. Líkindi eru á að fyrir gosið hafi Norðlingafljót runnið neðan túns og sameinast þar ánni sem nú heitir Litlafljót. Þá hefur bærinn staðið í vel afmarkaðri fljótstungu. Nafnið Litlafljót er líka umhugs- unarvert. Áin sem ber þetta heiti á upptök sín í vötnum á Arnarvatns- heiði og rennur um Þorvaldsdal. Hún er afar lítil og myndi sums staðar vera kölluð lækur (2. mynd). Stundum hverfur hún öll í hraunið og farvegurinn verður þurr á kafla.5 Ár sem hafa fljótsheiti eru hins vegar jafnan stórar. Norðlingafljót, Tungufljót, Markarfljót, Hverfisfljót, Hornafjarðarfljót, Lagarfljót, Skjálf- andafljót – allt eru þetta miklar jök- ulár. Á kortum og í örnefnaskrám er áin nefnd Litlafljót inn allan Þorvaldsdal, grunnan þverdal sem liggur inn frá Þorvaldsstöðum. Í landamerkjalýsingu Kalmanstungu frá 13986 sést að áin í þverdalnum er nefnd Dalsá og er það líklega upp- haflegt nafn hennar. Ástæðan fyrir nafngiftinni Litlafljót er líklega sú að í upphafi landnámsaldar rann sjálft Norð- lingafljót á þessum slóðum, eins og að framan greinir, en í gosinu hrakt- ist það upp að fjöllunum hinum megin dalsins (3. mynd). Í stað þess að falla í Norðlingafljót neðan Fljótstungu rann Dalsáin nú niður með Hvítársíðu. Hið upprunalega Norðlingafljót var orðið að tveimur vatnsföllum þar sem annað var miklu minna en hitt. Það fékk því nafnið Litlafljót, líklega þó einungis sá hluti þess sem sem rann neðan gömlu ármótanna þar sem Dalsá féll áður í Norðlingafljót. Landamerkjalýsing Kalmans- tungu frá árinu 1398 er merkileg heimild um gömul örnefni og lands- lag. Hugsanlega hafa landamerkin haldist lítt breytt allt frá fyrstu byggð og fram til þess tíma. Seinna áttu þau eftir að breytast, m.a. þegar mikil heiðalönd voru seld út úr jörðinni. Í lýsingunni frá 1398 kemur fram að jörðin markaðist af Hvítá langleiðina ofan frá Langjökli allt niður að Gunnlaugshöfða. Þar sveigðust landamerkin til norðurs og austurs, hlykkjótta leið um Hall- mundarhraun, upp að Víðgelmi og síðan yfir í Fljótstunguháls og upp á Arnarvatnsheiði. Landamerkin yfir hraunið eru sérkennileg en þau liggja einmitt þar sem líklegt er að Norðlingafljót hafi runnið fyrir gos. Þannig hafa landamerkin hald- ist þótt hraun hafi hulið landið og hrakið ána á brott (3. mynd). Hellirinn Víðgelmir er nefndur í þessari landamerkjalýsingu og þar kemur nafn hans fram í fyrsta sinn. Hellismunninn var viðmiðunar- punktur á landamerkjum Kalmans- tungu og Fljótstungu. Það gæti verið til marks um að hraunið hafi runnið áður en landamerkin voru ákveðin, þvert ofan í það sem áður er sagt. Þetta má þó skýra á annan hátt. Hellirinn hefur líklega myndast þar sem dalurinn var dýpstur, en þar hefur farvegur fljótsins líklega verið áður en hraunið rann. Þegar menn endurskilgreindu landamerkin eftir gos hefur hellismunninn því verið eðlilegur viðmiðunarpunktur í hrauninu nokkurn veginn þar sem gamli fljótsfarvegurinn var. Frásögn Landnámu af Músa- Bölverki í Hraunsási og vatna- veitingum hans ber einnig vott um tilflutning vatnsfalla. Hann lét gera virki heima á Hraunsási eftir að hafa vegið mann (4. mynd). Síðan 2. mynd. Litlafljót og Þorvaldsstaðir þar sem foringjar Hellismanna ólust upp. – The rivulet Litlafljót and Þorvaldsstaðir farm where the leaders of the Cavemen came from. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson. 1. mynd. Fljótstunga – Fljótstunga farm. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.