Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 65
65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hellismenn
Landnámabók er eina ritheimildin
um Hellismenn sem nokkurt hald er
í. Þeir eru að vísu nefndir í Harðar
sögu en hún er ekki talin góð sagn-
fræðiheimild. Einnig er til sérstök
saga um þá, Hellismannasaga, sem
gefin var út í Íslendingasagnaút-
gáfu Guðna Jónssonar en hana ritaði
Gísli Konráðsson í byrjun 19. aldar. Í
þjóðsögum Jóns Árnasonar er einnig
saga af Hellismönnum en ekkert
er á henni byggjandi. Landnáma
nefnir Hellismenn tvisvar. Fyrst er
þar sagt að höfðingjar í Borgarfirði
hafi staðið að drápi 18 Hellismanna
á Hellisfitjum. Síðar er getið þeirra
Smiðkelssona, foringja Hellismanna.
Surtshellir (7. mynd) er ekki nefndur
á nafn í þessu sambandi en Hell-
isfitjar sem Landnáma getur um eru
skammt frá honum og hinar fornu
mannvistarleifar í hellinum benda
eindregið til að þar hafi Hellismenn
búið.19 Samkvæmt Landnámu hefur
það verið nálægt miðri 10. öld. Það
er athyglisvert að Hellismenn eru
hvergi nefndir í Hallmundarkviðu
og ekki minnst á að fólk hafi sest að í
hellum í Hallmundarhrauni. Í síðustu
vísu kviðunnar segir beinlínis að fáir
menn hafi heimsótt helli Hallmundar.
Ástæðan fyrir því gæti einfaldlega
verið sú að kviðan hafi verið ort
áður en Hellismenn gerðu Surtshelli
að bústað sínum. Það hafa liðið all-
mörg ár frá því að gosi lauk þangað
til verandi var í Surtshelli fyrir hita.
Í 8. vísu kviðunnar er sagt berum
orðum að hitinn hafi verið mikill,
jafnvel fyrir jötna. Hraunið hefur þó
kólnað tiltölulega hratt vegna hins
mikla grunnvatnsflæðis sem í því er
(6. mynd). Heitar lindir sem nefndar
eru í 3. vísu Hallmundarkviðu bera
vitni um varmann sem grunnvatnið
tók úr hrauninu.
Drápan sem Þorvaldur holbarki
er sagður hafa ort og flutt við
Surtshelli var hugsanlega sjálf Hall-
mundarkviða. Það að hún er lögð
jötninum í munn kann þó að þykja
einkennilegt í ljósi þeirra orða Land-
námu að Þorvaldur hafi fært jötn-
inum kviðuna. Skýringin gæti falist
í einfaldri missögn. Hann flutti
jötninum ekki kviðuna heldur flutti
hann mönnum kviðu sem hann
þóttist hafa lært af jötninum í hell-
inum, þ.e. Hallmundi. Það er raunar
í samræmi við skilning Bergbúa-
þáttar, sem kviðan er felld inn í, á
tilurð kvæðisins, svo langt sem
hann nær. Þórður bóndi í Bergbúa-
þætti væri því í raun Þorvaldur hol-
barki Þórðarson. (Sjá umfjöllun um
Bergbúaþátt í Náttúrufræðingnum
84, 1.–2. hefti). Nú má spyrja: Bjó
ekki Surtur eldjötunn í Surtshelli
og Hallmundur í Hallmundarhelli?
Nei, hellirinn er ekki kenndur við
Surt jötun. Að fornu var hellirinn
sjálfur kallaður Surtur vegna þess
hve dimmur hann var.20 Örnefnið
6. mynd. Fólk í heitri laug við jaðar Hallmundarhrauns skömmu eftir að hraunið rann. Myndin er gerð eftir lýsingu í 3. vísu Hallmundarkviðu.
Miklar vatnslindir koma undan Hallmundarhrauni. Þótt vatnið sé ískalt í dag má ljóst vera að fyrstu árin og áratugina eftir gos hafa þessar
lindir verið snarpheitar. – People bathing in a warm pool near the border of Hallmundarhraun lava during the eruption, according to a
description in the 3. verse of the poem Hallmundarkviða. Large springs issue from below Hallmundarhraun. Although the water is cold today it
must have been pretty warm while the lava still was hot. Málverk / Painting: Ólafur Th. Ólafsson 2015.