Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 64
Náttúrufræðingurinn 64 sögu hefur Jónas Hallgrímsson eftir Þorsteini Jakobssyni, bónda og hreppstjóra á Húsafelli. Ekki er ljóst við hvaða stað lýsingin á enda kom Jónas þangað ekki sjálfur. Ólíklegt er að bær með þessu nafni hafi nokkru sinni verið til á þessum slóðum en sögnin um hraunrennslið er athygl- isverð vegna þess að álma úr Hall- mundarhrauni rann þar niður og gæti auðveldlega hafa kaffært bæ. Guðmundur Ólafsson telur að hugs- anlega sé átt við eyðibýlið Kötlutún um 2 km austur af Kalmanstungu. Þar eru fornar rústir og þeim tengj- ast munnmæli um horfinn hver. Sagan um Reykholt hið forna er skráð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar en er þar miklu rýrari í roðinu en hjá Jónasi. Þó er getið um eldsumbrot og hverinn Skriflu.13 Hallmundarkviða og gosið í Eldgjá 934 Fimmta vísa Hallmundarkviðu er afar athyglisverð: Þýtr í þungu grjóti þrír eskingar svíra; undr láta þar ýtar enn er jöklar brenna þó mun stórum mun meira morðlundr á Snjógrundu undur, þats æ mun standa, annat fyrr um kannask. Fjallað var um fyrri hluta vís- unnar í greininni um Hallmundar- kviðu í Náttúrufræðingnum 20141 en lítið rætt um seinni hlutann. Á nútímamáli má endursegja vísuna svona: Þýtur í þungu grjóti, þrír öskustrókar (eskingar) þyrlast upp. Mönnum finnst það enn undur þegar jöklar brenna. Þó ættu menn að kannast við ennþá meira undur á Íslandi (Snjógrundu), sem sjást munu merki um til eilífðar. Hvað er átt við með þessum orðum? Eftir að kvikustrókunum og gosmekkinum hefur verið lýst í fyrri hluta vísunnar er greinilega vikið að því að einhverjir stóratburðir hafi orðið á Íslandi sem hafi verið enn geigvænlegri en þeir sem lýst er í kviðunni. Vart getur verið um annað að ræða en einhverjar náttúruham- farir. Tvær tilgátur hafa komið fram. Guðmundur Finnbogason14 telur í grein um Hallmundarkviðu í Skírni 1935 að átt sé við það þegar fjall- lendi Íslands varð til í öndverðu, þ.e. á forsögulegum tíma. Páll Berg- þórsson veðurfræðingur hefur hins vegar sett fram þá snjöllu hug- mynd að hér sé átt við Eldgjár- gosið 934.15 Hallmundarhrauns- gosið hafi orðið síðar, e.t.v. um 950. Tilgáta Páls hefur það fram yfir þá fyrrnefndu að í kviðunni er þetta mikla undur tengt eldi í jökli (líkt og Hallmundarhraunsgosið er tengt jökli) en Eldgjárgosið teygði sig upp í Mýrdalsjökul og Katla gaus samhliða því.16 Það gos var miklu stærra og kröftugra en gosið í Hall- mundarhrauni og mun afdrifaríkara fyrir byggðina í landinu. Gríðarleg hraun runnu allt til sjávar, öskufall var mikið og jökulhlaup. Niður- staðan verður því sú að hér hafi Páll rétt fyrir sér og að átt sé við Eldgjárgosið. Þar með væri fundin ný ritheimild um það gos. Ekki er þó einhlítt að álykta að Eldgjárgos sé eldra en Hallmundarhraun þótt það sé líklegt, einungis er unnt segja að gosið hafi í Eldgjá áður en Hall- mundarkviða var ort og að höfund- urinn hafi þekkt bæði gosin. Höfundurinn Páll Bergþórsson færir fyrir því rök að höfundur Hallmundarkviðu sé Tindur Hallkelsson frá Hallkels- stöðum í Hvítársíðu, sem fæddur var um 960 að mati Sigurðar Nordals. Rökin eru þau að Tindur var skáld gott og þótt gosið hafi orðið fyrir hans daga hljóti hann að hafa heyrt mikið talað um það í æsku sinni. Faðir hans og afi bjuggu á Hallkels- stöðum. Þaðan sást vel til eldstöðva Hallmundarhrauns inni við Lang- jökul og hraunið sjálft flæddi yfir allan dalbotninn neðan bæjar. Úr því farið er að geta sér til um nafn skálds- ins má allt eins nefna annan mann og eldri sem líklegri höfund. Það er Þorvaldur holbarki Þórðarson. Um hann segir Landnáma að hann hafi farið upp til hellisins Surts og flutt drápu sem hann hafði ort um jötun- inn sem þar bjó.7 Ekkert er vitað um þessa drápu umfram það sem sagt er í þessari einu setningu í Landnámu og enginn annar kveðskapur er eign- aður Þorvaldi. Viðurnefni hans, hol- barki, gæti þýtt bassi eða maður með bassarödd. Gísli Konráðsson segir um Þorvald í Hellismannasögu sinni að hann hafi verið hinn besti radd- maður. „Því var hann holbarki kall- aður.“17 Það að hann er kenndur við rödd sína bendir til þess að hann hafi verið þekktur á sinni tíð sem skáld eða kvæðamaður. Þorvaldur var eitt af 19 börnum Þórðar Bjarnasonar landnáms- manns á Höfða á Höfðaströnd og konu hans Þorgerðar Þórisdóttur hímu. Ætt hans er vel skráð í forn- ritunum. Þorvaldur er af fyrstu kyn- slóð innfæddra Íslendinga, talinn fæddur um 915.18 Amma hans í móðurætt var Friðgerður dóttir Kjarvals Írakonungs. Þegar Þor- valdur fullorðnaðist fór hann suður í Borgarfjörð og kvæntist dóttur Smiðkels Þorvarðssonar á Þorvarðs- stöðum (nú Þorvaldsstöðum) í Hvít- ársíðu. Vel er hugsanlegt að hann hafi séð gosið með eigin augum og ef ekki hefur hann vafalítið haft nánar spurnir af því hjá tengdafólki sínu. Hallmundarhraun og hellarnir þar hafa verið mönnum hugleiknir í fjölskyldu Smiðkels. Hraunið rann yfir hluta jarðarinnar, flatlendið í mynni Þorvaldsdals, og gerbreytti farvegi Norðlingafljóts sem líklega hefur runnið skammt neðan bæjar fyrir gos. Seinna urðu mágar Þor- valds, Þórarinn og Auðun Smiðkels- synir, leiðtogar Hellismanna, hins dularfulla flokks misyndismanna sem settist að í Surtshelli og gerði byggðamönnum skráveifur. Þess er getið að Þorvaldur hafi átt eina dóttur barna sem aftur gæti bent til þess að hann hafi ekki orðið lang- lífur. Gísli Konráðsson segir í sögu sinni að Þorvaldur holbarki hafi verið einn af Hellismönnum og verið veginn á Hellisfitjum þegar þeir voru allir felldir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.